Lífeyrissjóðir fá að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis fyrstu fjóra mánuði ársins

evrur-1.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa fengið heim­ild til að fjár­festa fyrir 20 millj­arða króna erlendis fyrstu fjóra mán­uði árs­ins. Sömu aðilar fengu heim­ild í júlí síð­ast­liðnum til að fjár­festa fyrir tíu millj­arða króna erlend­is. Um er að ræða fyrstu nýfjár­fest­ingar íslenskra líf­eyr­is­sjóða utan íslensks hag­kerfis síðan að fjár­magns­höft voru sett síðla árs 2008. 

Seðla­banki Íslands til­kynnti um hinar auknu heim­ildir í til­kynn­ingu fyrr í dag. Þar segir að „gjald­eyr­is­inn­streymi á nýliðnu ári og minni óvissa um þróun greiðslu­jafn­aðar í fram­haldi af sam­þykkt kröfu­hafa slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á frum­vörpum til nauða­samn­inga hefur skapað svig­rúm til frek­ari fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða og ann­arra vörslu­að­ila sér­eign­ar­sparn­aðar í fjár­mála­gern­ingum útgefnum í erlendum gjald­eyri. Í slíkum fjár­fest­ingum felst þjóð­hags­legur ávinn­ingur þar sem líf­eyr­is­sjóð­unum er gert mögu­legt að bæta áhættu­dreif­ingu í eigna­söfnum á sama tíma og dregið er úr upp­safn­aðri erlendri fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna þegar fjár­magns­höft verða los­uð. Þar með er dregið úr hættu á óstöð­ug­leika við losun fjár­magns­hafta.  Til lengri tíma litið hafa þessar auknu heim­ildir sjóð­anna næstu mán­uði engin áhrif á gjald­eyr­is­stöð­una því gera má ráð fyrir að gjald­eyr­is­kaup líf­eyr­is­sjóð­anna á næstu mán­uðum muni draga úr þörf þeirra til gjald­eyr­is­kaupa í fram­tíð­inni."

Fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verður skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna og ann­arra vörslu­að­ila með þeim hætti að ann­ars vegar verður horft til sam­tölu eigna sem fær 80 pró­sent vægi og hins vegar til iðgjalda að frá­dregnum líf­eyr­is­greiðslum sem fær 20% pró­sent vægi.

Auglýsing

Dropi í hafið

Líf­eyr­is­sjóð­irnir fengu fyrst und­an­þágu til að fjár­festa utan hafta í júlí síð­ast­liðn­um. Þá þáttu þeir að fá að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna. Þar sem heild­ar­eignir líf­eyr­is­kerf­is­ins íslenska eru yfir þrjú þús­und millj­arðar króna þá var ljóst að um afar litla heim­ild var að ræða þegar hún er sett í sam­hengi við stærð kerf­is­ins. Í sept­em­ber 2015, örfáum mán­uðum eftir að heim­ildin var sett inn, voru sjóð­irnir enda búnir að fjár­festa nán­ast fyrir hana alla, eða 9,4 millj­arða króna. 

Heim­ildin var með eilítið öðrum hætti þá en nú. Henni var skipt á milli líf­eyr­is­sjóð­anna  með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Nú fá eign­ir, líkt og áður sagði, 80 pró­sent vægi en hreint inn­streymi 20 pró­sent við úthlutun heim­ilda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None