Erlendir fagfjárfestar gætu haft áhuga á íslensku bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Í sam­tölum Banka­sýslu rík­is­ins við alþjóð­lega við­ur­kennda fjár­fest­inga­banka hefur komið fram að erlendir fag­fjár­festar geti haft áhuga á þátt­töku í almennu útboði á hluta­bréfum í íslenskum við­skipta­bönk­um. Þá ligg­i ­fyrir að alþjóð­legir skulda­bréfa­fjár­festar hafi fjár­fest í skulda­bréfum Arion ­banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir um 700 millj­ónir evra, tæp­lega 100 millj­arða króna á núver­andi geng­i,á síð­asta ári. Banka­sýslan segir að það sýni „að ­bank­arnir hafi aflað sér ákveð­ins trausts á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins um fyr­ir­hug­aða ­sölu­með­ferð á allt að 28,2 pró­sent hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum sem birt var á föstu­dag. Þar segir að Banka­sýslan telji að þau skil­yrði sem stofn­unin setur fyrir því að hefja sölu­ferli á eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum séu til stað­ar. Á næst­unni muni hún óska eftir yfir­lýs­ingum um áhuga af hálfu aðila sem vilja starfa með stofn­un­inni sem ráð­gjafar í fyr­ir­hug­uðu sölu­ferli. Ef Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tekur ákvörðun um að hefja sölu­ferlið vorið 2016 býst Banka­sýslan við því að hægt verði að ljúka sölu á allt að 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á síð­ari hluta árs­ins. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að ólík­legt sé að hlut­ur­inn í Lands­bank­anum sem fyr­ir­hugað er að selja fyrir lok þessa árs verði seldur til erlends fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Því er ljóst að áhugi erlendra aðila bein­ist annað hvort að hinum við­skipta­bönk­un­um, Arion banka og Íslands­banka, eða fram­tíð­ar­sölu á stærri hlut í Lands­bank­an­um.

Auglýsing

Fund­uðu með inn­lendum fag­fjár­festum

Í stöðu­skýrsl­unni segir að Banka­sýslan hafi átt fundi með­ inn­lendum fag­fjár­festum dag­anna 30. sept­em­ber til 13. októ­ber 2015. Á þeim fundi hafi komið fram nokkur álita­efni um það hvernig ríkið muni haga ­eign­ar­haldi sínu á Lands­bank­anum til fram­búðar og hvernig vænt­an­legum kaup­end­um verði tryggður ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leiki varð­andi þróun á fram­tíð­ar­eign­ar­hald­i ­bank­ans. „Þessi álita­efni voru í fyrsta lagi hvernig frek­ari sölu á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum verði hátt­að, í öðru lagi hvernig rík­is­sjóður muni beita sér­ ­sem hlut­hafi í bank­anum eftir að aðrir eig­endur eru komnir að honum og í þriðja lagi hversu stóran eign­ar­hlut í Lands­bank­anum er fyr­ir­sjá­an­legt að rík­is­sjóð­ur­ vilji halda á til fram­búð­ar. Þrátt fyrir að þessum athuga­semdum hafi verið á komið á fram­færi við stofn­un­ina af hálfu inn­lendra fjár­festa er lík­legt að er­lendir fjár­festar myndu sömu­leiðis vilja afar skýra sýn af hálfu stjórn­valda um þessa þætti áður en þeir réð­ust í nokkrar fjár­fest­ing­ar. Banka­sýsla rík­is­ins er ekki í stöðu til þess að svara þessum spurn­ingum þar sem end­an­leg­t á­kvörð­un­ar­vald um frek­ari sölu, lagaum­gjörð um með­ferð og sölu eign­ar­hluta ­rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og eig­enda­stefnu þess liggur hjá ráð­herra og Al­þing­i.“

Allar þær leiðir sem Banka­sýslan leggur til varð­andi sölu á hlut í Lands­bank­anum gera ráð fyrir því að hlutir í bank­anum verði um síð­ir ­skráðir í skipu­legan verð­bréfa­mark­að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None