Landsbankinn gæti greitt 63,3 milljarða króna í arð

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn gæti greitt núver­andi eig­endum sín­um, sem að ­stærstu leyti er íslenska rík­ið, 63,3 millj­arða króna í arð­greiðsl­ur. Svig­rúm til argreiðslu í pen­ingum eða til kaupa á eigin bréfum er nú þegar 18,9 millj­arðar króna ef sú greiðsla færi fram með lausu fé eða rík­is­skulda­bréf­um. Ef bank­inn fjár­magn­aði slíkar útgreiðslur með öðrum hætti, eins og sölu eigna eða útgáfu skulda­bréfa, gæti svig­rúmið numið 63,3 millj­örðum króna. 

Þetta kem­ur fram í nýrri stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins þar sem fjallað er um fyr­ir­hug­að ­sölu­ferli á 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Sam­kvæmt mati Banka­sýsl­unnar eru öll skil­yrði til  staðar til að hefja ­sölu­ferlið og ætti því að ljúka á síð­ari hluta þessa árs.

Auglýsing

Þess má geta að grein­ing Banka­sýsl­unnar á svig­rúmi Lands­bank­ans til að greiða út arð tekur ekki til­lit til nýrr­ar end­ur­fjár­mögn­unar Lands­bank­ans, til mögu­legra áhrifa nauða­samn­ings gamla Lands­bank­ans á bank­ann og nýlegra breyt­inga á bindi­skyldu Seðla­banka Íslands.

Ríkið fengið 53,1 millj­arð í arð

Rík­ið, sem á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, hefur þeg­ar ­fengið 53,1 millj­arða króna í arð­greiðslu frá Lands­bank­anum frá því að hann hóf ­fyrst að greiða arð árið 2014. Ríkið hefur því þegar end­ur­heimt 43,5 pró­sent þeirra 122 millj­arða króna sem það lagði bank­anum upp­runa­lega til í fjár­fram­lag við stofn­un.

Alls hafa arð­greiðslur numið 54,2 millj­örðum króna. Það sem út af stendur hefur runnið til ann­arra eig­enda Lands­bank­ans. Fyrrum og núver­andi starfs­menn Lands­bank­ans eiga 0,78 pró­sent hlut í Lands­bank­anum sem þeir­fengu afhenta í sam­ræmi við samn­ing LBI hf., fjár­mála­ráð­herra og Lands­bank­ans frá 15. des­em­ber 2009. Arð­greiðslur vegna þess­arar hluta­bréfa­eignar starfs­manna hafa á und­an­förnum árum numið sam­tals 423 millj­ón­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Lands­bank­an­um. Það sem út af stend­ur, alls rúm­lega eitt pró­sent hlut­ur, skipt­ist á milli Lands­bank­ans, sem á 0,91 pró­sent í sjálfum sér, og fyrrum stofn­fjár­eig­enda í spari­sjóðum sem hafa sam­ein­ast Lands­bank­anum (0,11 pró­sent).

Í skýrsl­unni segir einnig að Banka­sýslan hafi rætt þann ­mögu­leika við Lands­bank­ann að kynna til sög­unnar árs­fjórð­ungs­legar arð­greiðsl­ur í stað einnar á hverju ári. Ekk­ert í lögum sem gilda um bank­ann girða fyr­ir­ slíkt fyr­ir­komu­lag. „Yrði þá gert ráð fyrir að aðal­fundur bank­ans sam­þykkt­i heild­ararð­greiðslu til hlut­hafa vegna hagn­aðar fyrra árs en í stað ein­greiðslu yrði arð­ur­inn greiddur með fjórum jöfnum greiðslum árs­fjórð­ungs­lega fram að næsta aðal­fundi. Slíku fyr­ir­komu­lagi fylgja margir kost­ir. Í fyrsta lagi gæt­i ­bank­innn tryggt sér ákveðna sér­stöðu sem arð­greiðslu­fé­lag á meðal skráðra ­fyr­ir­tækja á inn­lendum mark­aði ef arð­greiðslur (óháð fjár­hæð) væru inntar af hendi fjórum sinnum í stað einu sinni á ári eins og almennt er á Íslandi. Í öðru lagi gæti lausa­fjár­stýr­ing bank­ans batnað með þessu fyr­ir­komu­lagi. Í þriðja lagi fellur þetta fyr­ir­komu­lag vel að þeim áherslu­breyt­ingum orðið hafa í lögum nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­andi eig­in­fjár­auka og verndun eig­in fjárs fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None