Rússabannið víkkað út - Mega ekki flytja út til Hvíta-Rússlands og Kasakstan

fiskvinnsla.jpg
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin FISK Seafood á Sauð­ár­króki (í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga) og Búlands­tindur á Djúpa­vogi verða að sæta ­tíma­bundnu inn­flutn­ings­banni á vöru sem þau fram­leiða til landa sem til­heyra ­tolla­banda­lagi Rúss­lands, Hvíta- Rúss­lands og Kasakstans. Sömu sögu er að segja af afurður af Vil­helmi Þor­steins­syni EA, fjölveiði­skipi Sam­herja á Akur­eyri og frá fisk­vinnslu Ísfé­lags Vest­manna­eyja í Þórs­höfn. Bannið á þessa fjóra aðila nær nú til Hvíta-Rúss­lands og Kasakstan einnig ofan á það inn­flutn­ings­bann til­ Rúss­lands sem lagt var á í ágúst 2015. Frá þessu er greint í DV.

Þar segir að ákvörð­unin hafi verið tekið á aðfanga­dag og að hún taki gildi á fimmtu­dag, 7. jan­ú­ar.

Rússa­bann lagt á í ágúst

Dmi­try Med­vedev, ­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, til­kynnti í ágúst að Ísland hefð­i ver­ið bætt við á lista yfir lönd þaðan sem bannað er að flytja inn­ mat­vörur frá. Íslandi hefur þar með verið bætt á lista með­ ­Evr­ópu­sam­bands­lönd­um, Banda­ríkj­unum og Ástr­alíu en þessi lönd standa saman að við­skipta­þving­unum gagn­vart Rúss­landi vegna átak­anna í Úkra­ínu. Útgerð­ar­menn héldu því fram að tjón Íslands vegna þessa yrði gríð­ar­legt og mik­ill þrýst­ing­ur ­skap­að­ist, bæði póli­tískt og úr við­skipta­líf­inu, um að taka við­skipta­lega hags­muni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fram yfir þann mál­stað sem Ísland var að sýna samtöðu í mál­inu.

Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra brást hart við slík­um ­mál­flutn­ingi og í við­tali við ­Sprengisand í ágúst ­sagði hann það óheið­ar­leg­t hvernig sumir útgerð­ar­menn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir­ heild­ar­hags­muni þá velti hann því óneit­an­lega fyrir sér hvort þeir séu best­u ­menn­irnir til að fara með auð­lind­ina. 

Aldrei orðið fyrir jafn miklum þrýst­ingi

Gunn­ar Bragi sagði í við­tali við DV skömmu fyrir jól að sá stuðn­ingur hafi þegar ver­ið end­ur­nýj­að­ur. Þar sagði hann einnig að málið hefði verið það erf­iðasta ­sem hann hafi þurft að takast á við og að mik­ill þrýst­ingur hefði verið á hann, ­jafnt innan flokks sem utan, að taka hags­muni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fram yfir þá hags­muni sem hann taldi sig vera að verja með stuðn­ingi við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­um. „Það er óhætt að segja að þrýst­ing­ur­inn sé af ýmsum toga og úr ýmsum átt­um. En það hafa engin rök verið færð fram þannig að ástæða sé til að breyta þessu. Þetta hefur verið mjög þungt og ég hef fund­ið að það voru alltof margir í sam­fé­lag­inu sem eru reiðu­búnir til að taka til­ ­fót­anna þegar svona þrýst­ingur mynd­ast. En þá verður maður sjálfur að setj­ast ­niður og hugsa hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er eðli­legt og hvað er ó­eðli­leg­t.[...]Þetta er umdeilt innan flokks­ins[Fram­sókn­ar­flokks­ins)[...]Það eru vissu­lega aðilar innan flokks­ins sem hafa ekki verið hrifnir af þessu. Þeir hafa sín rök, þó ég sé ekki sam­mála þeim."

Póli­tískur titr­ingur

Ljóst er að titr­ingur er á hinum póli­tíska vett­vang­i ­vegna ákvörð­unar Gunn­ars Braga um áfram­hald­andi stuðn­ing við aðgerð­irn­ar. Í Frétta­blað­inu á Þor­láks­messu sagði að bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, vilj­i fara sér hægt í yfir­lýs­ingar um afstöðu Íslands gagn­vart áfram­hald­andi banni.

Þá hafa hags­muna­sam­tök útgerð­ar­manna, Sam­tök félaga í sjáv­ar­út­vegi (SFS), látið mjög í sér heyra. Þann 22. des­em­ber birt­ust greinar eftir Kol­bein Árna­son, fram­kvæmda­stjóra SFS, og Hauk Þór Hauks­son, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra þeirra, í Morg­un­blað­inu ann­ars vegar og Frétta­blað­inu hins veg­ar, þar sem afstaðan var ­gagn­rýnd og sagt að stuðn­ingur Íslands í aðgerð­unum væri ein­ungis tákn­rænn. Undir væru hins vegar tug­millj­arða mark­aðir með upp­sjáv­ar­fisk. Kol­beinn end­urtók þessa afstöðu í beinni útsend­ingu í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld.

Í gær var síð­an rætt við Jens Garðar Helga­son, stjórn­ar­for­mann Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í for­síðu­frétt Morg­un­blaðs­ins. Þar segir Jens Garðar að við­skipta­bann Rússa, sem lagt var á íslenskar vör­ur ­vegna stuðn­ings okkar við við­skipta­þving­an­irn­ar, kosti þjóð­ina tólf til þrett­án millj­arða króna á árinu 2016. J­ens Garðar ræddi einnig við frétta­stofu RÚV í gær og sagði í sam­tali við hana að ummæli Gunn­ars Braga um end­ur­nýjun stuðn­ings hefði ver­ið ó­tíma­bær. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None