Svartfjallaland skrifar undir aðild að NATO - Áhyggjur af Rússum fyrirferðamiklar

Nú stendur yfir tveggja daga fundur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Skrifað var undir aðildarsamning Svartfjallalands að bandalaginu í dag. Á fundinum verður einnig rætt um samskipti við Rússa, stöðuna í Afganistan og samvinnu við ESB.

 Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Auglýsing

Í dag skrifuðu fulltrúar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) undir aðildarsamning Svartfjallalands að bandalaginu. Skrifað var undir aðildarsamninginn í höfuðstöðvum NATO í Brussel, þar sem fundur utanríkisráðherra NATO-aðildarríkja stendur yfir. Búist er við því að það taki allt að 18 mánuði fyrir aðildarríkin að staðfesta aðild Svartfjallalands en að því loknu verður landið 29. aðildarríki NATO. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi sem haldin var fyrr í dag vegna undirskriftarinnar, að Svartfjallaland fái strax sæti við borðið sem áheyrnarfulltrúi innan bandalagsins og geti tekið þátt í að móta stefnu NATO. Hann sagði einnig að aðild Svartfjallalands, sem NATO bauð í desember síðastliðnum, sýni að bandalagið standi nýjum aðildarríkjum opið þótt ferlið sé vissulega flókið.

Rússar hefur gagnrýnt aðild Svartfjallalands harkalega og yfirvöld í Moskvu hafa sagt að þetta sé enn eitt dæmið um að NATO sé að beita sér gegn strategískum hagsmunum Rússlands. Fjöldi ríkja í Austur-Evrópu hefur gengið í NATO á undanförnum áratugum eftir að Kalda stríðinu lauk. Svartfjallaland verður þriðja ríkið frá gömlu Júgóslavíu til að ganga í bandalagið, en Slóvenía og Króatía eru þegar með aðild.

Auglýsing

Undirbúningur fyrir leiðtogafundinn í Varsjá

Undirskrift aðildar Svartfjallalands er nokkurs konar hápunktur fundar utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem nú stendur yfir í Brussel. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra situr fundinn sem nú stendur yfir fyrir hönd Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem hún situr utanríkisráðherrafund NATO-ríkjanna en hún tók við embætti í apríl.

Fundurinn er næst síðasti ráðherrafundurinn sem haldinn verður áður en að næsti leiðtogafundur bandalagsins fer fram eftir 50 daga, en hann mun fara fram í Varsjá, höfuðborg Póllands. Áður en kemur að að leiðtogafundinum munu varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna hittast í næsta mánuði og reka smiðshöggið á undirbúning leiðtogafundarins.

Þunginn á samskiptum við Rússa

Það er þó fleira á dagskrá fundarins en aðild Svartfjallalands. Ráðherrarnir munu einnig ræða hvernig NATO geti unnið að því að koma á stöðugleika utan landamæra bandalagsins, um samskipti þess við Rússa, hvernig eigi að haga áframhaldandi veru NATO í Afganistan fram yfir árið 2016 og hvernig bandalagið geti aukið samvinnu sína við Evrópusambandið (ESB).

Það fer þó ekki framhjá neinum sem staddur er í höfuðstöðvum NATO að meginþunginn í starfsemi bandalagsins í dag snýr að samskiptum við Rússa. Þau hafa verið fyrirferðamikil á dagskrá þess allt frá því að Rússland réðst inn í Úkraínu og innlimaði Krímskagann vorið 2014. 

Þau samskipti hafa ekki verið stirðari frá því að Kalda stríðinu lauk og NATO hefur verið með stóraukinn viðbúnað á Austur-landamærum sínum í á annað ár vegna tilburða Rússa í Úkraínu og víðar á áhrifasvæðum ríkisins. 

Eftir fund með varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna í desember 2014, þar sem aðgerðir Rússa voru fordæmdar harkalega og NATO-ríkin ákváðu hvernig bregðast ætti við þeim, sagði Stoltenberg að bandalagið vildi alls ekki nýtt kalt stríð. Það gæti hins vegar ekki horft aðgerðarlaust á þegar friði í Evrópu væri ógnað með aðgerðum Rússa.

Þótt yfirlýsingar bæði Stoltenberg og þeirra ráðherra sem sitja fundinn í Brussel nú séu ekki jafn afdráttarlausar og harðar og þær voru fyrir einu og hálfu ári síðan þá er ljóst áhyggjurnar vegna athafna Rússa hafa síst minnkað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None