Rússabannið víkkað út - Mega ekki flytja út til Hvíta-Rússlands og Kasakstan

fiskvinnsla.jpg
Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækin FISK Seafood á Sauðárkróki (í eigu Kaupfélags Skagfirðinga) og Búlandstindur á Djúpavogi verða að sæta tímabundnu innflutningsbanni á vöru sem þau framleiða til landa sem tilheyra tollabandalagi Rússlands, Hvíta- Rússlands og Kasakstans. Sömu sögu er að segja af afurður af Vilhelmi Þorsteinssyni EA, fjölveiðiskipi Samherja á Akureyri og frá fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja í Þórshöfn. Bannið á þessa fjóra aðila nær nú til Hvíta-Rússlands og Kasakstan einnig ofan á það innflutningsbann til Rússlands sem lagt var á í ágúst 2015. Frá þessu er greint í DV.

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekið á aðfangadag og að hún taki gildi á fimmtudag, 7. janúar.

Rússabann lagt á í ágúst

Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti í ágúst að Ísland hefði verið bætt við á lista yfir lönd þaðan sem bannað er að flytja inn matvörur frá. Íslandi hefur þar með verið bætt á lista með Evrópusambandslöndum, Bandaríkjunum og Ástralíu en þessi lönd standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Útgerðarmenn héldu því fram að tjón Íslands vegna þessa yrði gríðarlegt og mikill þrýstingur skapaðist, bæði pólitískt og úr viðskiptalífinu, um að taka viðskiptalega hagsmuni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fram yfir þann málstað sem Ísland var að sýna samtöðu í málinu.

Auglýsing

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást hart við slíkum málflutningi og í viðtali við Sprengisand í ágúst sagði hann það óheiðarlegt hvernig sumir útgerðarmenn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Ef menn taki eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þá velti hann því óneitanlega fyrir sér hvort þeir séu bestu mennirnir til að fara með auðlindina. 

Aldrei orðið fyrir jafn miklum þrýstingi

Gunnar Bragi sagði í viðtali við DV skömmu fyrir jól að sá stuðningur hafi þegar verið endurnýjaður. Þar sagði hann einnig að málið hefði verið það erfiðasta sem hann hafi þurft að takast á við og að mikill þrýstingur hefði verið á hann, jafnt innan flokks sem utan, að taka hagsmuni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fram yfir þá hagsmuni sem hann taldi sig vera að verja með stuðningi við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. „Það er óhætt að segja að þrýstingurinn sé af ýmsum toga og úr ýmsum áttum. En það hafa engin rök verið færð fram þannig að ástæða sé til að breyta þessu. Þetta hefur verið mjög þungt og ég hef fundið að það voru alltof margir í samfélaginu sem eru reiðubúnir til að taka til fótanna þegar svona þrýstingur myndast. En þá verður maður sjálfur að setjast niður og hugsa hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt.[...]Þetta er umdeilt innan flokksins[Framsóknarflokksins)[...]Það eru vissulega aðilar innan flokksins sem hafa ekki verið hrifnir af þessu. Þeir hafa sín rök, þó ég sé ekki sammála þeim."

Pólitískur titringur

Ljóst er að titringur er á hinum pólitíska vettvangi vegna ákvörðunar Gunnars Braga um áframhaldandi stuðning við aðgerðirnar. Í Fréttablaðinu á Þorláksmessu sagði að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni.

Þá hafa hagsmunasamtök útgerðarmanna, Samtök félaga í sjávarútvegi (SFS), látið mjög í sér heyra. Þann 22. desember birtust greinar eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra SFS, og Hauk Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóra þeirra, í Morgunblaðinu annars vegar og Fréttablaðinu hins vegar, þar sem afstaðan var gagnrýnd og sagt að stuðningur Íslands í aðgerðunum væri einungis táknrænn. Undir væru hins vegar tugmilljarða markaðir með uppsjávarfisk. Kolbeinn endurtók þessa afstöðu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld.

Í gær var síðan rætt við Jens Garðar Helgason, stjórnarformann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í forsíðufrétt Morgunblaðsins. Þar segir Jens Garðar að viðskiptabann Rússa, sem lagt var á íslenskar vörur vegna stuðnings okkar við viðskiptaþvinganirnar, kosti þjóðina tólf til þrettán milljarða króna á árinu 2016. Jens Garðar ræddi einnig við fréttastofu RÚV í gær og sagði í samtali við hana að ummæli Gunnars Braga um endurnýjun stuðnings hefði verið ótímabær. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None