Svartfjallaland skrifar undir aðild að NATO - Áhyggjur af Rússum fyrirferðamiklar

Nú stendur yfir tveggja daga fundur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Skrifað var undir aðildarsamning Svartfjallalands að bandalaginu í dag. Á fundinum verður einnig rætt um samskipti við Rússa, stöðuna í Afganistan og samvinnu við ESB.

 Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Milo Dukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunina í dag.
Auglýsing

Í dag skrif­uðu full­trúar allra aðild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) undir aðild­ar­samn­ing Svart­fjalla­lands að ­banda­lag­inu. Skrifað var undir aðild­ar­samn­ing­inn í höf­uð­stöðvum NATO í Brus­sel, þar sem fund­ur ut­an­rík­is­ráð­herra NATO-að­ild­ar­ríkja stendur yfir. Búist er við því að það taki allt að 18 mán­uði fyrir aðild­ar­ríkin að stað­festa aðild Svart­fjalla­lands en að því loknu verður landið 29. aðild­ar­ríki NATO. 

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði á blaða­manna­fundi sem haldin var fyrr í dag vegna und­ir­skrift­ar­inn­ar, að Svart­fjalla­land fái strax sæti við borðið sem áheyrn­ar­full­trúi inn­an­ ­banda­lags­ins og geti tekið þátt í að móta stefnu NATO. Hann sagði einnig að að­ild Svart­fjalla­lands, sem NATO bauð í des­em­ber síð­ast­liðn­um, sýni að ­banda­lagið standi nýjum aðild­ar­ríkjum opið þótt ferlið sé vissu­lega flók­ið.

Rússar hefur gagn­rýnt aðild Svart­fjalla­lands harka­lega og ­yf­ir­völd í Moskvu hafa sagt að þetta sé enn eitt dæmið um að NATO sé að beita ­sér gegn stra­tegískum hags­munum Rúss­lands. Fjöldi ríkja í Aust­ur-­Evr­ópu hef­ur ­gengið í NATO á und­an­förnum ára­tugum eftir að Kalda stríð­inu lauk. Svart­fjalla­land verður þriðja ríkið frá gömlu Júgóslavíu til að ganga í banda­lag­ið, en Sló­ven­í­a og Króa­tía eru þegar með aðild.

Auglýsing

Und­ir­bún­ingur fyrir leið­toga­fund­inn í Var­sjá

Und­ir­skrift aðildar Svart­fjalla­lands er nokk­urs kon­ar há­punktur fundar utan­rík­is­ráð­herra aðild­ar­ríkja NATO sem nú stendur yfir í Brus­sel. Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra situr fund­inn sem nú stendur yfir­ ­fyrir hönd Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem hún situr utan­rík­is­ráð­herra­fund NATO-­ríkj­anna en hún tók við emb­ætti í apr­íl.

Fund­ur­inn er næst ­síð­asti ráð­herra­fund­ur­inn sem hald­inn verður áður en að næsti leið­toga­fundur banda­lags­ins ­fer fram eftir 50 daga, en hann mun fara fram í Var­sjá, höf­uð­borg Pól­lands. Áður en kemur að að leið­toga­fund­inum munu varn­ar­mála­ráð­herr­ar NATO-­ríkj­anna hitt­ast í næsta mán­uði og reka smiðs­höggið á und­ir­bún­ing ­leið­toga­fund­ar­ins.

Þung­inn á sam­skiptum við Rússa

Það er þó fleira á dag­skrá fund­ar­ins en aðild Svart­fjalla­lands. Ráð­herr­arnir munu einnig ræða hvernig NATO geti unnið að því að koma á stöð­ug­leika utan landamæra banda­lags­ins, um sam­skipti þess við Rússa, hvern­ig eigi að haga áfram­hald­andi veru NATO í Afganistan fram yfir árið 2016 og hvernig banda­lagið geti aukið sam­vinnu sína við Evr­ópu­sam­bandið (ES­B).

Það fer þó ekki fram­hjá neinum sem staddur er í höf­uð­stöðvum NATO að ­meg­in­þung­inn í starf­semi banda­lags­ins í dag snýr að sam­skiptum við Rússa. Þau hafa verið fyr­ir­ferða­mikil á dag­skrá þess allt frá því að Rúss­land réðst inn í Úkra­ínu og inn­lim­aði Krím­skag­ann vorið 2014. 

Þau ­sam­skipti hafa ekki verið stirð­ari frá því að Kalda stríð­inu lauk og NATO hef­ur verið með stór­auk­inn við­búnað á Aust­ur-landa­mærum sínum í á annað ár vegna til­burða Rússa í Úkra­ínu og víðar á áhrifa­svæðum rík­is­ins. 

Eftir fund með­ varn­ar­mála­ráð­herrum NATO-­ríkj­anna í des­em­ber 2014, þar sem aðgerðir Rússa vor­u ­for­dæmdar harka­lega og NATO-­ríkin ákváðu hvernig bregð­ast ætti við þeim, sagð­i Stol­ten­berg að banda­lagið vildi alls ekki nýtt kalt stríð. Það gæti hins veg­ar ekki horft aðgerð­ar­laust á þegar friði í Evr­ópu væri ógnað með aðgerðum Rússa.

Þótt yfir­lýs­ingar bæði Stol­ten­berg og þeirra ráð­herra sem sitja fund­inn í Brus­sel nú séu ekki jafn afdrátt­ar­lausar og harðar og þær voru fyrir einu og hálfu ári síðan þá er ljóst áhyggj­urnar vegna athafna Rússa hafa síst minnk­að.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None