Landsbankinn gæti greitt 63,3 milljarða króna í arð

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn gæti greitt núver­andi eig­endum sín­um, sem að ­stærstu leyti er íslenska rík­ið, 63,3 millj­arða króna í arð­greiðsl­ur. Svig­rúm til argreiðslu í pen­ingum eða til kaupa á eigin bréfum er nú þegar 18,9 millj­arðar króna ef sú greiðsla færi fram með lausu fé eða rík­is­skulda­bréf­um. Ef bank­inn fjár­magn­aði slíkar útgreiðslur með öðrum hætti, eins og sölu eigna eða útgáfu skulda­bréfa, gæti svig­rúmið numið 63,3 millj­örðum króna. 

Þetta kem­ur fram í nýrri stöðu­skýrslu Banka­sýslu rík­is­ins þar sem fjallað er um fyr­ir­hug­að ­sölu­ferli á 28,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Sam­kvæmt mati Banka­sýsl­unnar eru öll skil­yrði til  staðar til að hefja ­sölu­ferlið og ætti því að ljúka á síð­ari hluta þessa árs.

Auglýsing

Þess má geta að grein­ing Banka­sýsl­unnar á svig­rúmi Lands­bank­ans til að greiða út arð tekur ekki til­lit til nýrr­ar end­ur­fjár­mögn­unar Lands­bank­ans, til mögu­legra áhrifa nauða­samn­ings gamla Lands­bank­ans á bank­ann og nýlegra breyt­inga á bindi­skyldu Seðla­banka Íslands.

Ríkið fengið 53,1 millj­arð í arð

Rík­ið, sem á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, hefur þeg­ar ­fengið 53,1 millj­arða króna í arð­greiðslu frá Lands­bank­anum frá því að hann hóf ­fyrst að greiða arð árið 2014. Ríkið hefur því þegar end­ur­heimt 43,5 pró­sent þeirra 122 millj­arða króna sem það lagði bank­anum upp­runa­lega til í fjár­fram­lag við stofn­un.

Alls hafa arð­greiðslur numið 54,2 millj­örðum króna. Það sem út af stendur hefur runnið til ann­arra eig­enda Lands­bank­ans. Fyrrum og núver­andi starfs­menn Lands­bank­ans eiga 0,78 pró­sent hlut í Lands­bank­anum sem þeir­fengu afhenta í sam­ræmi við samn­ing LBI hf., fjár­mála­ráð­herra og Lands­bank­ans frá 15. des­em­ber 2009. Arð­greiðslur vegna þess­arar hluta­bréfa­eignar starfs­manna hafa á und­an­förnum árum numið sam­tals 423 millj­ón­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Lands­bank­an­um. Það sem út af stend­ur, alls rúm­lega eitt pró­sent hlut­ur, skipt­ist á milli Lands­bank­ans, sem á 0,91 pró­sent í sjálfum sér, og fyrrum stofn­fjár­eig­enda í spari­sjóðum sem hafa sam­ein­ast Lands­bank­anum (0,11 pró­sent).

Í skýrsl­unni segir einnig að Banka­sýslan hafi rætt þann ­mögu­leika við Lands­bank­ann að kynna til sög­unnar árs­fjórð­ungs­legar arð­greiðsl­ur í stað einnar á hverju ári. Ekk­ert í lögum sem gilda um bank­ann girða fyr­ir­ slíkt fyr­ir­komu­lag. „Yrði þá gert ráð fyrir að aðal­fundur bank­ans sam­þykkt­i heild­ararð­greiðslu til hlut­hafa vegna hagn­aðar fyrra árs en í stað ein­greiðslu yrði arð­ur­inn greiddur með fjórum jöfnum greiðslum árs­fjórð­ungs­lega fram að næsta aðal­fundi. Slíku fyr­ir­komu­lagi fylgja margir kost­ir. Í fyrsta lagi gæt­i ­bank­innn tryggt sér ákveðna sér­stöðu sem arð­greiðslu­fé­lag á meðal skráðra ­fyr­ir­tækja á inn­lendum mark­aði ef arð­greiðslur (óháð fjár­hæð) væru inntar af hendi fjórum sinnum í stað einu sinni á ári eins og almennt er á Íslandi. Í öðru lagi gæti lausa­fjár­stýr­ing bank­ans batnað með þessu fyr­ir­komu­lagi. Í þriðja lagi fellur þetta fyr­ir­komu­lag vel að þeim áherslu­breyt­ingum orðið hafa í lögum nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­andi eig­in­fjár­auka og verndun eig­in fjárs fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None