Stöðugleikaframlög hærri en talið var

islandsbanki.jpg
Auglýsing
Ríkið mun fá 384,3 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lög frá slita­búum föllnu bank­anna, sem er hærra en gert var ráð fyrir í grein­ar­gerð Seðla­banka Íslands frá því í októ­ber síð­ast­liðn­um. Langstærsti hlut­inn er 288,2 millj­arða fram­lag vegna við­skipta­bank­anna, þar af tæp­lega 185 millj­arðar króna hlutafé í Íslands­banka. 84 millj­arðar koma til vegna veð­skulda­bréfs vegna Arion banka og 19,5 millj­arðar vegna afkomu­skipta­samn­ings vegna sölu Arion, en það er bók­fært verð. 

Þetta kemur allt fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Vals Gísla­son­ar, vara­þing­manns VG. Hér að neðan má sjá töflu yfir skipt­ingu þeirra eigna sem koma til rík­is­ins. Upp­hæðir eru í millj­örðum króna. Laust fé 17,2 
Aðrar eign­ir 60,4 
Hluta­bréf, skráð 5,9 
Hluta­bréf, óskráð 4,9 
Skulda­bréf, skráð 11,1 
Skulda­bréf, óskráð 1,6 
Lána­eign­ir 18,6 
Aðrar eign­ir 18,3 
Skil­yrtar fjár­sóps­eignir 18,4 
Laust fé 0,0 
Vara­sjóð­ur 11,8 
Lána­eign­ir 0,7 
Aðrar eign­ir 5,9 
Fram­lag vegna við­­skipta­­banka 288,2 
Íslands­banki, hluta­fé 184,7 
Veð­skulda­bréf vegna Arion banka 84,0 
Afkomu­skipta­samn. v. sölu Arion, bókf. verð 19,5 
Sam­tals fram­lög til rík­is­sjóðs 384,3 


Björn Valur spurði einnig um það hversu mikið fé kröfu­hafar slita­bú­anna fái heim­ild til að flytja úr landi innan gjald­eyr­is­hafta. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­heimta kröfu­hafanna, bæði inn­lendra og erlendra, af inn­lendum eignum slita­bú­anna er 497 millj­arðar króna. Þar af er gert ráð fyrir að 131 millj­arði króna verði skipt í erlendan gjald­eyr­i. 

Það sem eftir stend­ur, 375 millj­arðar króna, skipt­ast í gjald­eyr­is­inn­lán, aðrar inn­lendar gjald­eyr­is­eignir og skulda­bréf Lands­bank­ans til slita­bús gamla Lands­bank­ans. Hér að neðan má sjá lista yfir end­ur­heimtir kröfu­hafa af inn­lendum eign­um. 

AuglýsingMillj­arðar kr. GlitnirKaupþ.LBIMinniSam­tals
End­ur­heimtur krónu­eigna sem skipt er í erlendan gjald­eyri 72 46 13 131 
End­ur­heimtur vegna inn­lána í erlendum gjald­eyri sem breytt er í mark­aðs­hæf skulda­bréf 35 42 77 
End­ur­heimtur vegna Lands­banka­bréfs 149149 
End­ur­heimtur for­gangs­kröfu­hafa LBI vegna inn­lendra eigna í erlendum gjald­eyri 140140 
Sam­tals 497 

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None