Þetta kemur allt fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns VG. Hér að neðan má sjá töflu yfir skiptingu þeirra eigna sem koma til ríkisins. Upphæðir eru í milljörðum króna.
Laust fé | 17,2 |
Aðrar eignir | 60,4 |
Hlutabréf, skráð | 5,9 |
Hlutabréf, óskráð | 4,9 |
Skuldabréf, skráð | 11,1 |
Skuldabréf, óskráð | 1,6 |
Lánaeignir | 18,6 |
Aðrar eignir | 18,3 |
Skilyrtar fjársópseignir | 18,4 |
Laust fé | 0,0 |
Varasjóður | 11,8 |
Lánaeignir | 0,7 |
Aðrar eignir | 5,9 |
Framlag vegna viðskiptabanka | 288,2 |
Íslandsbanki, hlutafé | 184,7 |
Veðskuldabréf vegna Arion banka | 84,0 |
Afkomuskiptasamn. v. sölu Arion, bókf. verð | 19,5 |
Samtals framlög til ríkissjóðs | 384,3 |
Björn Valur spurði einnig um það hversu mikið fé kröfuhafar slitabúanna fái heimild til að flytja úr landi innan gjaldeyrishafta. Heildarfjárhæð endurheimta kröfuhafanna, bæði innlendra og erlendra, af innlendum eignum slitabúanna er 497 milljarðar króna. Þar af er gert ráð fyrir að 131 milljarði króna verði skipt í erlendan gjaldeyri.
Það sem eftir stendur, 375 milljarðar króna, skiptast í gjaldeyrisinnlán, aðrar innlendar gjaldeyriseignir og skuldabréf Landsbankans til slitabús gamla Landsbankans. Hér að neðan má sjá lista yfir endurheimtir kröfuhafa af innlendum eignum.
Milljarðar kr. | Glitnir | Kaupþ. | LBI | Minni | Samtals |
Endurheimtur krónueigna sem skipt er í erlendan gjaldeyri | 72 | 46 | 13 | 131 | |
Endurheimtur vegna innlána í erlendum gjaldeyri sem breytt er í markaðshæf skuldabréf | 35 | 42 | 77 | ||
Endurheimtur vegna Landsbankabréfs | 149 | 149 | |||
Endurheimtur forgangskröfuhafa LBI vegna innlendra eigna í erlendum gjaldeyri | 140 | 140 | |||
Samtals | 497 |