Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um 36 prósent

stein..t.jpg
Auglýsing

Mán­að­ar­laun Stein­þórs Páls­son­ar, banka­stjóra Lands­bank­ans, hafa hækkað um 36 pró­sent frá því um mitt ár 2014. Með nýjum sér­úr­skurði kjara­ráðs í byrjun des­em­ber voru laun hans hækkuð um 20 pró­sent. Morg­un­blaðið greindi frá því í morgun að laun Stein­þórs hefðu hækkað um 41 pró­sent með nýj­ustu ákvörðun kjara­ráðs fyrr í þessum mán­uði. Það reynd­ist ekki rétt sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef kjara­ráðs. Laun Stein­þórs eftir hækk­un­ina eru 1.950 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Fé lagt til hliðar til að leið­rétta laun banka­stjóra

Lands­bank­inn er að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og þess vegna ákvarðar kjara­ráð laun Stein­þórs en ekki hinna banka­stjór­anna. Þetta er í þriðja sinn sem laun banka­stjór­ans hafa verið hækkuð frá banka­hruni.

Auglýsing

Banka­ráð og stjórn­endur Lands­bank­ans hafa verið ósátt með þetta fyr­ir­komu­lag og telja að þau kjör sem bank­inn geti boðið séu ekki sam­keppn­is­hæg við kjör stjórn­enda í stærri fyr­ir­tækjum á fjár­mála­mark­aði. Banka­ráðið sendi meðal ann­ars erindi til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) þar sem það kvart­aði yfir gild­andi fyr­ir­komu­lagi og taldi það geta brotið í bága við stjórn­ar­skrá og samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. ESA ákvað hins vegar ekki að að haf­ast neitt í mál­inu.

Stjórn Lands­bank­ans ákváð fyrir nokkrum árum að leggja til hliðar fé vegna leið­rétt­ingu launa Stein­þórs. Í árs­skýrslu bank­ans vegna árs­ins 2012 voru 47 millj­ónir króna færðar sem var­úð­ar­færsla vegna „hugs­an­legra leið­rétt­inga eða aft­ur­virkra breyt­inga á launum og starfs­kjörum banka­stjóra á árunum 2011 og 2012“. Ekk­ert hefur hins vegar verið lagt til hliðar vegna þeirrar leið­rétt­ingar frá árinu 2013.

Sjö fram­kvæmda­stjórar Lands­bank­ans, sem heyra ekki undir lög um kjara­ráð, voru með hærri laun en bank­an­stjór­inn í fyrra. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka var með 4,3 millj­ónir króna á mán­uði árið 2014 og Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, með um þrjár millj­ónir króna á mán­uði. Bæði Arion banki og Íslands­banki hafa auk þess tekið upp kaupauka­kerfi sem juku tekjur banka­stjóra þeirra.

Stein­þór kom­inn í efsta pró­sentið

Laun stjórn­enda í fjár­mála­kerf­inu skera sig úr þegar þau eru borin saman við laun flestra ann­arra starfs­hópa. Hag­stofa Íslands greindi frá því fyrr í des­em­ber að helm­ingur Íslend­inga þén­aði minna en 400 þús­und krónur á mán­uði í fyrra en eitt pró­sent lands­manna var með meira en 1,8 milljón króna á mán­uði. Stein­þór er sam­kvæmt þeim við­miðum kom­inn í hóp þeirra eitt pró­sent lands­manna sem hafa hæstu launa­tekj­urn­ar. 

Heild­ar­tekjur lands­manna voru að með­al­tali 421 þús­und krónur á árinu 2014 og hækk­uðu um 6,6 pró­sent frá árinu áður. 

Fréttin hefur verið upp­færð vegna upp­lýs­inga frá Lands­bank­anum um að upp­haf­leg frétt Morg­un­blaðs­ins, sem vísað var til, hafi ekki verið nákvæm.

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None