Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls til Neytendastofu

Norðurál
Auglýsing

Lans­dvernd hefur kært Norð­ur­ál, sem á og rekur álverið við Grund­ar­tanga, til Neyt­enda­stofu vegna aug­lýs­inga sem fyr­ir­tækið hefur birt í útvarpi, sjón­varpi og í Morg­un­blað­inu und­an­farnar vikur þar sem því er haldið fram að ál fyr­ir­tæk­is­ins sé „græn­asti málmur í heim­i". Land­vernd segja að ýmsar full­yrð­ingar sem fram séu settar í aug­lýs­ing­unum séu ósannar og að þær inni­haldi ófull­nægj­andi og vill­andi upp­lýs­ingar sem séu í bága við ýmsar greinar laga um eft­ir­lit með við­skipta­háttum og mark­aðs­setn­ingu.

Hér að neðan má sjá þær full­yrð­ingar sem fram eru settar í aug­lýs­ing­unum og Land­vernd telur ósannar eða inni­haldi ófull­nægj­andi eða vill­andi upp­lýs­ingar ásamt rök­stuðn­ingi sem sam­tökin sendur Neyt­enda­stofu: 

Auglýsing

1. “Málmur af norð­ur­slóð”.

Heil­síðu­ag­lýs­ingin í Mbl. fjallar um álvinnslu Norð­ur­áls. Ál (Al) er eitt algeng­asta frum­efni Jarð­ar­inn­ar. Hins vegar finn­st það ekki í vinn­an­legu magni nema í málm­grýt­inu báxíti (baux­ite) sem verður til­ við veðrun bergs í hita­belt­is­lofts­lagi. Báxít er unnið frekar í svo­kallað súrál ­sem er hrá­efni álver­anna (sjá 5. lið). Árið 2011 flutti Norð­urál inn tæp­lega 550.000 tonn af súráli, aðal­lega frá Texas, Jamaíku og Suð­ur­-Am­er­íku.

Full­yrð­ingin “Málmur af norð­ur­slóð” er því röng. Þótt ál Norð­ur­áls sé unnið úr súráli á Grund­ar­tanga er það allt upp­runnið úr ­málm­grýti í hita­belt­inu.

2. “Norð­urál notar umhverf­is­væna orku”

Þessi full­yrð­ing er í besta falli afar umdeil­an­leg.  Íslensk raf­orka er unnin úr fall­vötnum og jarð­varma eins og kunn­ugt er.  Vatns­afls­virkj­anir krefj­ast oft mik­illa umhverf­is­fórna, svo sem ­uppi­stöðu­lóna sem kaf­færa gróð­ur­lendi, stíflu­mann­virkja, raf­lína og ­upp­hækk­að­ara vega sem spilla lands­lagi og víð­ern­um. Um umhverf­is­á­hrif jarð­varma­virkj­ana þarf ekki að fjöl­yrða og ýmsir máls­met­andi vís­inda­menn halda því fram að nýt­ing há­hita eins og hún hefur verið stunduð hér á landi sé í raun ágeng námu­vinnsla.

Ekki er hægt að full­yrða frá hvaða virkj­un­um Lands­virkj­unar Norð­urál fær orku, en vænt­an­lega að stórum hluta frá virkj­unum á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­in­u.  Á því svæð­i eru m.a. ann­ars Kvísla­veitu­lón, fimm tals­ins og sam­tals um 28 km2 að ­stærð.  Kvísla­veitu­lón safna vatni úr ­upp­taka­kvíslum Þjórsár sem ella mundu renna um Þjórs­ár­ver. Lónin og til­heyr­and­i stíflu­mann­virki hafa því spillt verð­mætu vot­lend­is­svæði og eyði­lag­t um­fangs­mikil víð­erni suð­austan Hofs­jök­uls, auk þess að draga úr rennsli fossa í efri­hluta Þjórs­ár.

3. “…málm­inn má end­ur­vinna nánast enda­laust / Það má end­ur­vinna hverja áldós allt að hund­rað sinn­um”

Það er rétt að ál er end­ur­vinn­an­legt. Hins veg­ar ­stundar Norð­urál (eða önnur álver hér á landi) ekki end­ur­vinnslu. Þau stunda frum­vinnslu á áli úr súráli og hafa ekki sér­stakan hag af end­ur­vinnslu. Álbræðsl­ur á borð við Norð­urál hafa þvert á móti beinan hag af því að ál sé tekið út af ­mark­aðn­um, sem sagt að það sé ekki end­ur­unn­ið.  Að því leyti eru þess­ar ­upp­lýs­ingar vill­andi og settar fram, að því er virð­ist, til að varpa huggu­leg­u ­ljósi á fyr­ir­tæk­ið, sem ekki er inni­stæða fyr­ir.

Í BNA er ál urðað árlega sem nemur fjór­föld­um flug­flota lands­ins og árs­fram­leiðslu áls á Ísland­i. ­Með öðrum orð­um, ef allar áldósir sem falla til í BNA væru end­ur­nýttar hund­rað sinn­um, eins segir í aug­lýs­ingu Norð­ur­áls, mætti loka álverum á Íslandi, mið­að við núver­andi fram­boð og eft­ir­spurn áls í heim­in­um.

4. “Álið okk­ar…”

Hér getur les­andi heil­síðu­aug­lýs­ingar auð­veld­lega ­fengið þá hug­mynd, af því sem á undan kemur (vísan í norð­ur­slóðir og Ísland), að með “okk­ar” sé átt við “okkur lands­menn”.  Þetta er vill­andi og til þess gert, að því er virð­ist, að fá sam­úð al­menn­ings. Í fyrsta lagi er ál ekki íslenskur málmur (sjá 1. punkt). Í öðru lagi er Norð­urál ekki (frekar en önnur álver á land­inu) í eigu Íslend­inga. Álver­in nýta sér íslenska orku og íslenskt vinnu­afl en sam­kvæmt nýlegum fréttum reyna a.m.k. sum þeirra að skuld­setja sig sem mest til að skilja hagnað eftir utan­ land­stein­anna. 

Íslend­ingar kaupa heldur ekki ál af Norð­ur­áli, það er allt flutt út. Íslend­ingar eru því ekki neyt­endur Norð­ur­áls nema í þeim skiln­ingi að við sækjum þar vinnu og seljum orku til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um op­in­bert orku­fyr­ir­tæki, Lands­virkj­un. Norð­urál stendur nú í erf­iðum samn­ing­um við þetta sama fyr­ir­tæki og hefur hag af því að fá samúð lands­manna til að bæta ­samn­ings­stöðu sína.  

5. “..sé ein­hver græn­asti málmur í heim­i”. 

Þetta er alröng full­yrð­ing bæði í beinum og óbein­um skiln­ingi og alvar­leg blekk­ing. Ál er ekki grænt heldur grátt eða silf­ur­litt. Það stenst heldur ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skiln­ingi að fram­leiðsla þess sé umhverf­is­væn, hvað þá að ál sé ein­hver umhverf­is­vænast­i ­málmur í heimi.

Þvert á móti er álf­ram­leiðsla/ál­bræðsla gríð­ar­lega orku­frekur iðn­að­ur, einn allra orku­frekasti iðn­aður sem um getur í heim­in­um. Álfram­leiðsla er enn fremur afar vatns­frek og land­frek og frum­vinnsla á báxít­i og súráli, hrá­efni álverk­smiðj­anna, hefur gríð­ar­leg umhverf­is­á­hrif í þeim löndum þar sem það er unn­ið.

Miklar báxít­námur finn­ast í Ástr­al­íu, Bras­il­íu, Kína, Indónesíu, Jamaíka, Rúss­landi og Súr­ina­m.  Margar þess­ara náma eru á landi sem þakið er hita­belt­is­skógi. Eðli máls­ins sam­kvæmt er þessum skógum eytt við vinnsl­una. Úr báxíti er unnið súrál í ferli sem nefn­ist Bayer ferli[6].  Í þessu ferli verður til hættu­legur úrgang­ur, svo­kall­aður rauður leir, sem er við­ur­kenndur umhverf­is­vandi vegna lút­ar­á­hrifa.  Árlega verða til um 77 millj­ónir tonna af rauðum leir við vinnslu súráls (sama heim­ild).  Í fersku minni er umhverf­isslysið í Kolontár í Ung­verja­landi í októ­ber 2010 þegar um það bil ein milljón rúmmetra af rauðum leir flæddi úr þró og varð 10 manns að bana og meng­aði stórt land­svæði.

Síð­asti hlekk­ur­inn í fram­leiðslu­keðju áls, sjálf ál­bræðslan eins og stunduð er í álveri Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga, er líka lang­t frá því að vera umhverf­is­væn. Álver Norð­ur­áls losar um 500.000 tonn af koltví­sýr­ingi árlega og umtals­vert magn brenni­steins­sam­banda og flú­ors sem bændur á þynn­ing­ar­svæði álvers­ins hafa haft miklar áhyggjur af að spilli heilsu ­bú­fjár.

Norð­urál þarf að flytja inn yfir hálfa milljón tonna af súráli á hverju ári (sjá 1. lið). Leiðin sem flutn­inga­skipin sigla, með­ til­heyr­andi olíu­notk­un, er 6.000–9.000 km eftir fram­leiðslu­landi. Mun skárri (um­hverf­is­vænni) kostur væri að stað­setja álbræðsl­urnar í Mið- og Suð­ur­-Am­er­ík­u en á Íslandi; fyrr nefndu land­svæðin eru einnig rík af vatns­orku.  

Í heil­síðu­aug­lýs­ingu Norð­ur­áls er vísað til þess að ál sé léttur málmur og að með notkun þess megi létta far­ar­tæki (og vænt­an­lega ­draga úr orku­notk­un) og bæta umbúð­ir.  ­Full­yrð­ingin er rétt eins langt og hún nær en önnur efni geta geng­t ­sam­bæri­legu hlut­verki eins og t.d. magnesíum, kol­trefjar til að létta far­ar­tæki og gler í umbúð­ir.

Þegar allt ferli álvinnslu er skoðað er því fjarri sanni að unnt sé að full­yrða að ál sé “ein­hver græn­asti málmur í heim­i”.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None