Erlendir fagfjárfestar gætu haft áhuga á íslensku bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Í samtölum Bankasýslu ríkisins við alþjóðlega viðurkennda fjárfestingabanka hefur komið fram að erlendir fagfjárfestar geti haft áhuga á þátttöku í almennu útboði á hlutabréfum í íslenskum viðskiptabönkum. Þá liggi fyrir að alþjóðlegir skuldabréfafjárfestar hafi fjárfest í skuldabréfum Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans fyrir um 700 milljónir evra, tæplega 100 milljarða króna á núverandi gengi,á síðasta ári. Bankasýslan segir að það sýni „að bankarnir hafi aflað sér ákveðins trausts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.“

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Bankasýslu ríkisins um fyrirhugaða sölumeðferð á allt að 28,2 prósent hlut ríkisins í Landsbankanum sem birt var á föstudag. Þar segir að Bankasýslan telji að þau skilyrði sem stofnunin setur fyrir því að hefja söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum séu til staðar. Á næstunni muni hún óska eftir yfirlýsingum um áhuga af hálfu aðila sem vilja starfa með stofnuninni sem ráðgjafar í fyrirhuguðu söluferli. Ef Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur ákvörðun um að hefja söluferlið vorið 2016 býst Bankasýslan við því að hægt verði að ljúka sölu á allt að 28,2 prósent hlut í Landsbankanum á síðari hluta ársins. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að ólíklegt sé að hluturinn í Landsbankanum sem fyrirhugað er að selja fyrir lok þessa árs verði seldur til erlends fjármálafyrirtækis. Því er ljóst að áhugi erlendra aðila beinist annað hvort að hinum viðskiptabönkunum, Arion banka og Íslandsbanka, eða framtíðarsölu á stærri hlut í Landsbankanum.

Auglýsing

Funduðu með innlendum fagfjárfestum

Í stöðuskýrslunni segir að Bankasýslan hafi átt fundi með innlendum fagfjárfestum daganna 30. september til 13. október 2015. Á þeim fundi hafi komið fram nokkur álitaefni um það hvernig ríkið muni haga eignarhaldi sínu á Landsbankanum til frambúðar og hvernig væntanlegum kaupendum verði tryggður ákveðinn fyrirsjáanleiki varðandi þróun á framtíðareignarhaldi bankans. „Þessi álitaefni voru í fyrsta lagi hvernig frekari sölu á eignarhlut í Landsbankanum verði háttað, í öðru lagi hvernig ríkissjóður muni beita sér sem hluthafi í bankanum eftir að aðrir eigendur eru komnir að honum og í þriðja lagi hversu stóran eignarhlut í Landsbankanum er fyrirsjáanlegt að ríkissjóður vilji halda á til frambúðar. Þrátt fyrir að þessum athugasemdum hafi verið á komið á framfæri við stofnunina af hálfu innlendra fjárfesta er líklegt að erlendir fjárfestar myndu sömuleiðis vilja afar skýra sýn af hálfu stjórnvalda um þessa þætti áður en þeir réðust í nokkrar fjárfestingar. Bankasýsla ríkisins er ekki í stöðu til þess að svara þessum spurningum þar sem endanlegt ákvörðunarvald um frekari sölu, lagaumgjörð um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og eigendastefnu þess liggur hjá ráðherra og Alþingi.“

Allar þær leiðir sem Bankasýslan leggur til varðandi sölu á hlut í Landsbankanum gera ráð fyrir því að hlutir í bankanum verði um síðir skráðir í skipulegan verðbréfamarkað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None