Samkomulag við kröfuhafa viðskipti ársins – Símasalan þau verstu

sigmundur_bjarni.jpg
Auglýsing

Sam­komu­lag stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að klára slit ­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings eru við­skipti árs­ins 2015 að mati dóm­nefnd­ar Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Frá þessu er ­greint í blað­inu í dag. Sam­komu­lagið er liður í áætlun stjórna­valda um los­un hafta og sam­kvæmt því fær rík­is­sjóður um tæpa 340 millj­arða króna greidda í stöð­ug­leika­fram­lag frá föllnu bönk­unum gegn því að heim­ila útgreiðsla ann­arra ­eigna til kröfu­hafa. Auk þess á enn eftir að ráð­ast í útboð á aflandskrónum sem mun hækka ágóða rík­is­ins af áætl­un­inni.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Auglýsing

Síma­við­skiptin verst­u við­skiptin

Í Mark­aðnum er einnig greint frá því að dóm­nefnd hafi val­ið ­sölu Arion banka á tíu pró­sent hlut í Sím­anum til val­inna aðila á und­ir­verði í að­drag­anda skrán­ingar félags­ins á markað í októ­ber hafi verið verstu við­skipt­i árs­ins. Að mati dóm­nefndar var salan ekki til þess að auk til­trú almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði heldur hafi hún skapað óþarfa tor­tryggni og til þess fall­in að rýra við­skipta­vild bank­ans. Tveir hópar fengu að kaupa hlut á lægra verði en stóð til boða í útboði á bréfum í Sím­an­um. Annar hóp­ur­inn var sam­an­settur af ­stjórn­endur Sím­ans en hinn var val­inn hópur vild­ar­við­skipta­vina Arion banka. Arion ­banki hefur við­ur­kennt að salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna hafi verið mis­tök, en stendur að fullu með söl­unni til stjórn­end­anna og með­fjár­festa þeirra.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Árni Oddur við­skipta­maður árs­ins

Árni Oddur Þórð­ar­son, ­for­stjóri Mar­el, var val­inn við­skipta­maður árs­ins í Mark­aðnum en mik­ill við­snún­ing­ur hefur orðið í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förnum miss­er­um. Hann hafði hlot­ið ­sömu nafn­bót hjá Frjálsri verslun deg­inum áður.

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW, varð í öðru sæti og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeir Bjarn­i Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, í því þriðja fyrir sam­komu­lag sitt um losun hafta. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None