Ríkissjóður hefði skuldað 206 milljarða í Icesave-skuld

Icesave
Auglýsing
 Ef Ices­a­ve-­samn­ing­arn­ir, sem kenndir eru við Svavar Gests­son, hefðu verið sam­þykktir árið 2009 hefðu eft­ir­stöðvar þeirra hinn 5. júní næst­kom­andi numið tæpum 208 millj­örðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru. Þetta kemur fram í útreikn­ingi sem Hersir Sig­ur­geirs­son, dós­ent í fjár­málum við Háskóla Íslands, hefur birt á Vís­inda­vef Háskól­ans. 

Þar segir að upp­hæðin sé um 8,8 pró­sent af áætl­aðri vergri lands­fram­leiðslu árs­ins 2016. 

Sú fjár­hæð hefði fallið á rík­is­sjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum árs­fjórð­ungs­legum afborg­unum á næstu átta árum, eða um 26 millj­arðar á ári ásamt vöxt­um. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr rík­is­sjóði vegna samn­ing­anna þar sem samn­ing­arnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Lands­bank­ans fyrr en eftir 5. júní 2016."

Auglýsing

Spyrj­and­inn sem Hersir svara á vefnum er Jónas Björn Sig­ur­geirs­son. Hann er fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings en rekur nú bóka­út­gáf­una BF-­út­gáfu, sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lagið og Almenna bóka­fé­lag­ið. Útgáfan gaf meðal ann­ars út bók­ina Ices­a­ve-­samn­ing­arnir - afleikur ald­ar­inn­ar? árið 2011. Höf­undur hennar er Sig­urður Már Jóns­son, sem í dag er upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórnar Íslands.

Kenndir við for­mann­inn

Samn­ing­arnir sem um ræðir voru und­ir­rit­aðir 5. júní 2009. Þeir eru kenndir við Svavar Gests­son vegna þess að hann var for­maður samn­inga­nefndar rík­is­ins við gerð þeirra. 

Í svari Hersis á Vís­inda­vefnum segir að meg­in­efni samn­ing­anna hefði verði að breska og hol­lenska ríkið lán­uðu Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa jafn­virði rúm­lega 700 millj­arða króna, í pundum og evr­um, til fimmtán ára á föstum 5,55% vöxt­um. Lánið var veitt til að end­ur­greiða hol­lenska seðla­bank­anum og breska trygg­ing­ar­sjóðnum það sem þeir höfðu greitt inn­stæðu­eig­endum Lands­bank­ans. Fyrstu sjö ár láns­tím­ans skyldi aðeins greiða inn á lánið sem sam­svar­aði því sem Trygg­ing­ar­sjóð­ur­inn fengi greitt úr slita­búi Lands­bank­ans og eft­ir­stöðvar láns­ins að loknum þeim tíma skyldu greið­ast á átta árum með 32 jöfnum árs­fjórð­ungs­legum afborg­un­um. Með samn­ing­unum ábyrgð­ist rík­is­sjóður þessar greiðslur og þar sem eignir Trygg­ing­ar­sjóðs­ins voru litlar sem engar hefðu þær að mestu fallið á rík­is­sjóð."

End­ur­heimtir urðu 100 pró­sent

End­ur­heimtir úr þrota­búi Lands­bank­ans reynd­ust meiri en búist var við í upp­hafi. Í jan­úar síð­ast­liðnum fékk búið und­an­þágu frá Seðla­banka Íslands til að fram­kvæma fulln­að­ar­upp­gjör eft­ir­stöðva sam­þykktra for­gangskrafna, sem að mestu eru til komnar vegna Ices­a­ve-­reikn­ing­anna, í bú bank­ans. Alls var um að ræða 210,6 millj­arða króna sem átti eftir að greiða inn á Ices­a­ve-­kröf­una. For­gangs­kröfur í bú Lands­bank­ans námu alls 1.328 millj­örðum króna. Þorri þeirra var vegna Ices­a­ve-­reikn­ing­anna og stærsti for­gangs­kröfu­haf­inn var breski inn­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn sem greiddi trygg­ingu til þeirra Breta sem geymdu fé á reikn­ing­un­um. Því greidd­ust for­gangs­kröfur upp að fullu.

Miðað við þær end­ur­heimtir kemst Hersir að þeirri nið­ur­stöðu að eft­ir­stöðvar samn­ings­ins hefðu numið 208 millj­örðum króna, sem á sínum tíma var talið geta orðið mesta mögu­lega nið­ur­staða samn­ing­anna. Það er til að mynda um helm­ingi betri nið­ur­staða en grunn­á­ætl­unin sem lagt var upp með árið 2009, sem gerði ráð fyrir að end­ur­heimtir í bú Lands­bank­ans yrðu 75 pró­sent, reikn­aði með.

Þrír Ices­a­ve-­samn­ingar

Alls voru gerðir þrír Ices­a­ve-­samn­ingar milli íslenskra stjórn­valda ann­ars vegar og Hol­lend­inga og Breta hins veg­ar. Tveir þeirra fóru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eftir að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, neit­aði að skrifa undir lög­in. Ef síð­ustu samn­ing­arn­ir, sem kenndir voru við aðal­samn­inga­mann­inn Lee Buchheit, hefðu verið sam­þykktir hefðu heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs vegna þeirra numið alls um 67 millj­örðum króna, sam­kvæmt úttekt Hersis Sig­ur­geirs­sonar, dós­ents í fjár­málum við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Ices­a­ve-­málið fór á end­anum fyrir EFTA dóm­stól­inn þar sem Ísland var sýknað af kröfum Breta og Hol­lend­inga í upp­hafi árs 2013.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None