Samkomulag við kröfuhafa viðskipti ársins – Símasalan þau verstu

sigmundur_bjarni.jpg
Auglýsing

Sam­komu­lag stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að klára slit ­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings eru við­skipti árs­ins 2015 að mati dóm­nefnd­ar Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Frá þessu er ­greint í blað­inu í dag. Sam­komu­lagið er liður í áætlun stjórna­valda um los­un hafta og sam­kvæmt því fær rík­is­sjóður um tæpa 340 millj­arða króna greidda í stöð­ug­leika­fram­lag frá föllnu bönk­unum gegn því að heim­ila útgreiðsla ann­arra ­eigna til kröfu­hafa. Auk þess á enn eftir að ráð­ast í útboð á aflandskrónum sem mun hækka ágóða rík­is­ins af áætl­un­inni.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Auglýsing

Síma­við­skiptin verst­u við­skiptin

Í Mark­aðnum er einnig greint frá því að dóm­nefnd hafi val­ið ­sölu Arion banka á tíu pró­sent hlut í Sím­anum til val­inna aðila á und­ir­verði í að­drag­anda skrán­ingar félags­ins á markað í októ­ber hafi verið verstu við­skipt­i árs­ins. Að mati dóm­nefndar var salan ekki til þess að auk til­trú almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði heldur hafi hún skapað óþarfa tor­tryggni og til þess fall­in að rýra við­skipta­vild bank­ans. Tveir hópar fengu að kaupa hlut á lægra verði en stóð til boða í útboði á bréfum í Sím­an­um. Annar hóp­ur­inn var sam­an­settur af ­stjórn­endur Sím­ans en hinn var val­inn hópur vild­ar­við­skipta­vina Arion banka. Arion ­banki hefur við­ur­kennt að salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna hafi verið mis­tök, en stendur að fullu með söl­unni til stjórn­end­anna og með­fjár­festa þeirra.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Árni Oddur við­skipta­maður árs­ins

Árni Oddur Þórð­ar­son, ­for­stjóri Mar­el, var val­inn við­skipta­maður árs­ins í Mark­aðnum en mik­ill við­snún­ing­ur hefur orðið í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förnum miss­er­um. Hann hafði hlot­ið ­sömu nafn­bót hjá Frjálsri verslun deg­inum áður.

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW, varð í öðru sæti og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeir Bjarn­i Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, í því þriðja fyrir sam­komu­lag sitt um losun hafta. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None