Lífeyrissjóðir fá að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis fyrstu fjóra mánuði ársins

evrur-1.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa fengið heim­ild til að fjár­festa fyrir 20 millj­arða króna erlendis fyrstu fjóra mán­uði árs­ins. Sömu aðilar fengu heim­ild í júlí síð­ast­liðnum til að fjár­festa fyrir tíu millj­arða króna erlend­is. Um er að ræða fyrstu nýfjár­fest­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða utan íslensks hag­kerfis síðan að fjár­magns­höft voru sett síðla árs 2008. 

Seðla­banki Íslands til­kynnti um hinar auknu heim­ildir í til­kynn­ingu fyrr í dag. Þar segir að „gjald­eyr­is­inn­streymi á nýliðnu ári og minni óvissa um þróun greiðslu­jafn­aðar í fram­haldi af sam­þykkt kröfu­hafa slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á frum­vörpum til nauða­samn­inga hefur skapað svig­rúm til frek­ari fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða og ann­arra vörslu­að­ila sér­eign­ar­sparn­aðar í fjár­mála­gern­ingum útgefnum í erlendum gjald­eyri. Í slíkum fjár­fest­ingum felst þjóð­hags­legur ávinn­ingur þar sem líf­eyr­is­sjóð­unum er gert mögu­legt að bæta áhættu­dreif­ingu í eigna­söfnum á sama tíma og dregið er úr upp­safn­aðri erlendri fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna þegar fjár­magns­höft verða los­uð. Þar með er dregið úr hættu á óstöð­ug­leika við losun fjár­magns­hafta.  Til lengri tíma litið hafa þessar auknu heim­ildir sjóð­anna næstu mán­uði engin áhrif á gjald­eyr­is­stöð­una því gera má ráð fyrir að gjald­eyr­is­kaup líf­eyr­is­sjóð­anna á næstu mán­uðum muni draga úr þörf þeirra til gjald­eyr­is­kaupa í fram­tíð­inni."

Fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verður skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna og ann­arra vörslu­að­ila með þeim hætti að ann­ars vegar verður horft til sam­tölu eigna sem fær 80 pró­sent vægi og hins vegar til iðgjalda að frá­dregnum líf­eyr­is­greiðslum sem fær 20% pró­sent vægi.

Auglýsing

Dropi í hafið

Líf­eyr­is­sjóð­irnir fengu fyrst und­an­þágu til að fjár­festa utan hafta í júlí síð­ast­liðn­um. Þá þáttu þeir að fá að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna. Þar sem heild­ar­eignir líf­eyr­is­kerf­is­ins íslenska eru yfir þrjú þús­und millj­arðar króna þá var ljóst að um afar litla heim­ild var að ræða þegar hún er sett í sam­hengi við stærð kerf­is­ins. Í sept­em­ber 2015, örfáum mán­uðum eftir að heim­ildin var sett inn, voru sjóð­irnir enda búnir að fjár­festa nán­ast fyrir hana alla, eða 9,4 millj­arða króna. 

Heim­ildin var með eilítið öðrum hætti þá en nú. Henni var skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna  með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Nú fá eign­ir, líkt og áður sagði, 80 pró­sent vægi en hreint inn­streymi 20 pró­sent við úthlutun heim­ilda.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None