ASÍ segir landflótta frá Íslandi þrátt fyrir góðæri

fólk - mynd rakel tómasdóttir
Auglýsing

Þrátt fyrir bætt efna­hags­leg skil­yrði hefur brott­flutn­ing­u ­ís­lenskra rík­is­borg­ara frá Íslandi auk­ist á und­an­förnum tveimur árum. Fleiri Íslend­ing­ar flytja frá land­inu en flytja til þess. Frá árinu 1961 hafa verið átta tíma­bil þar sem brott­flutn­ingur á hverju ári hefur verið yfir með­al­tali áranna 1961 til­ 2015. Sjö þeirra tíma­bila hafa verið í tengslum við öfgar í efna­hags­líf­i ­þjóð­ar­innar á borð við brott­hvarf síld­ar­inn­ar, mikla verð­bólgu eða hátt atvinnu­leysi. Eina tíma­bilið af þessum átta sem sker sig úr er 2014 til 2015 þar sem eng­ar hefð­bundnar efna­hags­legar for­sendur eru fyrir auknum brott­flutn­ingi. Fólk flytur frá Íslandi þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang.

Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu frá Alþýðu­sam­bandi Íslands­ (A­SÍ) á brott- og aðflutn­ingi til Íslands síð­ustu rúmu 50 árin.

Auglýsing

Þróun sem á sér fá for­dæmi

Í grein­ing­unni segir að þeir brott­flutn­ing­ar ­sem fylgdu í kjöl­far hruns­ins hafi tekið enda 2013 þegar vinnu­mark­aður fór að rétta úr kútnum og störfum tók að fjölga. „Upp­gangur í ferða­þjón­ustu var þá orð­inn meg­in­drif­kraftur í fjölgun starfa, bæði með beinum hætti ásamt fjölg­un af­leiddra starfa t.d. í versl­un, veit­ing­um, hót­el­bygg­ing­um. Sú þróun hef­ur haldið áfram und­an­farin tvö ár auk þess sem efna­hags­leg skil­yrði hafa batn­að. ­Kaup­máttur hefur vax­ið, verð­bólga hefur lækkað og atvinnu­horfur eru góð­ar. Bætt efna­hags­leg skil­yrði hafa hins­vegar ekki dregið úr brott­flutn­ingi Íslend­inga, heldur þvert á móti hefur hann auk­ist und­an­far­ið.“

Í tölum ASÍ kemur hins vegar fram að hlut­irnir hafi breyst árið 2014. Þar segir að brott­fluttir íslenskir rík­is­borg­arar hafi verið 0,29 ­pró­sent umfram aðflutta sem hlut­fall af mann­fjölda frá byrjun árs 2014 og út sept­em­ber­mánuð 2015. Það er ekki ósvipað hlut­fall og brott­flutn­ingur var á fyrri brott­flutn­ings­tíma­bil­um.

Þró­un­in 2014-2015 sé hins vegar óvenju­leg og veki upp spurn­ingar „þar sem brott­flutn­ing­ur Ís­lend­inga eykst á sama tíma og vinnu­afls­eft­ir­spurn kallar á fjölgun aðfluttra er­lendra rík­is­borg­ara. Slík þróun á sér fá for­dæmi hér á land­i.“

Vantar störf fyrir menntað fólk

Að mati ASÍ er ein mögu­leg skýr­ing á land­flótta Íslend­inga aðstæð­ur á vinnu­mark­aði. Ein­hæf fjölgun starfa und­an­farin ár hafi ýtt undir mis­ræmi fram­boðs og eft­ir­spurnar vinnu­afls. „Þannig hefur fjölgun starfa und­an­farin tvö ár að mestu leyti verið drifin áfram af ­upp­gangi í mann­afls­frekum greinum á borð við ferða­þjón­ustu og tengdum störf. Þær greinar hafa hins vegar litla þörf fyrir menntað vinnu­afl t.d. iðn-, tækn­i- eða háskóla­mennt­að. Skýr merki um þessa þróun sjást í sam­setn­ingu atvinnu­lausra þar sem hlut­fall háskóla­mennt­aðra fer nú sífellt hækk­and­i.“

ASÍ segir að reynslan sýni að hag­vöxtur og jákvæð efna­hags­leg skil­yrði dragi úr búferla­flutn­ingum Íslend­inga og því sé ekki ólík­legt að sú verði raunin á næstu árum miðað við núver­and­i horfur í hag­kerf­inu. „Ef ástæða brott­flutn­inga er hins vegar lítið fram­boð verð­mætra starfa, ósam­keppn­is­hæf lífs­kjör auk skorts á fram­tíð­ar­sýn og tæki­færum þá er það veru­legt áhyggju­efn­i.“

Póli­tísk átök um tölur

Í nóv­em­ber 2015 birti Morg­un­blaðið frétt þar sem sagði að alls hafi 3.210 íslenskir rík­is­borg­arar flutt frá Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2015, eða um 1.130 fleiri en fluttu til þess. Brott­fluttir íslenskir rík­is­borg­ara umfram heim­komna hefðu ein­ungis fimm sinnum verið fleiri sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stofu Íslands, sem nær til 1961. Það voru árin 1970, 1995, 2009, 2010 og 2011. Öll þau ár komu hins vegar í kjöl­far kreppu­ára, þ.e. ára þar sem sam­dráttur ríkti í íslensku hag­kerfi. Það er ekki raunin nú, þar sem hag­vöxtur hefur verið hér­lendis frá árinu 2011. Því er ekki um kreppu­flutn­inga að ræða.

Þar var einnig rætt við Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það virð­ist eitt­hvað djúp­stæð­ara á ferð­inni og að vís­bend­ingar séu um að margt háskóla­fólk flytji úr landi. Bat­inn á vinnu­mark­aði, sem átt hefur sér stað á und­an­förnum árum, hefði ekki skilað sér til mennt­aðs fólks nema að tak­mörk­uðu leyti.

Hag­stofa Íslands brást við frétt­inni með því að birta í lok nóv­em­ber þar sem sagði að engarmark­verðar breyt­ingar hafi átt sér stað á hlut­falli íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu til og frá land­inu á mis­mun­andi ald­urs­bili árið 2015 borið saman við sam­bæri­legt hlut­fall áranna 1986 til 2014. Aukin fjöldi brott­fluttra er ekki umfram það sem telja má eðli­lega sveiflu miðað við fyrri ár. 

Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, og Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar,vís­uðu báðir til fréttar Hag­stof­unnar í stöðu­upp­færslum á Face­book í kjöl­far­ið. Jó­hannes Þór sagði að þá geti fólk „hætt að fabúlera um að ungt fólk sé að flýja rík­is­stjórn og Kaf­ka­íska" spill­ingu á Íslandi miklu meira en áður. Hag­stofan segir nefni­lega að það sé barasta ekk­ert þannig.“ 



Sagði frétt Hag­stofu stórfurðu­lega

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og fyrrum efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, bland­aði sér einnig í umræð­urnar og sagði leið­rétt­ing­una sem Hag­stofa Íslands sendi frá sér vegna fréttar Morg­un­blaðs­ins um fólks­flutn­inga frá Íslandi hafi verið „stórfurðu­leg“ og skildi ekk­ert í því af hverju Hag­stofan láti slíka frétt frá sér. Gylfi sagði tölur Hag­stof­unnar tala skýru máli. „Frá 1961 hafa brott­fluttir með íslenskt rík­is­fang verið að með­al­tali 0,18% af fólks­fjölda á hverju ári. Árið 2013 var hlut­fallið komið niður í 0,01% en hefur síðan farið ört hækk­andi. Í fyrra var það 0,23%, þ.e. meira en í með­al­ári og miðað við fyrstu þrjá árs­fjórð­unga þessa árs verður hlut­fallið 0,46% í ár - sem er tala sem áður hefur yfir­leitt bara sést í efna­hag­skrepp­um. Brott­flutn­ingur íslenskra rík­is­borg­ara í ár stefnir í að verða meiri en í krís­unni 2008 til 2012.

Kjarn­inn birti í kjöl­farið Pæl­ingu dags­ins þar sem spurt var hvort Hag­stofa Íslands hafi verið að bregð­ast við póli­tískum þrýst­ingi með frétt sinni.  Ólafur Hjálm­ars­son hag­stofu­stjóri brást við með því að skrifa aðsenda grein þar sem hann neitað því.

For­sæt­is­ráð­herra gagn­rýnir þá sem héldu brot­flutn­ingi fram

Sig­mundur Davíð gerði svo ofan­greind skoð­ana­skipti, og umræðu um þau, að umfjöll­un­ar­efni í ára­móta­grein sinni í Morg­un­blað­inu. Þar sagði hann að, eins und­ar­legt og það væri, virtist afmark­aður en hávær hópur fólks eiga erfitt með að sætta sig við góðar frétt­ir. Jákvæð þróun veki hjá hópnum gremju, hún sé litin horn­auga og tor­tryggð á allan mögu­legan hátt. Þetta sé sá hópur fólks sem getur ekki sætt sig við að jákvæðir hlutir ger­ist ef þeir ger­ast ekki í krafti hinnar einu „réttu“ hug­mynda­fræði.

Svo sagði for­sæt­is­ráð­herra: Lýsandi dæmi um þetta birt­ist fyrir fáeinum vikum þegar hópi fólks gramd­ist mjög að Hag­stofa Íslands skyldi benda á að engin mark­verð breyt­ing hefði orðið á hlut­falli íslend­inga, á mis­mun­andi ald­urs­bili, sem fluttu frá land­inu árið 2015. Raunar reynd­ist hlut­fall brott­fluttra undir 40 ára aldri lágt í sam­an­burði við liðin ár og ára­tug­i. 

Áður hafði hinu gagn­stæða verið haldið fram og mikið úr því gert. -Loks­ins var búið að finna eitt­hvað sem kall­ast gat nei­kvæð þró­un, hald­reipi í straumi jákvæðrar þró­unar sam­fé­lags­ins. Reyndar var alltaf ljóst að mun fleiri hefðu flutt til lands­ins en frá því árið 2015 en hald­reipið fólst í þeirri kenn­ingu að óvenju margir ungir íslenskir rík­is­borg­arar væru að flytja frá land­in­u. 

Þegar Hag­stofan birti svo töl­fræði sem sýndi hið rétta,­tölur sem ættu að hafa verið flestum fagn­að­ar­efni, brást nei­kvæði hóp­ur­inn hinn versti við og gengu sumir jafn­vel svo langt að ráð­ast á Hag­stof­una fyrir það eitt að birta töl­fræði­legar stað­reynd­ir. Stofn­unin var sökuð um að hafa falsað töl­urnar og það hlyti hún að hafa gert vegna póli­tísks þrýst­ings. Svo langt voru sumir til í að ganga til að verja hina nei­kvæðu heims­mynd sína að þeir voru til­búnir til að beita emb­ætt­is­menn ógn­un­um, -emb­ætt­is­menn hjá stofnun sem birtir töl­fræði. Þar skyldu menn búast við árásum ef birtar yrðu tölur sem ekki féllu að hinni dökku heims­mynd."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None