Rússabannið víkkað út - Mega ekki flytja út til Hvíta-Rússlands og Kasakstan

fiskvinnsla.jpg
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin FISK Seafood á Sauð­ár­króki (í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga) og Búlands­tindur á Djúpa­vogi verða að sæta ­tíma­bundnu inn­flutn­ings­banni á vöru sem þau fram­leiða til landa sem til­heyra ­tolla­banda­lagi Rúss­lands, Hvíta- Rúss­lands og Kasakstans. Sömu sögu er að segja af afurður af Vil­helmi Þor­steins­syni EA, fjölveiði­skipi Sam­herja á Akur­eyri og frá fisk­vinnslu Ísfé­lags Vest­manna­eyja í Þórs­höfn. Bannið á þessa fjóra aðila nær nú til Hvíta-Rúss­lands og Kasakstan einnig ofan á það inn­flutn­ings­bann til­ Rúss­lands sem lagt var á í ágúst 2015. Frá þessu er greint í DV.

Þar segir að ákvörð­unin hafi verið tekið á aðfanga­dag og að hún taki gildi á fimmtu­dag, 7. jan­ú­ar.

Rússa­bann lagt á í ágúst

Dmi­try Med­vedev, ­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, til­kynnti í ágúst að Ísland hefð­i ver­ið bætt við á lista yfir lönd þaðan sem bannað er að flytja inn­ mat­vörur frá. Íslandi hefur þar með verið bætt á lista með­ ­Evr­ópu­sam­bands­lönd­um, Banda­ríkj­unum og Ástr­alíu en þessi lönd standa saman að við­skipta­þving­unum gagn­vart Rúss­landi vegna átak­anna í Úkra­ínu. Útgerð­ar­menn héldu því fram að tjón Íslands vegna þessa yrði gríð­ar­legt og mik­ill þrýst­ing­ur ­skap­að­ist, bæði póli­tískt og úr við­skipta­líf­inu, um að taka við­skipta­lega hags­muni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fram yfir þann mál­stað sem Ísland var að sýna samtöðu í mál­inu.

Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra brást hart við slík­um ­mál­flutn­ingi og í við­tali við ­Sprengisand í ágúst ­sagði hann það óheið­ar­leg­t hvernig sumir útgerð­ar­menn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir­ heild­ar­hags­muni þá velti hann því óneit­an­lega fyrir sér hvort þeir séu best­u ­menn­irnir til að fara með auð­lind­ina. 

Aldrei orðið fyrir jafn miklum þrýst­ingi

Gunn­ar Bragi sagði í við­tali við DV skömmu fyrir jól að sá stuðn­ingur hafi þegar ver­ið end­ur­nýj­að­ur. Þar sagði hann einnig að málið hefði verið það erf­iðasta ­sem hann hafi þurft að takast á við og að mik­ill þrýst­ingur hefði verið á hann, ­jafnt innan flokks sem utan, að taka hags­muni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fram yfir þá hags­muni sem hann taldi sig vera að verja með stuðn­ingi við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­um. „Það er óhætt að segja að þrýst­ing­ur­inn sé af ýmsum toga og úr ýmsum átt­um. En það hafa engin rök verið færð fram þannig að ástæða sé til að breyta þessu. Þetta hefur verið mjög þungt og ég hef fund­ið að það voru alltof margir í sam­fé­lag­inu sem eru reiðu­búnir til að taka til­ ­fót­anna þegar svona þrýst­ingur mynd­ast. En þá verður maður sjálfur að setj­ast ­niður og hugsa hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er eðli­legt og hvað er ó­eðli­leg­t.[...]Þetta er umdeilt innan flokks­ins[Fram­sókn­ar­flokks­ins)[...]Það eru vissu­lega aðilar innan flokks­ins sem hafa ekki verið hrifnir af þessu. Þeir hafa sín rök, þó ég sé ekki sam­mála þeim."

Póli­tískur titr­ingur

Ljóst er að titr­ingur er á hinum póli­tíska vett­vang­i ­vegna ákvörð­unar Gunn­ars Braga um áfram­hald­andi stuðn­ing við aðgerð­irn­ar. Í Frétta­blað­inu á Þor­láks­messu sagði að bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, vilj­i fara sér hægt í yfir­lýs­ingar um afstöðu Íslands gagn­vart áfram­hald­andi banni.

Þá hafa hags­muna­sam­tök útgerð­ar­manna, Sam­tök félaga í sjáv­ar­út­vegi (SFS), látið mjög í sér heyra. Þann 22. des­em­ber birt­ust greinar eftir Kol­bein Árna­son, fram­kvæmda­stjóra SFS, og Hauk Þór Hauks­son, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra þeirra, í Morg­un­blað­inu ann­ars vegar og Frétta­blað­inu hins veg­ar, þar sem afstaðan var ­gagn­rýnd og sagt að stuðn­ingur Íslands í aðgerð­unum væri ein­ungis tákn­rænn. Undir væru hins vegar tug­millj­arða mark­aðir með upp­sjáv­ar­fisk. Kol­beinn end­urtók þessa afstöðu í beinni útsend­ingu í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld.

Í gær var síð­an rætt við Jens Garðar Helga­son, stjórn­ar­for­mann Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í for­síðu­frétt Morg­un­blaðs­ins. Þar segir Jens Garðar að við­skipta­bann Rússa, sem lagt var á íslenskar vör­ur ­vegna stuðn­ings okkar við við­skipta­þving­an­irn­ar, kosti þjóð­ina tólf til þrett­án millj­arða króna á árinu 2016. J­ens Garðar ræddi einnig við frétta­stofu RÚV í gær og sagði í sam­tali við hana að ummæli Gunn­ars Braga um end­ur­nýjun stuðn­ings hefði ver­ið ó­tíma­bær. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None