Erlendir fagfjárfestar gætu haft áhuga á íslensku bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Í sam­tölum Banka­sýslu rík­is­ins við alþjóð­lega við­ur­kennda fjár­fest­inga­banka hefur komið fram að erlendir fag­fjár­festar geti haft áhuga á þátt­töku í almennu útboði á hluta­bréfum í íslenskum við­skipta­bönk­um. Þá ligg­i ­fyrir að alþjóð­legir skulda­bréfa­fjár­festar hafi fjár­fest í skulda­bréfum Arion ­banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir um 700 millj­ónir evra, tæp­lega 100 millj­arða króna á núver­andi geng­i,á síð­asta ári. Banka­sýslan segir að það sýni „að ­bank­arnir hafi aflað sér ákveð­ins trausts á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins um fyr­ir­hug­aða ­sölu­með­ferð á allt að 28,2 pró­sent hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum sem birt var á föstu­dag. Þar segir að Banka­sýslan telji að þau skil­yrði sem stofn­unin setur fyrir því að hefja sölu­ferli á eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum séu til stað­ar. Á næst­unni muni hún óska eftir yfir­lýs­ingum um áhuga af hálfu aðila sem vilja starfa með stofn­un­inni sem ráð­gjafar í fyr­ir­hug­uðu sölu­ferli. Ef Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tekur ákvörðun um að hefja sölu­ferlið vorið 2016 býst Banka­sýslan við því að hægt verði að ljúka sölu á allt að 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á síð­ari hluta árs­ins. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að ólík­legt sé að hlut­ur­inn í Lands­bank­anum sem fyr­ir­hugað er að selja fyrir lok þessa árs verði seldur til erlends fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Því er ljóst að áhugi erlendra aðila bein­ist annað hvort að hinum við­skipta­bönk­un­um, Arion banka og Íslands­banka, eða fram­tíð­ar­sölu á stærri hlut í Lands­bank­an­um.

Auglýsing

Fund­uðu með inn­lendum fag­fjár­festum

Í stöðu­skýrsl­unni segir að Banka­sýslan hafi átt fundi með­ inn­lendum fag­fjár­festum dag­anna 30. sept­em­ber til 13. októ­ber 2015. Á þeim fundi hafi komið fram nokkur álita­efni um það hvernig ríkið muni haga ­eign­ar­haldi sínu á Lands­bank­anum til fram­búðar og hvernig vænt­an­legum kaup­end­um verði tryggður ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leiki varð­andi þróun á fram­tíð­ar­eign­ar­hald­i ­bank­ans. „Þessi álita­efni voru í fyrsta lagi hvernig frek­ari sölu á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum verði hátt­að, í öðru lagi hvernig rík­is­sjóður muni beita sér­ ­sem hlut­hafi í bank­anum eftir að aðrir eig­endur eru komnir að honum og í þriðja lagi hversu stóran eign­ar­hlut í Lands­bank­anum er fyr­ir­sjá­an­legt að rík­is­sjóð­ur­ vilji halda á til fram­búð­ar. Þrátt fyrir að þessum athuga­semdum hafi verið á komið á fram­færi við stofn­un­ina af hálfu inn­lendra fjár­festa er lík­legt að er­lendir fjár­festar myndu sömu­leiðis vilja afar skýra sýn af hálfu stjórn­valda um þessa þætti áður en þeir réð­ust í nokkrar fjár­fest­ing­ar. Banka­sýsla rík­is­ins er ekki í stöðu til þess að svara þessum spurn­ingum þar sem end­an­leg­t á­kvörð­un­ar­vald um frek­ari sölu, lagaum­gjörð um með­ferð og sölu eign­ar­hluta ­rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og eig­enda­stefnu þess liggur hjá ráð­herra og Al­þing­i.“

Allar þær leiðir sem Banka­sýslan leggur til varð­andi sölu á hlut í Lands­bank­anum gera ráð fyrir því að hlutir í bank­anum verði um síð­ir ­skráðir í skipu­legan verð­bréfa­mark­að. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None