Ríkissjóður greiddi 50 milljarða inn á skuldabréf - Skuldir lækkuðu um tíu prósent 2015

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefur greitt 49,9 millj­arða króna inn á skulda­bréf sem gefið var út eftir hrunið til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­banka Íslands. Greiðslan var innt af hendi undir lok síð­asta árs og er um að ræða eina stærstu ein­stöku afborgun af skuldum rík­is­sjóðs til þessa. Afborg­unin fór þannig fram að sjóðs­staða rík­is­sjóðs hjá Seðla­bank­anum var lækk­uð. 

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa segir að skulda­bréfið hafi upp­haf­lega verið gefið út í jan­úar 2009 til að styrkja eig­in­fjár­stöðu Seðla­bank­ans. Árleg afborgun af því átti að vera fimm millj­arðar króna. Á árinu 2015 greiddi rík­is­sjóður um 47 ma.kr. til við­bótar árlegri afborgun af bréf­inu og nema eft­ir­stöðvar þess í árs­lok um 90 ma.kr.  Áætlað er að greiða bréfið upp að fullu á yfir­stand­andi ári. Að teknu til­liti til greiðslu á skulda­bréfi Seðla­bank­ans nam sjóðs­staða rík­is­sjóðs í Seðla­banka Íslands um 88,5 ma.kr. í árs­lok 2015.

Rík­is­sjóður for­greiddi einnig stóran hluta af útistand­andi erlendum lánum á síð­asta ári eða um 103 ma.kr. Á fyrri hluta árs­ins keypti rík­is­sjóður tæp­lega helm­ing af útistand­andi skulda­bréfa­út­gáfu í Banda­ríkja­dölum frá árinu 2011 eða sem sam­svarar um 67 ma.kr. Í maí for­greiddi rík­is­sjóður lán frá Pól­landi sem veitt var í tengslum við efna­hags­á­ætlun stjórn­valda og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og námu þær um 7,5 ma.kr. Þá fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður svo­kallað Avens-skulda­bréf í júlí að fjár­hæð 28,3 ma.kr.

Auglýsing

Á síð­ast­liðnu ári fyr­ir­fram­greiddi rík­is­sjóður því um 150 ma.kr. af inn­lendum og erlendum skuld­um. Umræddar fyr­ir­fram­greiðslur hafa að öðru óbreyttu um 7 ma.kr. áhrif til lækk­unar vaxta­gjalda á ári hverju. Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2015 eru áætl­aðar um 1.349 ma.kr. til sam­an­burðar við 1.492 ma.kr. í árs­lok 2014. Sam­svarar það um 10% lækkun skulda á milli ára.  Á árinu 2016 er áætlað að skuldir rík­is­sjóðs lækki enn frekar og nemi 1.171 ma.kr. í lok árs­ins."

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None