Samkomulag við kröfuhafa viðskipti ársins – Símasalan þau verstu

sigmundur_bjarni.jpg
Auglýsing

Sam­komu­lag stjórn­valda við kröfu­hafa föllnu bank­anna um greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að klára slit ­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings eru við­skipti árs­ins 2015 að mati dóm­nefnd­ar Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Frá þessu er ­greint í blað­inu í dag. Sam­komu­lagið er liður í áætlun stjórna­valda um los­un hafta og sam­kvæmt því fær rík­is­sjóður um tæpa 340 millj­arða króna greidda í stöð­ug­leika­fram­lag frá föllnu bönk­unum gegn því að heim­ila útgreiðsla ann­arra ­eigna til kröfu­hafa. Auk þess á enn eftir að ráð­ast í útboð á aflandskrónum sem mun hækka ágóða rík­is­ins af áætl­un­inni.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Auglýsing

Síma­við­skiptin verst­u við­skiptin

Í Mark­aðnum er einnig greint frá því að dóm­nefnd hafi val­ið ­sölu Arion banka á tíu pró­sent hlut í Sím­anum til val­inna aðila á und­ir­verði í að­drag­anda skrán­ingar félags­ins á markað í októ­ber hafi verið verstu við­skipt­i árs­ins. Að mati dóm­nefndar var salan ekki til þess að auk til­trú almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði heldur hafi hún skapað óþarfa tor­tryggni og til þess fall­in að rýra við­skipta­vild bank­ans. Tveir hópar fengu að kaupa hlut á lægra verði en stóð til boða í útboði á bréfum í Sím­an­um. Annar hóp­ur­inn var sam­an­settur af ­stjórn­endur Sím­ans en hinn var val­inn hópur vild­ar­við­skipta­vina Arion banka. Arion ­banki hefur við­ur­kennt að salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna hafi verið mis­tök, en stendur að fullu með söl­unni til stjórn­end­anna og með­fjár­festa þeirra.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið á árinu.

Árni Oddur við­skipta­maður árs­ins

Árni Oddur Þórð­ar­son, ­for­stjóri Mar­el, var val­inn við­skipta­maður árs­ins í Mark­aðnum en mik­ill við­snún­ing­ur hefur orðið í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förnum miss­er­um. Hann hafði hlot­ið ­sömu nafn­bót hjá Frjálsri verslun deg­inum áður.

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW, varð í öðru sæti og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeir Bjarn­i Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, í því þriðja fyrir sam­komu­lag sitt um losun hafta. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None