David Bowie, einn áhrifamesti tónlistarmaður heimssögunnar, er látinn 69 ára að aldri, 18 mánuðum eftir að hann var greindur með krabbamein. Greint hefur verið frá andláti hans á opinberri Facebook-síðu Bowie. Þar segir að Bowie hafi látist á friðsælan hátt umkringdur fjölskyldu sinni.
Post by davidbowie.
Auglýsing
Sonur Bowie, kvikmyndaleikstjórinn Duncan Jones, staðfesti einnig fregnirnar í færslu á Twitter.
Ferill Bowie spannaði nær hálfa öld en hann vakti fyrst heimsathygli með laginu Space Oddity árið 1969. Áætlað er að hann hafi selt um 140 milljónir platna á ferlinum. Síðast plata Bowie, Blackstar, kom út fyrr í þessum mánuði.