Erlendir fagfjárfestar gætu haft áhuga á íslensku bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Í sam­tölum Banka­sýslu rík­is­ins við alþjóð­lega við­ur­kennda fjár­fest­inga­banka hefur komið fram að erlendir fag­fjár­festar geti haft áhuga á þátt­töku í almennu útboði á hluta­bréfum í íslenskum við­skipta­bönk­um. Þá ligg­i ­fyrir að alþjóð­legir skulda­bréfa­fjár­festar hafi fjár­fest í skulda­bréfum Arion ­banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir um 700 millj­ónir evra, tæp­lega 100 millj­arða króna á núver­andi geng­i,á síð­asta ári. Banka­sýslan segir að það sýni „að ­bank­arnir hafi aflað sér ákveð­ins trausts á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins um fyr­ir­hug­aða ­sölu­með­ferð á allt að 28,2 pró­sent hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum sem birt var á föstu­dag. Þar segir að Banka­sýslan telji að þau skil­yrði sem stofn­unin setur fyrir því að hefja sölu­ferli á eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum séu til stað­ar. Á næst­unni muni hún óska eftir yfir­lýs­ingum um áhuga af hálfu aðila sem vilja starfa með stofn­un­inni sem ráð­gjafar í fyr­ir­hug­uðu sölu­ferli. Ef Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tekur ákvörðun um að hefja sölu­ferlið vorið 2016 býst Banka­sýslan við því að hægt verði að ljúka sölu á allt að 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á síð­ari hluta árs­ins. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að ólík­legt sé að hlut­ur­inn í Lands­bank­anum sem fyr­ir­hugað er að selja fyrir lok þessa árs verði seldur til erlends fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Því er ljóst að áhugi erlendra aðila bein­ist annað hvort að hinum við­skipta­bönk­un­um, Arion banka og Íslands­banka, eða fram­tíð­ar­sölu á stærri hlut í Lands­bank­an­um.

Auglýsing

Fund­uðu með inn­lendum fag­fjár­festum

Í stöðu­skýrsl­unni segir að Banka­sýslan hafi átt fundi með­ inn­lendum fag­fjár­festum dag­anna 30. sept­em­ber til 13. októ­ber 2015. Á þeim fundi hafi komið fram nokkur álita­efni um það hvernig ríkið muni haga ­eign­ar­haldi sínu á Lands­bank­anum til fram­búðar og hvernig vænt­an­legum kaup­end­um verði tryggður ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leiki varð­andi þróun á fram­tíð­ar­eign­ar­hald­i ­bank­ans. „Þessi álita­efni voru í fyrsta lagi hvernig frek­ari sölu á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum verði hátt­að, í öðru lagi hvernig rík­is­sjóður muni beita sér­ ­sem hlut­hafi í bank­anum eftir að aðrir eig­endur eru komnir að honum og í þriðja lagi hversu stóran eign­ar­hlut í Lands­bank­anum er fyr­ir­sjá­an­legt að rík­is­sjóð­ur­ vilji halda á til fram­búð­ar. Þrátt fyrir að þessum athuga­semdum hafi verið á komið á fram­færi við stofn­un­ina af hálfu inn­lendra fjár­festa er lík­legt að er­lendir fjár­festar myndu sömu­leiðis vilja afar skýra sýn af hálfu stjórn­valda um þessa þætti áður en þeir réð­ust í nokkrar fjár­fest­ing­ar. Banka­sýsla rík­is­ins er ekki í stöðu til þess að svara þessum spurn­ingum þar sem end­an­leg­t á­kvörð­un­ar­vald um frek­ari sölu, lagaum­gjörð um með­ferð og sölu eign­ar­hluta ­rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og eig­enda­stefnu þess liggur hjá ráð­herra og Al­þing­i.“

Allar þær leiðir sem Banka­sýslan leggur til varð­andi sölu á hlut í Lands­bank­anum gera ráð fyrir því að hlutir í bank­anum verði um síð­ir ­skráðir í skipu­legan verð­bréfa­mark­að. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None