Bankastjóri Landsbankans segir að söluferli Borgunar yrði opið í dag

stein..t.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn fékk gott verð fyrir 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun og verð­matið byggði á bestu fáan­legu upp­lýs­ingum sem bank­inn gat kom­ist ­yfir á þeim tíma. Stjórn­endur Lands­bank­ans hafa hins­vegar hlustað á og tek­ið ­mark á gagn­rýni á sölu­ferlið á Borg­un. Ef bank­inn verður aftur í „sömu eða ­svip­aðri aðstöðu munum við fara öðru­vísi að og hafa sölu­ferlið opið.“ Þetta er ­meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein eftir Stein­þór Páls­son, banka­stjóra Lands­bank­ans, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir hann einnig að ef Fjár­mála­eft­ir­litið ákveði að ­rann­saka sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borg­un, sem fór fram fyrir lukt­u­m dyrum í nóv­em­ber 2014, þá geti bank­inn enga athuga­semd við það. Stjórn­end­ur ­bank­ans muni einnig skýra málið fyrir nefnd Alþingis verði þess ósk­að.

Stein­þór segir einnig að það hafi verið ann­mörkum háð að efna til opins sölu­ferlis á hlutnum í Borg­un. Lands­bank­inn hefði haft lít­inn aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækið og því hafi hann metið að erfitt yrði að tryggja eðli­lega ­upp­lýs­inga­gjöf og aðgengi ann­arra hugs­an­legra til­boðs­gjafa en stjórn­enda að gögn­um til að vinna áreið­an­leikakann­an­ir. Því sé bæði óvíst að betra verð hefð­i ­feng­ist fyrir hlut­inn með þeim hætti eða að staða bank­ans gagn­vart mögu­leg­um við­bót­ar­greiðslum hefði orðið önn­ur.

Auglýsing

Við­skipta­vit starfs­fólk bank­ans ekki lítið

Nýr kafli var skrif­aður í hina umdeildu sölu á hlut Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borgun í vik­unni. Þá var opin­berað í íslenskum fjöl­miðl­u­m að Borgun og Valitor, íslensk greiðslu­korta­fyr­ir­tæki sem gefa m.a. út Visa-greiðslu­kort, mun hagn­ast um á annan tug millj­arða króna vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Fyr­ir­tækin munu bæði fá hlut­deild í 3.000 millj­arða króna ­sölu­virði Visa Europe. Kaup Visa Inc. á Visa Europe höfðu verið yfir­vof­and­i árum saman og þegar að Lands­bank­inn seldi hlut sinn í Borgun á 2,2 millj­arða króna til hóps stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra þá lá fyr­ir­ vilja­yf­ir­lýs­ing um að gana frá kaup­un­um. Samt var ekki gerð nein krafa um við­bót­ar­greiðslur frá nýjum eig­endum á hlut Lands­bank­ans í Borgun ef af kaup­um Visa Inc. á Visa Europe yrði. Þetta hefur verið harð­lega gagn­rýnt und­an­farna daga og á Alþingi hefur verið kallað eftir rann­sókn á mál­inu. Sú gagn­rýn­i bæt­ist við mikla gagn­rýni sem kom fram eftir að Kjarn­inn upp­lýsti seint í nóv­em­ber 2014 að hlutur rík­is­bank­ans í Borgun hefði verið seldur í ógagn­sæj­u ­ferli fyrir verð sem margir telja allt of lágt. Sú gagn­rýni jókst örfá­um ­mán­uðum síðar þegar Borgun greiddi eig­endum sínum 800 millj­ónir króna í arð ­vegna frammi­stöðu árs­ins 2014.

Stein­þór svarar gagn­rýn­inni í grein sinni í Morg­un­blað­inu. Þar hafnar hann því að skortur á samn­ingi um við­bót­ar­greiðslur við Borgun sé til­ ­marks um lítið við­skipta­vit starfs­fólks Lands­bank­ans. Það megi vissu­lega færa rök fyrir því, í ljósi þess hversu vel hafi gengið hjá Borgun í fyrra, að rétt hefði verið að bíða með söl­una. Slík rök eiga á hinn bóg­inn við í nán­ast öll­u­m hluta­bréfa­við­skiptum og má t.d. benda á að mörg félög í íslensku kaup­höll­inn­i hafa hækkað um meira en 50% á rúm­lega ári. Slíkt sáu fáir fyr­ir, eins og eðli­legt er.

Skýr­ingin á því að ekki var gerður samn­ingur um við­bót­ar­greiðslur við Borg­un, líkt og gert var varð­andi Valitor, er í stuttu máli sú að við­skipti Lands­bank­ans við ­fyr­ir­tækin voru og eru gjör­ó­lík. Borgun hafði fyrst og fremst ann­ast útgáfu Mastercar­d-korta á Íslandi og Lands­bank­inn hafði aldrei gefið út Visa-kort hér á landi fyrir milli­göngu Borg­un­ar. Þar með hafði Lands­bank­inn ekki rök eða ­for­sendur til greiðslna sam­kvæmt fyrr­nefndum val­rétti, líkt og í til­felli Va­litor.“

Útrás Borg­unar áhættu­söm

Stein­þór ­segir ástæðu þess að Borgun hafi gengið jafn vel og raun ber vitni í fyrra út­rás fyr­ir­tæk­is­ins. Það hafi legið fyrir þegar bank­inn mat virði Borg­unar í tengslum við söl­una að sú útrás væri framund­an. Bank­inn taldi hana áhættu­sama. „Við­skipt­i ­sem þessi heppn­ast ekki alltaf. Lands­bank­inn taldi sér ekki hag í að taka þessa á­hættu, enda hefur bank­inn frá end­ur­reisn 2008 mark­visst reynt að draga úr á­hættu sinni, m.a. með sölu á hluta­bréf­um. Við söl­una á eign­ar­hlutnum í Borg­un lá ekki fyrir að hvaða marki áformin um aukin erlend við­skipti yrðu í sam­starf­i við Visa eða við önnur erlend korta­fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Lands­bank­inn hefur fengið byggj­ast greiðslur til Borg­unar vegna val­rétt­ar­ins að ­mestu leyti á erlendum Visa-um­svifum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að Lands­bank­inn seld­i hlut sinn.[...]Við í Lands­bank­anum sáum ekki fyrir að Borgun fengi svona háar við­bót­ar­greiðslur vegna sam­runa Visa Europe og Visa Inc. eins og nú stefnir í, enda bygg­ist sú fjár­hæð að mestu á umsvifum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að við seld­um. Á hinn bóg­inn er ljóst að hefði útrás Borg­unar endað illa hefði bank­inn get­að tapað miklum fjár­mun­um. Við­skiptum fylgir áhætta. Okkar verð­mat byggð­ist á bestu fáan­legum upp­lýs­ingum á þeim tíma.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði bank­anum aldrei að selja

Stein­þór ­segir einnig að bank­arnir hafi verið undir miklum þrýst­ingi frá­ ­Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um að breyta eign­ar­haldi á korta­fyr­ir­tækj­unum þannig að að­eins einn banki kæmi að hverju fyr­ir­tæki.

 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði því í til­kynn­ingu í gær að það hafi sett Lands­bank­an­um tíma­mörk eða önnur bind­andi skil­yrði varð­andi fyr­ir­komu­lag á sölu eign­ar­hluta bank­ans í Borg­un.Sala Lands­bank­ans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og til­högun hennar var því alfarið á for­ræði og á ábyrgð Lands­bank­ans." Eft­ir­litið setti því aldrei skil­yrði um að Lands­bank­inn myndi selja sig út úr Borg­un.

Til­kynn­ingin var send vegna ummæla Stein­þórs Páls­sonar í fjöl­miðl­um, en hann hafði þar meðal ann­ars vísað til krafna og þrýst­ings sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi sett á bank­ann í rök­stuðn­ingi fyrir sölu á hlutnum í Borgun á þeim tíma sem hann var seld­ur. 

Í til­kynn­ing­unni sagði einnig að ummæli Stein­þórs í Frétta­blað­inu í gær, um að bank­inn hafi haft tak­markað aðgengi að upp­lýs­ingum um Borgun vegna sáttar við Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi ekki verið rétt. Eft­ir­litið sagð­ist ekki geta fall­ist á að ráð­staf­anir eft­ir­lits­ins hafi haft áhrif á skil­mála eða við­skipta­kjör umræddrar sölu."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
Kjarninn 23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
Kjarninn 23. apríl 2021
Eyrún Magnúsdóttir
Þess vegna þarf að segja fréttir
Kjarninn 23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
Kjarninn 23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
Kjarninn 22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None