Ríkissjóður greiddi 50 milljarða inn á skuldabréf - Skuldir lækkuðu um tíu prósent 2015

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefur greitt 49,9 millj­arða króna inn á skulda­bréf sem gefið var út eftir hrunið til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­banka Íslands. Greiðslan var innt af hendi undir lok síð­asta árs og er um að ræða eina stærstu ein­stöku afborgun af skuldum rík­is­sjóðs til þessa. Afborg­unin fór þannig fram að sjóðs­staða rík­is­sjóðs hjá Seðla­bank­anum var lækk­uð. 

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa segir að skulda­bréfið hafi upp­haf­lega verið gefið út í jan­úar 2009 til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­bank­ans. Árleg afborgun af því átti að vera fimm millj­arðar króna. Á árinu 2015 greiddi rík­is­sjóður um 47 ma.kr. til við­bótar árlegri afborgun af bréf­inu og nema eft­ir­stöðvar þess í árs­lok um 90 ma.kr.  Áætlað er að greiða bréfið upp að fullu á yfir­stand­andi ári. Að teknu til­liti til greiðslu á skulda­bréfi Seðla­bank­ans nam sjóðs­staða rík­is­sjóðs í Seðla­banka Íslands um 88,5 ma.kr. í árs­lok 2015.

Rík­is­sjóður for­greiddi einnig stóran hluta af útistand­andi erlendum lánum á síð­asta ári eða um 103 ma.kr. Á fyrri hluta árs­ins keypti rík­is­sjóður tæp­lega helm­ing af útistand­andi skulda­bréfa­út­gáfu í Banda­ríkja­dölum frá árinu 2011 eða sem sam­svarar um 67 ma.kr. Í maí for­greiddi rík­is­sjóður lán frá Pól­landi sem veitt var í tengslum við efna­hags­á­ætlun stjórn­valda og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og námu þær um 7,5 ma.kr. Þá fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður svo­kallað Avens-skulda­bréf í júlí að fjár­hæð 28,3 ma.kr.

Auglýsing

Á síð­ast­liðnu ári fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður því um 150 ma.kr. af inn­lendum og erlendum skuld­um. Umræddar fyr­ir­fram­greiðslur hafa að öðru óbreyttu um 7 ma.kr. áhrif til lækk­unar vaxta­gjalda á ári hverju. Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2015 eru áætl­aðar um 1.349 ma.kr. til sam­an­burðar við 1.492 ma.kr. í árs­lok 2014. Sam­svarar það um 10% lækkun skulda á milli ára.  Á árinu 2016 er áætlað að skuldir rík­is­sjóðs lækki enn frekar og nemi 1.171 ma.kr. í lok árs­ins."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None