Erlendir fagfjárfestar gætu haft áhuga á íslensku bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Í sam­tölum Banka­sýslu rík­is­ins við alþjóð­lega við­ur­kennda fjár­fest­inga­banka hefur komið fram að erlendir fag­fjár­festar geti haft áhuga á þátt­töku í almennu útboði á hluta­bréfum í íslenskum við­skipta­bönk­um. Þá ligg­i ­fyrir að alþjóð­legir skulda­bréfa­fjár­festar hafi fjár­fest í skulda­bréfum Arion ­banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir um 700 millj­ónir evra, tæp­lega 100 millj­arða króna á núver­andi geng­i,á síð­asta ári. Banka­sýslan segir að það sýni „að ­bank­arnir hafi aflað sér ákveð­ins trausts á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins um fyr­ir­hug­aða ­sölu­með­ferð á allt að 28,2 pró­sent hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum sem birt var á föstu­dag. Þar segir að Banka­sýslan telji að þau skil­yrði sem stofn­unin setur fyrir því að hefja sölu­ferli á eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum séu til stað­ar. Á næst­unni muni hún óska eftir yfir­lýs­ingum um áhuga af hálfu aðila sem vilja starfa með stofn­un­inni sem ráð­gjafar í fyr­ir­hug­uðu sölu­ferli. Ef Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tekur ákvörðun um að hefja sölu­ferlið vorið 2016 býst Banka­sýslan við því að hægt verði að ljúka sölu á allt að 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á síð­ari hluta árs­ins. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að ólík­legt sé að hlut­ur­inn í Lands­bank­anum sem fyr­ir­hugað er að selja fyrir lok þessa árs verði seldur til erlends fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Því er ljóst að áhugi erlendra aðila bein­ist annað hvort að hinum við­skipta­bönk­un­um, Arion banka og Íslands­banka, eða fram­tíð­ar­sölu á stærri hlut í Lands­bank­an­um.

Auglýsing

Fund­uðu með inn­lendum fag­fjár­festum

Í stöðu­skýrsl­unni segir að Banka­sýslan hafi átt fundi með­ inn­lendum fag­fjár­festum dag­anna 30. sept­em­ber til 13. októ­ber 2015. Á þeim fundi hafi komið fram nokkur álita­efni um það hvernig ríkið muni haga ­eign­ar­haldi sínu á Lands­bank­anum til fram­búðar og hvernig vænt­an­legum kaup­end­um verði tryggður ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leiki varð­andi þróun á fram­tíð­ar­eign­ar­hald­i ­bank­ans. „Þessi álita­efni voru í fyrsta lagi hvernig frek­ari sölu á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum verði hátt­að, í öðru lagi hvernig rík­is­sjóður muni beita sér­ ­sem hlut­hafi í bank­anum eftir að aðrir eig­endur eru komnir að honum og í þriðja lagi hversu stóran eign­ar­hlut í Lands­bank­anum er fyr­ir­sjá­an­legt að rík­is­sjóð­ur­ vilji halda á til fram­búð­ar. Þrátt fyrir að þessum athuga­semdum hafi verið á komið á fram­færi við stofn­un­ina af hálfu inn­lendra fjár­festa er lík­legt að er­lendir fjár­festar myndu sömu­leiðis vilja afar skýra sýn af hálfu stjórn­valda um þessa þætti áður en þeir réð­ust í nokkrar fjár­fest­ing­ar. Banka­sýsla rík­is­ins er ekki í stöðu til þess að svara þessum spurn­ingum þar sem end­an­leg­t á­kvörð­un­ar­vald um frek­ari sölu, lagaum­gjörð um með­ferð og sölu eign­ar­hluta ­rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og eig­enda­stefnu þess liggur hjá ráð­herra og Al­þing­i.“

Allar þær leiðir sem Banka­sýslan leggur til varð­andi sölu á hlut í Lands­bank­anum gera ráð fyrir því að hlutir í bank­anum verði um síð­ir ­skráðir í skipu­legan verð­bréfa­mark­að. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None