Landsbankinn gæti greitt 63,3 milljarða króna í arð

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn gæti greitt núver­andi eig­endum sín­um, sem að ­stærstu leyti er íslenska rík­ið, 63,3 millj­arða króna í arð­greiðsl­ur. Svig­rúm til argreiðslu í pen­ingum eða til kaupa á eigin bréfum er nú þegar 18,9 millj­arðar króna ef sú greiðsla færi fram með lausu fé eða rík­is­skulda­bréf­um. Ef bank­inn fjár­magn­aði slíkar útgreiðslur með öðrum hætti, eins og sölu eigna eða útgáfu skulda­bréfa, gæti svig­rúmið numið 63,3 millj­örðum króna. 

Þetta kem­ur fram í nýrri stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins þar sem fjallað er um fyr­ir­hug­að ­sölu­ferli á 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Sam­kvæmt mati Banka­sýsl­unnar eru öll skil­yrði til  staðar til að hefja ­sölu­ferlið og ætti því að ljúka á síð­ari hluta þessa árs.

Auglýsing

Þess má geta að grein­ing Banka­sýsl­unnar á svig­rúmi Lands­bank­ans til að greiða út arð tekur ekki til­lit til nýrr­ar end­ur­fjár­mögn­unar Lands­bank­ans, til mögu­legra áhrifa nauða­samn­ings gamla Lands­bank­ans á bank­ann og nýlegra breyt­inga á bindi­skyldu Seðla­banka Íslands.

Ríkið fengið 53,1 millj­arð í arð

Rík­ið, sem á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, hefur þeg­ar ­fengið 53,1 millj­arða króna í arð­greiðslu frá Lands­bank­anum frá því að hann hóf ­fyrst að greiða arð árið 2014. Ríkið hefur því þegar end­ur­heimt 43,5 pró­sent þeirra 122 millj­arða króna sem það lagði bank­anum upp­runa­lega til í fjár­fram­lag við stofn­un.

Alls hafa arð­greiðslur numið 54,2 millj­örðum króna. Það sem út af stendur hefur runnið til ann­arra eig­enda Lands­bank­ans. Fyrrum og núver­andi starfs­menn Lands­bank­ans eiga 0,78 pró­sent hlut í Lands­bank­anum sem þeir­fengu afhenta í sam­ræmi við samn­ing LBI hf., fjár­mála­ráð­herra og Lands­bank­ans frá 15. des­em­ber 2009. Arð­greiðslur vegna þess­arar hluta­bréfa­eignar starfs­manna hafa á und­an­förnum árum numið sam­tals 423 millj­ón­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Lands­bank­an­um. Það sem út af stend­ur, alls rúm­lega eitt pró­sent hlut­ur, skipt­ist á milli Lands­bank­ans, sem á 0,91 pró­sent í sjálfum sér, og fyrrum stofn­fjár­eig­enda í spari­sjóðum sem hafa sam­ein­ast Lands­bank­anum (0,11 pró­sent).

Í skýrsl­unni segir einnig að Banka­sýslan hafi rætt þann ­mögu­leika við Lands­bank­ann að kynna til sög­unnar árs­fjórð­ungs­legar arð­greiðsl­ur í stað einnar á hverju ári. Ekk­ert í lögum sem gilda um bank­ann girða fyr­ir­ slíkt fyr­ir­komu­lag. „Yrði þá gert ráð fyrir að aðal­fundur bank­ans sam­þykkt­i heild­ararð­greiðslu til hlut­hafa vegna hagn­aðar fyrra árs en í stað ein­greiðslu yrði arð­ur­inn greiddur með fjórum jöfnum greiðslum árs­fjórð­ungs­lega fram að næsta aðal­fundi. Slíku fyr­ir­komu­lagi fylgja margir kost­ir. Í fyrsta lagi gæt­i ­bank­innn tryggt sér ákveðna sér­stöðu sem arð­greiðslu­fé­lag á meðal skráðra ­fyr­ir­tækja á inn­lendum mark­aði ef arð­greiðslur (óháð fjár­hæð) væru inntar af hendi fjórum sinnum í stað einu sinni á ári eins og almennt er á Íslandi. Í öðru lagi gæti lausa­fjár­stýr­ing bank­ans batnað með þessu fyr­ir­komu­lagi. Í þriðja lagi fellur þetta fyr­ir­komu­lag vel að þeim áherslu­breyt­ingum orðið hafa í lögum nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­andi eig­in­fjár­auka og verndun eig­in fjárs fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None