Eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir greiða 75 prósent allra launa

fólk - mynd rakel tómasdóttir
Auglýsing

Eitt hund­rað launa­greið­endur - stofn­anir eða fyr­ir­tæki - greiða ­meira en þrjá fjórðu hluta allra launa í land­inu á síð­asta ári. Alls eru skráð ­tekju­skatt­skyld félög á Íslandi 39.813 tals­ins. 20 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins greiddu nálægt helm­ingi alls tekju­skatts sem greiddur var á árinu 2015. Fá ­fyr­ir­tæki og stofn­anir greiða þorra þess trygg­inga­gjalds sem lagt er á laun. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kol­beins, rekstr­ar­hag­fræð­ing hjá ­Rík­is­skatt­stjóra, í des­em­ber­út­gáfu Tíundar, frétta­blaði emb­ætt­is­ins.

Hund­rað stærstu fyr­ir­tæki lands­ins greiða tæp­lega 60 ­pró­sent tekju­skatts sem greiddur var á árinu 2015. Þeir tíu aðilar sem mest var lagt á greiddu meira en fjórð­ung af álögðu trygg­ing­ar­gjaldi, eða alls 19,7 millj­arða króna.

109 millj­arðar frá fjár­mála­geir­anum í sér­staka skatta

Alls hækk­aði greiddur tekju­skattur fyr­ir­tækja um 7,8 millj­arða króna milli ára. Um þriðj­ungur þeirrar upp­hæðar kom frá­ ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Sú atvinnu­grein sem greiðir mest er fjár­mála- vá­trygg­ing­ar­geir­inn, sem greiddi alls 22,8 millj­arða króna í skatta á árin­u 2015.

Auglýsing

Fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa einnig greitt mik­ið, alls 108,8 millj­arða króna, í sér­staka skatta sem lagðir hafa verið á þau ein­vörð­ungu frá­ ár­inu 2011. Um er að ræða fimm nýja skatta sem lagðir voru á fjár­mála­fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði á tíma­bil­inu. Tæpur fjórð­ungur af skatt­tekjum vegna álagn­ing­ar á lög­að­ila í fyrra var vegna sér­stakra skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki, eða 42,6 millj­arðar króna. Það var samt sem áður minni upp­hæð en þau greiddu árið áður­, eða 9,4 millj­örðum krónum lægra. Þar munar mest um hinn svo­kall­aða banka­skatt ­sem var hækk­aður fyrir nokkru og látin ná yfir slitabú bank­anna einnig.

Morg­un­blaðið fjallar um grein Páls í blaði dags­ins. Þar er bent á að fyr­ir­tæki nýti sér í miklum mæli heim­ild skatta­laga til að flytja tap yfir á næsta ár. Það nýt­ist þá til frá­dráttar hagn­aði sem gæti skap­ast á því ári og fyr­ir­tækin þurfa ekki að greiða skatt af þeim frá­drætti. Alls var ­yf­ir­fær­an­legt tap þeirra félaga sem búið var að skila álagn­ingu fyrir í októ­ber 2015 um 7.400 millj­arðar króna. Þar af áttu þau tíu fyr­ir­tæki sem áttu mest af ­yf­ir­fær­an­legu tapi um 6.000 millj­arða króna, eða 81,2 pró­sent alls ­yf­ir­fær­an­legs taps. Yfir­fær­an­legt tap hefur þó minnkað mikið á und­an­förn­um árum, en það var um 9.000 millj­arðar króna árið 2011.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None