Svartfjallaland skrifar undir aðild að NATO - Áhyggjur af Rússum fyrirferðamiklar

Nú stendur yfir tveggja daga fundur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Skrifað var undir aðildarsamning Svartfjallalands að bandalaginu í dag. Á fundinum verður einnig rætt um samskipti við Rússa, stöðuna í Afganistan og samvinnu við ESB.

 Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Auglýsing

Í dag skrif­uðu full­trúar allra aðild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) undir aðild­ar­samn­ing Svart­fjalla­lands að ­banda­lag­inu. Skrifað var undir aðild­ar­samn­ing­inn í höf­uð­stöðvum NATO í Brus­sel, þar sem fund­ur ut­an­rík­is­ráð­herra NATO-að­ild­ar­ríkja stendur yfir. Búist er við því að það taki allt að 18 mán­uði fyrir aðild­ar­ríkin að stað­festa aðild Svart­fjalla­lands en að því loknu verður landið 29. aðild­ar­ríki NATO. 

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði á blaða­manna­fundi sem haldin var fyrr í dag vegna und­ir­skrift­ar­inn­ar, að Svart­fjalla­land fái strax sæti við borðið sem áheyrn­ar­full­trúi inn­an­ ­banda­lags­ins og geti tekið þátt í að móta stefnu NATO. Hann sagði einnig að að­ild Svart­fjalla­lands, sem NATO bauð í des­em­ber síð­ast­liðn­um, sýni að ­banda­lagið standi nýjum aðild­ar­ríkjum opið þótt ferlið sé vissu­lega flók­ið.

Rússar hefur gagn­rýnt aðild Svart­fjalla­lands harka­lega og ­yf­ir­völd í Moskvu hafa sagt að þetta sé enn eitt dæmið um að NATO sé að beita ­sér gegn stra­tegískum hags­munum Rúss­lands. Fjöldi ríkja í Aust­ur-­Evr­ópu hef­ur ­gengið í NATO á und­an­förnum ára­tugum eftir að Kalda stríð­inu lauk. Svart­fjalla­land verður þriðja ríkið frá gömlu Júgóslavíu til að ganga í banda­lag­ið, en Sló­ven­í­a og Króa­tía eru þegar með aðild.

Auglýsing

Und­ir­bún­ingur fyrir leið­toga­fund­inn í Var­sjá

Und­ir­skrift aðildar Svart­fjalla­lands er nokk­urs kon­ar há­punktur fundar utan­rík­is­ráð­herra aðild­ar­ríkja NATO sem nú stendur yfir í Brus­sel. Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra situr fund­inn sem nú stendur yfir­ ­fyrir hönd Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem hún situr utan­rík­is­ráð­herra­fund NATO-­ríkj­anna en hún tók við emb­ætti í apr­íl.

Fund­ur­inn er næst ­síð­asti ráð­herra­fund­ur­inn sem hald­inn verður áður en að næsti leið­toga­fundur banda­lags­ins ­fer fram eftir 50 daga, en hann mun fara fram í Var­sjá, höf­uð­borg Pól­lands. Áður en kemur að að leið­toga­fund­inum munu varn­ar­mála­ráð­herr­ar NATO-­ríkj­anna hitt­ast í næsta mán­uði og reka smiðs­höggið á und­ir­bún­ing ­leið­toga­fund­ar­ins.

Þung­inn á sam­skiptum við Rússa

Það er þó fleira á dag­skrá fund­ar­ins en aðild Svart­fjalla­lands. Ráð­herr­arnir munu einnig ræða hvernig NATO geti unnið að því að koma á stöð­ug­leika utan landamæra banda­lags­ins, um sam­skipti þess við Rússa, hvern­ig eigi að haga áfram­hald­andi veru NATO í Afganistan fram yfir árið 2016 og hvernig banda­lagið geti aukið sam­vinnu sína við Evr­ópu­sam­bandið (ES­B).

Það fer þó ekki fram­hjá neinum sem staddur er í höf­uð­stöðvum NATO að ­meg­in­þung­inn í starf­semi banda­lags­ins í dag snýr að sam­skiptum við Rússa. Þau hafa verið fyr­ir­ferða­mikil á dag­skrá þess allt frá því að Rúss­land réðst inn í Úkra­ínu og inn­lim­aði Krím­skag­ann vorið 2014. 

Þau ­sam­skipti hafa ekki verið stirð­ari frá því að Kalda stríð­inu lauk og NATO hef­ur verið með stór­auk­inn við­búnað á Aust­ur-landa­mærum sínum í á annað ár vegna til­burða Rússa í Úkra­ínu og víðar á áhrifa­svæðum rík­is­ins. 

Eftir fund með­ varn­ar­mála­ráð­herrum NATO-­ríkj­anna í des­em­ber 2014, þar sem aðgerðir Rússa vor­u ­for­dæmdar harka­lega og NATO-­ríkin ákváðu hvernig bregð­ast ætti við þeim, sagð­i Stol­ten­berg að banda­lagið vildi alls ekki nýtt kalt stríð. Það gæti hins veg­ar ekki horft aðgerð­ar­laust á þegar friði í Evr­ópu væri ógnað með aðgerðum Rússa.

Þótt yfir­lýs­ingar bæði Stol­ten­berg og þeirra ráð­herra sem sitja fund­inn í Brus­sel nú séu ekki jafn afdrátt­ar­lausar og harðar og þær voru fyrir einu og hálfu ári síðan þá er ljóst áhyggj­urnar vegna athafna Rússa hafa síst minnk­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None