Olían lækkan enn - Hefur fallið um rúmlega 6 prósent í dag

Ekkert lát er á olíuverðslækkun á heimsmarkaði. Titringur er í Noregi vegna þessa, enda miklir hagsmunir undir fyrir Norðmenn.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu hefur fallið um 4,16 pró­sent í dag á mark­aði í Banda­ríkj­un­um, og kostar tunnan nú um 30 Banda­ríkja­dali. Það er lægsta verð í meira en ára­tug, eða frá því um mitt ár 2003. Verð­fallið á fimmtán mán­uðum nemur 72 pró­sent­um.

Á Wall Street Journal kemur fram að ástæða lækk­un­ar­innar sé rakin til minnk­andi eft­ir­spurnar í heims­bú­skap­an­um, ekki síst í Kína, þar sem hag­tölur hafa komið fram að und­an­förnu sem stað­festa meiri hæga­gangur væri í kín­verska hag­kerf­inu en spár höfðu gert ráð fyr­ir. 

Í Nor­egi, þar sem olíu­iðn­aður er hryggjar­stykkið í efna­hags­líf­inu, er mik­ill titr­ingur vegna verð­falls­ins og hefur Statoil, þar sem norska ríkið á tæp­lega 70 pró­sent hlut, fallið í verði sjö daga í röð, og í dag var verð­fallið 2,8 pró­sent.

Auglýsing

Hér á landi ætti þessi verð­lækkun á heims­mark­aði að skila sér í ódýr­ara bens­íni. Atl­ants­olía sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í dag og lækkar bensín um tvær krónur og dísel um eina krónu. Ekki hefur komið til­kynn­ing um lækkun frá öðrum olíu­fé­lög­um.

Verð á bens­íni hjá Atl­antsolíu verður þá 190,60 og á dísel 175,60 kr. Bensín hefur þannig lækkað um 60 krónur frá sumr­inu 2014.

Inn­kaups­verð á bens­ín­lítra er í dag rúmar 40 krónur eða það sama og í jan­úar 2008. „Þá var hins­vegar hlutur rík­is­ins 70 krónur en er í dag 110 krónur eða 40 krónum hærri,“ segir í til­kynn­ingu frá Atl­antsol­íu. 

Bíl­eig­endur myndu því spara um 10 millj­arða á árs­grund­velli ef hlutur rík­is­ins í bens­ín­lítr­anum væri sá sami og fyrir 8 árum.

„Að sama skapi skiptir lækk­andi inn­kaups­verð gríð­ar­miklu máli í gjald­eyr­is­sparn­aði en í des­em­ber 2013 var inn­kaups­verð á bens­íni um 45 krónum hærra. Það gerði elds­neyt­isinn­kaupin á bens­íni um 580 millj­ónum króna hærri eða um  7 millj­örðum á árs­grund­velli,“ segir í til­kynn­ingu frá Atl­ansol­íu.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None