Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um 36 prósent

stein..t.jpg
Auglýsing

Mán­að­ar­laun Stein­þórs Páls­son­ar, banka­stjóra Lands­bank­ans, hafa hækkað um 36 pró­sent frá því um mitt ár 2014. Með nýjum sér­úr­skurði kjara­ráðs í byrjun des­em­ber voru laun hans hækkuð um 20 pró­sent. Morg­un­blaðið greindi frá því í morgun að laun Stein­þórs hefðu hækkað um 41 pró­sent með nýj­ustu ákvörðun kjara­ráðs fyrr í þessum mán­uði. Það reynd­ist ekki rétt sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef kjara­ráðs. Laun Stein­þórs eftir hækk­un­ina eru 1.950 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Fé lagt til hliðar til að leið­rétta laun banka­stjóra

Lands­bank­inn er að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og þess vegna ákvarðar kjara­ráð laun Stein­þórs en ekki hinna banka­stjór­anna. Þetta er í þriðja sinn sem laun banka­stjór­ans hafa verið hækkuð frá banka­hruni.

Auglýsing

Banka­ráð og stjórn­endur Lands­bank­ans hafa verið ósátt með þetta fyr­ir­komu­lag og telja að þau kjör sem bank­inn geti boðið séu ekki sam­keppn­is­hæg við kjör stjórn­enda í stærri fyr­ir­tækjum á fjár­mála­mark­aði. Banka­ráðið sendi meðal ann­ars erindi til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) þar sem það kvart­aði yfir gild­andi fyr­ir­komu­lagi og taldi það geta brotið í bága við stjórn­ar­skrá og samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. ESA ákvað hins vegar ekki að að haf­ast neitt í mál­inu.

Stjórn Lands­bank­ans ákváð fyrir nokkrum árum að leggja til hliðar fé vegna leið­rétt­ingu launa Stein­þórs. Í árs­skýrslu bank­ans vegna árs­ins 2012 voru 47 millj­ónir króna færðar sem var­úð­ar­færsla vegna „hugs­an­legra leið­rétt­inga eða aft­ur­virkra breyt­inga á launum og starfs­kjörum banka­stjóra á árunum 2011 og 2012“. Ekk­ert hefur hins vegar verið lagt til hliðar vegna þeirrar leið­rétt­ingar frá árinu 2013.

Sjö fram­kvæmda­stjórar Lands­bank­ans, sem heyra ekki undir lög um kjara­ráð, voru með hærri laun en bank­an­stjór­inn í fyrra. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka var með 4,3 millj­ónir króna á mán­uði árið 2014 og Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, með um þrjár millj­ónir króna á mán­uði. Bæði Arion banki og Íslands­banki hafa auk þess tekið upp kaupauka­kerfi sem juku tekjur banka­stjóra þeirra.

Stein­þór kom­inn í efsta pró­sentið

Laun stjórn­enda í fjár­mála­kerf­inu skera sig úr þegar þau eru borin saman við laun flestra ann­arra starfs­hópa. Hag­stofa Íslands greindi frá því fyrr í des­em­ber að helm­ingur Íslend­inga þén­aði minna en 400 þús­und krónur á mán­uði í fyrra en eitt pró­sent lands­manna var með meira en 1,8 milljón króna á mán­uði. Stein­þór er sam­kvæmt þeim við­miðum kom­inn í hóp þeirra eitt pró­sent lands­manna sem hafa hæstu launa­tekj­urn­ar. 

Heild­ar­tekjur lands­manna voru að með­al­tali 421 þús­und krónur á árinu 2014 og hækk­uðu um 6,6 pró­sent frá árinu áður. 

Fréttin hefur verið upp­færð vegna upp­lýs­inga frá Lands­bank­anum um að upp­haf­leg frétt Morg­un­blaðs­ins, sem vísað var til, hafi ekki verið nákvæm.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None