Hætt við sölu á eignum ESÍ - Ekkert ásættanlegt tilboð barst

Eignir félagsins Hildu, sem Eignasafn Seðlabanka Íslands á, voru til sölu og voru fjórir aðilar að bítast um þær. Heildareignir ESÍ nema rúmlega 200 milljörðum.

Bjarni og Már
Auglýsing

Hætt hefur verið við sölu á öllum eignum Hildu, dótt­ur­fé­lags Eigna­safn Seðla­banka Íslands, þar sem ekk­ert ásætt­an­legt til­boð þótti ber­ast í eign­irn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Fjórir fjár­festa­hópar gengu til við­ræðna um kaup á öllum eignum Hildu, dótt­ur­fé­lags Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ). Hóp­arnir fjórir voru settir saman af fjár­mála­fyr­ir­tækj­unum Arct­ica Fin­ance, Virð­ingu, Kviku fjár­fest­ing­ar­banka (sam­ein­aður banki Straums og MP banka) og ALM Verð­bréf­um, að því er greint var frá í DV 4. des­em­ber.

Hilda á 364 fast­eignir sem bók­færðar eru á 6,6 millj­arða króna, 387 útlán (til 260 lán­tak­enda) og önnur skulda­bréf sem metin eru á 5,7 millj­arða króna og hand­bært fé/­kröfur upp á 2,9 millj­arða króna. Hilda á alls sex dótt­ur­fé­lög og hjá félag­inu starfa 13 manns. Það hagn­að­ist um 1,5 millj­arð króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og mun­aði þar lang­mestu um hreinar rekstr­ar­tekj­ur, sem eru sala eigna og lána á tíma­bil­inu. Auk þess námu leigu­tekjur 139 millj­ónum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Auglýsing

Hilda í fang rík­is­ins

Sum­arið 2011 tók ESÍ yfir félag sem heitir Hilda. Það hafði verið sett á fót til að halda utan um skuld Saga Capi­tal við rík­is­sjóð, en hann hafði veitt bank­anum 19,6 millj­arða króna fyr­ir­greiðslu í mars 2009. Sú fyr­ir­greiðsla dugði ekki til að halda Sögu á lífi og Hilda end­aði í fangi ESÍ.

Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda hins alræmda félags Dróma hf. (eigna­safns SPRON og Frjálsa fjár­fest­inga­bank­ans) fært til Hildu. Um var að ræða fyr­ir­tækja­lán og fulln­ustu­eignir Dróma, meðal ann­ars það íbúða­hús­næði sem félagið hafði gengið að á starfs­tíma sín­um. Ein­stak­lings­lán Dróma fóru hins vegar til Arion banka.

Við þessa breyt­ingu juk­ust eignir Hildu mik­ið. Allt í einu voru bók­færðar eignir félags­ins metnar á 32,5 millj­arða króna. Stór hluti þeirra voru mynda­legt fast­eigna­safn, en það verður að telj­ast afar óvenju­leg staða fyrir seðla­banka að eiga stórt safn fast­eigna. Kjarn­inn fjall­aði um umsvif Hildu á fast­eigna­mark­aði í apríl 2014. 

Í þeim kom fram að Hilda héldi á þeim tíma á 350 fast­eign­um,  250 íbúðum og um 100 fast­eignum sem telj­ast til atvinnu­hús­næð­is. Hluti íbúð­anna vöru í útleigu, aðrar voru í sölu­ferli og sumar voru ekki í íbúð­ar­hæfu ástandi. Á þessum tíma var því komin upp sú sér­staka staða að Seðla­banki Íslands var, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt, að selja íbúðir á mark­aði. Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í apríl 2014 kom enn fremur fram að Hilda kapp­kost­aði að selja eignir ekki of hratt „þar sem slíkt gæti haft mikil áhrif á fast­eigna­mark­að­inn og jafn­vel stuðlað að lækkun fast­eigna­verðs.“

Þurftir að eiga 750 millj­ónir til að taka þátt

Í ágúst Hilda aug­lýst til sölu. Í því sölu­ferli gekk Seðla­bank­inn út frá því að láns­fjár­mögnun hans til Hildu, alls 12,6 millj­arðar króna, verði greidd upp til við­bótar við greiðslu fyrir hlutafé félags­ins. Því var ljóst að kaup­verðið mun hlaupa á millj­örðum króna.

Arion banki sá um sölu­ferl­ið. Sam­kvæmt skil­yrðum sem sett voru fyrir þátt­töku í sölu­ferl­inu þurftu fjár­festar að sýna fram á að þeir ættu að lág­marki 750 millj­ónir króna sem þeir geti nýtt til fjár­fest­ingar í félag­inu til að fá að taka þátt. 

Í DV  4. des­em­ber kom fram að frestur til að skila inn til­boðum í Hildu hafi runnið út 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Á meðan að á sölu­ferl­inu stóð var ákveðið að víkja frá því skil­yrði að áhuga­samir fjár­festar þyrftu að leggja fram skuld­bind­andi til­boð í eigna­safn­ið.  

Umboðs­maður Alþingis gerði athuga­semdir við laga­legar for­sendur stofn­unar ESÍ, í grein­ar­gerð sem hann tók saman um starf­semi Seðla­banka Íslands. Taldi hann að skýr­ingar seðla­bank­ans á færslu verk­efna til ESÍ hafi ekki verið laga­lega full­nægj­andi. Yfir­stjórn Seðla­banka Íslands hafn­aði þessum athuga­semdum Umboðs­manns Alþingis og sagði að með stofnun félags­ins hefði verið brugð­ist við for­dæma­lausri stöðu á fjár­mála­mörk­uð­um.

Miklar eignir

Í svari Seðla­banka Íslands, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um sam­setn­ingu eigna­safns ESÍ, kemur fram að heild­ar­eignir ESÍ um mitt síð­asta ár hafi numið 200,8 millj­örðum króna, en í lok árs 2014 voru eign­irnar 209 millj­arð­ar. Unnið hefur verið mark­visst að því að minnka efna­hag ESÍ, ekki aðeins með eigna­sölu, heldur hefur það einnig gerst með end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri fyr­ir­tækja sem ESÍ hefur átt kröfur ár, þar með talin fallin fjár­mála­fyr­ir­tæki. Frá árinu 2009 hefur efna­hag­ur­inn dreg­ist saman úr 490 millj­örðum króna í 200,8, eða um tæp­lega 290 millarða króna.



Eignir ESÍ. Samantekt: Seðlabanki Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None