Bankastjóri Landsbankans segir að söluferli Borgunar yrði opið í dag

stein..t.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn fékk gott verð fyrir 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun og verð­matið byggði á bestu fáan­legu upp­lýs­ingum sem bank­inn gat kom­ist ­yfir á þeim tíma. Stjórn­endur Lands­bank­ans hafa hins­vegar hlustað á og tek­ið ­mark á gagn­rýni á sölu­ferlið á Borg­un. Ef bank­inn verður aftur í „sömu eða ­svip­aðri aðstöðu munum við fara öðru­vísi að og hafa sölu­ferlið opið.“ Þetta er ­meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein eftir Stein­þór Páls­son, banka­stjóra Lands­bank­ans, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir hann einnig að ef Fjár­mála­eft­ir­litið ákveði að ­rann­saka sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borg­un, sem fór fram fyrir lukt­u­m dyrum í nóv­em­ber 2014, þá geti bank­inn enga athuga­semd við það. Stjórn­end­ur ­bank­ans muni einnig skýra málið fyrir nefnd Alþingis verði þess ósk­að.

Stein­þór segir einnig að það hafi verið ann­mörkum háð að efna til opins sölu­ferlis á hlutnum í Borg­un. Lands­bank­inn hefði haft lít­inn aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækið og því hafi hann metið að erfitt yrði að tryggja eðli­lega ­upp­lýs­inga­gjöf og aðgengi ann­arra hugs­an­legra til­boðs­gjafa en stjórn­enda að gögn­um til að vinna áreið­an­leikakann­an­ir. Því sé bæði óvíst að betra verð hefð­i ­feng­ist fyrir hlut­inn með þeim hætti eða að staða bank­ans gagn­vart mögu­leg­um við­bót­ar­greiðslum hefði orðið önn­ur.

Auglýsing

Við­skipta­vit starfs­fólk bank­ans ekki lítið

Nýr kafli var skrif­aður í hina umdeildu sölu á hlut Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borgun í vik­unni. Þá var opin­berað í íslenskum fjöl­miðl­u­m að Borgun og Valitor, íslensk greiðslu­korta­fyr­ir­tæki sem gefa m.a. út Visa-greiðslu­kort, mun hagn­ast um á annan tug millj­arða króna vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Fyr­ir­tækin munu bæði fá hlut­deild í 3.000 millj­arða króna ­sölu­virði Visa Europe. Kaup Visa Inc. á Visa Europe höfðu verið yfir­vof­and­i árum saman og þegar að Lands­bank­inn seldi hlut sinn í Borgun á 2,2 millj­arða króna til hóps stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra þá lá fyr­ir­ vilja­yf­ir­lýs­ing um að gana frá kaup­un­um. Samt var ekki gerð nein krafa um við­bót­ar­greiðslur frá nýjum eig­endum á hlut Lands­bank­ans í Borgun ef af kaup­um Visa Inc. á Visa Europe yrði. Þetta hefur verið harð­lega gagn­rýnt und­an­farna daga og á Alþingi hefur verið kallað eftir rann­sókn á mál­inu. Sú gagn­rýn­i bæt­ist við mikla gagn­rýni sem kom fram eftir að Kjarn­inn upp­lýsti seint í nóv­em­ber 2014 að hlutur rík­is­bank­ans í Borgun hefði verið seldur í ógagn­sæj­u ­ferli fyrir verð sem margir telja allt of lágt. Sú gagn­rýni jókst örfá­um ­mán­uðum síðar þegar Borgun greiddi eig­endum sínum 800 millj­ónir króna í arð ­vegna frammi­stöðu árs­ins 2014.

Stein­þór svarar gagn­rýn­inni í grein sinni í Morg­un­blað­inu. Þar hafnar hann því að skortur á samn­ingi um við­bót­ar­greiðslur við Borgun sé til­ ­marks um lítið við­skipta­vit starfs­fólks Lands­bank­ans. Það megi vissu­lega færa rök fyrir því, í ljósi þess hversu vel hafi gengið hjá Borgun í fyrra, að rétt hefði verið að bíða með söl­una. Slík rök eiga á hinn bóg­inn við í nán­ast öll­u­m hluta­bréfa­við­skiptum og má t.d. benda á að mörg félög í íslensku kaup­höll­inn­i hafa hækkað um meira en 50% á rúm­lega ári. Slíkt sáu fáir fyr­ir, eins og eðli­legt er.

Skýr­ingin á því að ekki var gerður samn­ingur um við­bót­ar­greiðslur við Borg­un, líkt og gert var varð­andi Valitor, er í stuttu máli sú að við­skipti Lands­bank­ans við ­fyr­ir­tækin voru og eru gjör­ó­lík. Borgun hafði fyrst og fremst ann­ast útgáfu Mastercar­d-korta á Íslandi og Lands­bank­inn hafði aldrei gefið út Visa-kort hér á landi fyrir milli­göngu Borg­un­ar. Þar með hafði Lands­bank­inn ekki rök eða ­for­sendur til greiðslna sam­kvæmt fyrr­nefndum val­rétti, líkt og í til­felli Va­litor.“

Útrás Borg­unar áhættu­söm

Stein­þór ­segir ástæðu þess að Borgun hafi gengið jafn vel og raun ber vitni í fyrra út­rás fyr­ir­tæk­is­ins. Það hafi legið fyrir þegar bank­inn mat virði Borg­unar í tengslum við söl­una að sú útrás væri framund­an. Bank­inn taldi hana áhættu­sama. „Við­skipt­i ­sem þessi heppn­ast ekki alltaf. Lands­bank­inn taldi sér ekki hag í að taka þessa á­hættu, enda hefur bank­inn frá end­ur­reisn 2008 mark­visst reynt að draga úr á­hættu sinni, m.a. með sölu á hluta­bréf­um. Við söl­una á eign­ar­hlutnum í Borg­un lá ekki fyrir að hvaða marki áformin um aukin erlend við­skipti yrðu í sam­starf­i við Visa eða við önnur erlend korta­fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Lands­bank­inn hefur fengið byggj­ast greiðslur til Borg­unar vegna val­rétt­ar­ins að ­mestu leyti á erlendum Visa-um­svifum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að Lands­bank­inn seld­i hlut sinn.[...]Við í Lands­bank­anum sáum ekki fyrir að Borgun fengi svona háar við­bót­ar­greiðslur vegna sam­runa Visa Europe og Visa Inc. eins og nú stefnir í, enda bygg­ist sú fjár­hæð að mestu á umsvifum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að við seld­um. Á hinn bóg­inn er ljóst að hefði útrás Borg­unar endað illa hefði bank­inn get­að tapað miklum fjár­mun­um. Við­skiptum fylgir áhætta. Okkar verð­mat byggð­ist á bestu fáan­legum upp­lýs­ingum á þeim tíma.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði bank­anum aldrei að selja

Stein­þór ­segir einnig að bank­arnir hafi verið undir miklum þrýst­ingi frá­ ­Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um að breyta eign­ar­haldi á korta­fyr­ir­tækj­unum þannig að að­eins einn banki kæmi að hverju fyr­ir­tæki.

 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði því í til­kynn­ingu í gær að það hafi sett Lands­bank­an­um tíma­mörk eða önnur bind­andi skil­yrði varð­andi fyr­ir­komu­lag á sölu eign­ar­hluta bank­ans í Borg­un.Sala Lands­bank­ans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og til­högun hennar var því alfarið á for­ræði og á ábyrgð Lands­bank­ans." Eft­ir­litið setti því aldrei skil­yrði um að Lands­bank­inn myndi selja sig út úr Borg­un.

Til­kynn­ingin var send vegna ummæla Stein­þórs Páls­sonar í fjöl­miðl­um, en hann hafði þar meðal ann­ars vísað til krafna og þrýst­ings sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi sett á bank­ann í rök­stuðn­ingi fyrir sölu á hlutnum í Borgun á þeim tíma sem hann var seld­ur. 

Í til­kynn­ing­unni sagði einnig að ummæli Stein­þórs í Frétta­blað­inu í gær, um að bank­inn hafi haft tak­markað aðgengi að upp­lýs­ingum um Borgun vegna sáttar við Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi ekki verið rétt. Eft­ir­litið sagð­ist ekki geta fall­ist á að ráð­staf­anir eft­ir­lits­ins hafi haft áhrif á skil­mála eða við­skipta­kjör umræddrar sölu."

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None