Landsbankinn gæti greitt 63,3 milljarða króna í arð

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn gæti greitt núver­andi eig­endum sín­um, sem að ­stærstu leyti er íslenska rík­ið, 63,3 millj­arða króna í arð­greiðsl­ur. Svig­rúm til argreiðslu í pen­ingum eða til kaupa á eigin bréfum er nú þegar 18,9 millj­arðar króna ef sú greiðsla færi fram með lausu fé eða rík­is­skulda­bréf­um. Ef bank­inn fjár­magn­aði slíkar útgreiðslur með öðrum hætti, eins og sölu eigna eða útgáfu skulda­bréfa, gæti svig­rúmið numið 63,3 millj­örðum króna. 

Þetta kem­ur fram í nýrri stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins þar sem fjallað er um fyr­ir­hug­að ­sölu­ferli á 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Sam­kvæmt mati Banka­sýsl­unnar eru öll skil­yrði til  staðar til að hefja ­sölu­ferlið og ætti því að ljúka á síð­ari hluta þessa árs.

Auglýsing

Þess má geta að grein­ing Banka­sýsl­unnar á svig­rúmi Lands­bank­ans til að greiða út arð tekur ekki til­lit til nýrr­ar end­ur­fjár­mögn­unar Lands­bank­ans, til mögu­legra áhrifa nauða­samn­ings gamla Lands­bank­ans á bank­ann og nýlegra breyt­inga á bindi­skyldu Seðla­banka Íslands.

Ríkið fengið 53,1 millj­arð í arð

Rík­ið, sem á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, hefur þeg­ar ­fengið 53,1 millj­arða króna í arð­greiðslu frá Lands­bank­anum frá því að hann hóf ­fyrst að greiða arð árið 2014. Ríkið hefur því þegar end­ur­heimt 43,5 pró­sent þeirra 122 millj­arða króna sem það lagði bank­anum upp­runa­lega til í fjár­fram­lag við stofn­un.

Alls hafa arð­greiðslur numið 54,2 millj­örðum króna. Það sem út af stendur hefur runnið til ann­arra eig­enda Lands­bank­ans. Fyrrum og núver­andi starfs­menn Lands­bank­ans eiga 0,78 pró­sent hlut í Lands­bank­anum sem þeir­fengu afhenta í sam­ræmi við samn­ing LBI hf., fjár­mála­ráð­herra og Lands­bank­ans frá 15. des­em­ber 2009. Arð­greiðslur vegna þess­arar hluta­bréfa­eignar starfs­manna hafa á und­an­förnum árum numið sam­tals 423 millj­ón­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Lands­bank­an­um. Það sem út af stend­ur, alls rúm­lega eitt pró­sent hlut­ur, skipt­ist á milli Lands­bank­ans, sem á 0,91 pró­sent í sjálfum sér, og fyrrum stofn­fjár­eig­enda í spari­sjóðum sem hafa sam­ein­ast Lands­bank­anum (0,11 pró­sent).

Í skýrsl­unni segir einnig að Banka­sýslan hafi rætt þann ­mögu­leika við Lands­bank­ann að kynna til sög­unnar árs­fjórð­ungs­legar arð­greiðsl­ur í stað einnar á hverju ári. Ekk­ert í lögum sem gilda um bank­ann girða fyr­ir­ slíkt fyr­ir­komu­lag. „Yrði þá gert ráð fyrir að aðal­fundur bank­ans sam­þykkt­i heild­ararð­greiðslu til hlut­hafa vegna hagn­aðar fyrra árs en í stað ein­greiðslu yrði arð­ur­inn greiddur með fjórum jöfnum greiðslum árs­fjórð­ungs­lega fram að næsta aðal­fundi. Slíku fyr­ir­komu­lagi fylgja margir kost­ir. Í fyrsta lagi gæt­i ­bank­innn tryggt sér ákveðna sér­stöðu sem arð­greiðslu­fé­lag á meðal skráðra ­fyr­ir­tækja á inn­lendum mark­aði ef arð­greiðslur (óháð fjár­hæð) væru inntar af hendi fjórum sinnum í stað einu sinni á ári eins og almennt er á Íslandi. Í öðru lagi gæti lausa­fjár­stýr­ing bank­ans batnað með þessu fyr­ir­komu­lagi. Í þriðja lagi fellur þetta fyr­ir­komu­lag vel að þeim áherslu­breyt­ingum orðið hafa í lögum nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­andi eig­in­fjár­auka og verndun eig­in fjárs fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None