Pressan eykur við hlut sinn í DV – Reynir Traustason hverfur úr hluthafahópnum

Björn Ingi Hrafnsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, aðaleiganda DV.
Björn Ingi Hrafnsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, aðaleiganda DV.
Auglýsing


Pressan ehf., félag sem er að stærstum hluta í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, hefur aukið við hlut sinn í DV ehf. Auk þess stendur til að auka hlutafé félags­ins umtals­vert, eða um allt að 60 millj­ón­ir króna. DV ehf., útgáfu­fé­lag dag­blaðs­ins DV og frétta­vefs­ins DV.is, tap­aði 124 millj­ónum króna á árinu 2014 sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi. Skuldir félags­ins juk­ust að sama skapi um rúm­lega 90 millj­ónir króna á því ári og stóðu í 207 millj­ónum króna í lok þess.

Upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á DV voru upp­færðar á heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar í gær. Þar kemur fram að Pressan ehf. sé nú skráð með 84,23 pró­sent eign­ar­hlut í DV, en félagið átti áður um 70 pró­sent hlut. Á meðal þeirra sem eru ekki lengur skráðir sem eig­endur mið­ils­ins eru félög í eigu Reynis Trausta­son­ar, fyrrum rit­stjóra DV, sem átti áður um 13 ­pró­sent hlut í félag­inu. Hvorki Jón Trausti Reyn­is­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri DV og núver­andi rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, né Ingi Freyr Vil­hjálms­son, fyrrum frétta­stjóri DV og núver­andi blaða­maður á Stund­inni, eru heldur lengur á meðal skráðra hlut­hafa.

Í bréfi sem Pressan sendi á smærri hlut­hafa fyrir helgi var ­boð­ist til að kaupa þá út á geng­inu 0,5 en hlutafé í DV er sem stendur 155,3 millj­ónir króna. Það þýðir að verð­matið á DV ehf., miðað við það til­boð, er um 78 millj­ónir króna. Í umræddu bréfi er einnig upp­lýst að stjórn DV ehf. hafi ákveðið að auka hlutafé í félag­inu um allt að 60 millj­ónir króna. Pressan ehf. ætlar að auka hlutafé sitt í þeirri aukn­ingu, sam­kvæmt bréf­inu sem sent var á smærri hlut­hafa.

Auglýsing

Reynir tjáir sig um söl­una í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag. Hægt er að sjá hana hér að neð­an.Afar storma­samt ár hjá DV skil­aði slakri afkomu

Í árs­reikn­ingi DV ehf. ­segir að árið 2014 hafi verið „afar storma­samt í rekstri DV ehf. Miklar deil­ur stóðu stóran hluta árs­ins um eign­ar­hald blaðs­ins og bitn­aði það mjög á útgáf­unn­i, hafði áhrif á sölu aug­lýs­inga, áskriftir og lausa­sölu. Pressan ehf. eign­að­ist ­síðla árs stærstan hluta hluta­fjár í DV ehf. og tók form­lega við ­stjórn­ar­taumunum rétt fyrir jólin 2014. Árið ber því að skoða í því ljósi að nokkuð oft var skipt um stjórn í DV ehf. á árinu, stjórn­ar­for­menn voru þrí­r, fram­kvæmda­stjórar þrír og fjöldi starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti, sem ó­hjá­kvæmi­lega kom niður á afkom­unn­i.“

Það má með sanni segja að ­mikil átök hafi átt sér stað um yfir­ráð yfir DV á árinu 2014. Feðgarnir Reyn­ir ­Trausta­son og Jón Trausti Reyn­is­son, ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, höfðu þá átt og stýrt DV um nokk­urt skeið en fengið fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu víða til að standa undir þeim rekstri, meðal ann­ars hjá Gísla Guð­munds­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hlutafé sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­steinn Guðna­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­son, fyrrum stjórn­ar­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengd­ir Fram­sókn­ar­flokkn­um hefðu viljað kaupa DV. Fram­kvæmda­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­lýs­ingu.

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­ystu Björns Inga Hrafns­son­ar. Kaup­in voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Kaup­verðið hefur ekki ver­ið ­gert opin­bert.

Eig­end­ur ­Pressunnar ehf. eru, líkt og áður sagði, að stærstu leyti félög í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, sam­starfs­manns hans í fjöl­miðla­rekstri til margra ára. Þeir eiga sam­tals tæp­lega 40 pró­sent í félag­inu. Auk þess á áð­ur­nefndur Þor­steinn Guðna­son 18 pró­sent hlut, Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­mað­ur á tíu pró­sent, Jón Óttar Ragn­ars­son á ell­efu pró­sent, Steinn Kári Ragn­ars­son á tíu pró­sent og Jakob Hrafns­son, bróðir Björns Inga, á átta pró­sent.

Skuldir Pressunnar ehf. juk­ust úr tæpum 69 millj­ónum króna í 271,7 millj­ónir króna á árinu 2014. Sam­hliða auk­inni skulda­söfnun jókst bók­fært virði eigna félags­ins umtals­vert. Það þre­fald­að­ist á árinu 2014. Þetta kom fram í árs­reikn­ingi Pressunnar sem birtur var í síð­ustu viku. Þar kemur ekki fram hverjir lán­veit­endur félags­ins eru né hvenær lán þess eru á gjald­daga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None