Ríkissjóður greiddi 50 milljarða inn á skuldabréf - Skuldir lækkuðu um tíu prósent 2015

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefur greitt 49,9 millj­arða króna inn á skulda­bréf sem gefið var út eftir hrunið til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­banka Íslands. Greiðslan var innt af hendi undir lok síð­asta árs og er um að ræða eina stærstu ein­stöku afborgun af skuldum rík­is­sjóðs til þessa. Afborg­unin fór þannig fram að sjóðs­staða rík­is­sjóðs hjá Seðla­bank­anum var lækk­uð. 

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa segir að skulda­bréfið hafi upp­haf­lega verið gefið út í jan­úar 2009 til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­bank­ans. Árleg afborgun af því átti að vera fimm millj­arðar króna. Á árinu 2015 greiddi rík­is­sjóður um 47 ma.kr. til við­bótar árlegri afborgun af bréf­inu og nema eft­ir­stöðvar þess í árs­lok um 90 ma.kr.  Áætlað er að greiða bréfið upp að fullu á yfir­stand­andi ári. Að teknu til­liti til greiðslu á skulda­bréfi Seðla­bank­ans nam sjóðs­staða rík­is­sjóðs í Seðla­banka Íslands um 88,5 ma.kr. í árs­lok 2015.

Rík­is­sjóður for­greiddi einnig stóran hluta af útistand­andi erlendum lánum á síð­asta ári eða um 103 ma.kr. Á fyrri hluta árs­ins keypti rík­is­sjóður tæp­lega helm­ing af útistand­andi skulda­bréfa­út­gáfu í Banda­ríkja­dölum frá árinu 2011 eða sem sam­svarar um 67 ma.kr. Í maí for­greiddi rík­is­sjóður lán frá Pól­landi sem veitt var í tengslum við efna­hags­á­ætlun stjórn­valda og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og námu þær um 7,5 ma.kr. Þá fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður svo­kallað Avens-skulda­bréf í júlí að fjár­hæð 28,3 ma.kr.

Auglýsing

Á síð­ast­liðnu ári fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður því um 150 ma.kr. af inn­lendum og erlendum skuld­um. Umræddar fyr­ir­fram­greiðslur hafa að öðru óbreyttu um 7 ma.kr. áhrif til lækk­unar vaxta­gjalda á ári hverju. Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2015 eru áætl­aðar um 1.349 ma.kr. til sam­an­burðar við 1.492 ma.kr. í árs­lok 2014. Sam­svarar það um 10% lækkun skulda á milli ára.  Á árinu 2016 er áætlað að skuldir rík­is­sjóðs lækki enn frekar og nemi 1.171 ma.kr. í lok árs­ins."

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None