Olían lækkan enn - Hefur fallið um rúmlega 6 prósent í dag

Ekkert lát er á olíuverðslækkun á heimsmarkaði. Titringur er í Noregi vegna þessa, enda miklir hagsmunir undir fyrir Norðmenn.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu hefur fallið um 4,16 pró­sent í dag á mark­aði í Banda­ríkj­un­um, og kostar tunnan nú um 30 Banda­ríkja­dali. Það er lægsta verð í meira en ára­tug, eða frá því um mitt ár 2003. Verð­fallið á fimmtán mán­uðum nemur 72 pró­sent­um.

Á Wall Street Journal kemur fram að ástæða lækk­un­ar­innar sé rakin til minnk­andi eft­ir­spurnar í heims­bú­skap­an­um, ekki síst í Kína, þar sem hag­tölur hafa komið fram að und­an­förnu sem stað­festa meiri hæga­gangur væri í kín­verska hag­kerf­inu en spár höfðu gert ráð fyr­ir. 

Í Nor­egi, þar sem olíu­iðn­aður er hryggjar­stykkið í efna­hags­líf­inu, er mik­ill titr­ingur vegna verð­falls­ins og hefur Statoil, þar sem norska ríkið á tæp­lega 70 pró­sent hlut, fallið í verði sjö daga í röð, og í dag var verð­fallið 2,8 pró­sent.

Auglýsing

Hér á landi ætti þessi verð­lækkun á heims­mark­aði að skila sér í ódýr­ara bens­íni. Atl­ants­olía sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í dag og lækkar bensín um tvær krónur og dísel um eina krónu. Ekki hefur komið til­kynn­ing um lækkun frá öðrum olíu­fé­lög­um.

Verð á bens­íni hjá Atl­antsolíu verður þá 190,60 og á dísel 175,60 kr. Bensín hefur þannig lækkað um 60 krónur frá sumr­inu 2014.

Inn­kaups­verð á bens­ín­lítra er í dag rúmar 40 krónur eða það sama og í jan­úar 2008. „Þá var hins­vegar hlutur rík­is­ins 70 krónur en er í dag 110 krónur eða 40 krónum hærri,“ segir í til­kynn­ingu frá Atl­antsol­íu. 

Bíl­eig­endur myndu því spara um 10 millj­arða á árs­grund­velli ef hlutur rík­is­ins í bens­ín­lítr­anum væri sá sami og fyrir 8 árum.

„Að sama skapi skiptir lækk­andi inn­kaups­verð gríð­ar­miklu máli í gjald­eyr­is­sparn­aði en í des­em­ber 2013 var inn­kaups­verð á bens­íni um 45 krónum hærra. Það gerði elds­neyt­isinn­kaupin á bens­íni um 580 millj­ónum króna hærri eða um  7 millj­örðum á árs­grund­velli,“ segir í til­kynn­ingu frá Atl­ansol­íu.Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None