Öll félögin 16 sem skráð eru í Kauphöll Íslands lækkuðu í
verði í dag. Mest lækkaði Icelandair, alls um 4,10 prósent, í 1.250 milljón
króna viðskiptum. Skammt á eftir kom Marel, en bréf í félaginu lækkuðu um 4,04
prósent.
Alls lækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 3,33 prósent í dag.
Íslenskir fjárfestar hafa ekki vanist því að undanförnu að markaðir lækki mikið. Á árinu 2015 hækkaði úrvalsvísitalan, sem er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland-hlutabréfamarkaðnum, um 43 prósent. Markaðsvirði félaga sem skráð eru á markaðinn jókst um 340 milljarða króna, úr 634 milljörðum króna í 974 milljarða króna.
Það sem af er þessu ári hefur úrvalsvísitalan hins vegar lækkað um 5,4 prósent og virði félaganna 16 sem skráð eru á markað dregist um rúmlega 50 milljarða króna.