Lífeyrissjóðir fá að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis fyrstu fjóra mánuði ársins

evrur-1.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa fengið heim­ild til að fjár­festa fyrir 20 millj­arða króna erlendis fyrstu fjóra mán­uði árs­ins. Sömu aðilar fengu heim­ild í júlí síð­ast­liðnum til að fjár­festa fyrir tíu millj­arða króna erlend­is. Um er að ræða fyrstu nýfjár­fest­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða utan íslensks hag­kerfis síðan að fjár­magns­höft voru sett síðla árs 2008. 

Seðla­banki Íslands til­kynnti um hinar auknu heim­ildir í til­kynn­ingu fyrr í dag. Þar segir að „gjald­eyr­is­inn­streymi á nýliðnu ári og minni óvissa um þróun greiðslu­jafn­aðar í fram­haldi af sam­þykkt kröfu­hafa slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á frum­vörpum til nauða­samn­inga hefur skapað svig­rúm til frek­ari fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða og ann­arra vörslu­að­ila sér­eign­ar­sparn­aðar í fjár­mála­gern­ingum útgefnum í erlendum gjald­eyri. Í slíkum fjár­fest­ingum felst þjóð­hags­legur ávinn­ingur þar sem líf­eyr­is­sjóð­unum er gert mögu­legt að bæta áhættu­dreif­ingu í eigna­söfnum á sama tíma og dregið er úr upp­safn­aðri erlendri fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna þegar fjár­magns­höft verða los­uð. Þar með er dregið úr hættu á óstöð­ug­leika við losun fjár­magns­hafta.  Til lengri tíma litið hafa þessar auknu heim­ildir sjóð­anna næstu mán­uði engin áhrif á gjald­eyr­is­stöð­una því gera má ráð fyrir að gjald­eyr­is­kaup líf­eyr­is­sjóð­anna á næstu mán­uðum muni draga úr þörf þeirra til gjald­eyr­is­kaupa í fram­tíð­inni."

Fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verður skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna og ann­arra vörslu­að­ila með þeim hætti að ann­ars vegar verður horft til sam­tölu eigna sem fær 80 pró­sent vægi og hins vegar til iðgjalda að frá­dregnum líf­eyr­is­greiðslum sem fær 20% pró­sent vægi.

Auglýsing

Dropi í hafið

Líf­eyr­is­sjóð­irnir fengu fyrst und­an­þágu til að fjár­festa utan hafta í júlí síð­ast­liðn­um. Þá þáttu þeir að fá að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna. Þar sem heild­ar­eignir líf­eyr­is­kerf­is­ins íslenska eru yfir þrjú þús­und millj­arðar króna þá var ljóst að um afar litla heim­ild var að ræða þegar hún er sett í sam­hengi við stærð kerf­is­ins. Í sept­em­ber 2015, örfáum mán­uðum eftir að heim­ildin var sett inn, voru sjóð­irnir enda búnir að fjár­festa nán­ast fyrir hana alla, eða 9,4 millj­arða króna. 

Heim­ildin var með eilítið öðrum hætti þá en nú. Henni var skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna  með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Nú fá eign­ir, líkt og áður sagði, 80 pró­sent vægi en hreint inn­streymi 20 pró­sent við úthlutun heim­ilda.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None