Samkomulag við kröfuhafa viðskipti ársins – Símasalan þau verstu

sigmundur_bjarni.jpg
Auglýsing

Sam­komu­lag stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að klára slit ­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings eru við­skipti árs­ins 2015 að mati dóm­nefnd­ar Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Frá þessu er ­greint í blað­inu í dag. Sam­komu­lagið er liður í áætlun stjórna­valda um los­un hafta og sam­kvæmt því fær rík­is­sjóður um tæpa 340 millj­arða króna greidda í stöð­ug­leika­fram­lag frá föllnu bönk­unum gegn því að heim­ila útgreiðsla ann­arra ­eigna til kröfu­hafa. Auk þess á enn eftir að ráð­ast í útboð á aflandskrónum sem mun hækka ágóða rík­is­ins af áætl­un­inni.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Auglýsing

Síma­við­skiptin verst­u við­skiptin

Í Mark­aðnum er einnig greint frá því að dóm­nefnd hafi val­ið ­sölu Arion banka á tíu pró­sent hlut í Sím­anum til val­inna aðila á und­ir­verði í að­drag­anda skrán­ingar félags­ins á markað í októ­ber hafi verið verstu við­skipt­i árs­ins. Að mati dóm­nefndar var salan ekki til þess að auk til­trú almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði heldur hafi hún skapað óþarfa tor­tryggni og til þess fall­in að rýra við­skipta­vild bank­ans. Tveir hópar fengu að kaupa hlut á lægra verði en stóð til boða í útboði á bréfum í Sím­an­um. Annar hóp­ur­inn var sam­an­settur af ­stjórn­endur Sím­ans en hinn var val­inn hópur vild­ar­við­skipta­vina Arion banka. Arion ­banki hefur við­ur­kennt að salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna hafi verið mis­tök, en stendur að fullu með söl­unni til stjórn­end­anna og með­fjár­festa þeirra.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Árni Oddur við­skipta­maður árs­ins

Árni Oddur Þórð­ar­son, ­for­stjóri Mar­el, var val­inn við­skipta­maður árs­ins í Mark­aðnum en mik­ill við­snún­ing­ur hefur orðið í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förnum miss­er­um. Hann hafði hlot­ið ­sömu nafn­bót hjá Frjálsri verslun deg­inum áður.

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW, varð í öðru sæti og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeir Bjarn­i Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, í því þriðja fyrir sam­komu­lag sitt um losun hafta. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None