Ríkissjóður hefði skuldað 206 milljarða í Icesave-skuld

Icesave
Auglýsing
 Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra hinn 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru. Þetta kemur fram í útreikningi sem Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, hefur birt á Vísindavef Háskólans. 

Þar segir að upphæðin sé um 8,8 prósent af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. 

Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði vegna samninganna þar sem samningarnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016."

Auglýsing

Spyrjandinn sem Hersir svara á vefnum er Jónas Björn Sigurgeirsson. Hann er fyrrum upplýsingafulltrúi Kaupþings en rekur nú bókaútgáfuna BF-útgáfu, sem gefur út undir heitunum Bókafélagið og Almenna bókafélagið. Útgáfan gaf meðal annars út bókina Icesave-samningarnir - afleikur aldarinnar? árið 2011. Höfundur hennar er Sigurður Már Jónsson, sem í dag er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands.

Kenndir við formanninn

Samningarnir sem um ræðir voru undirritaðir 5. júní 2009. Þeir eru kenndir við Svavar Gestsson vegna þess að hann var formaður samninganefndar ríkisins við gerð þeirra. 

Í svari Hersis á Vísindavefnum segir að meginefni samninganna hefði verði að breska og hollenska ríkið lánuðu Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta jafnvirði rúmlega 700 milljarða króna, í pundum og evrum, til fimmtán ára á föstum 5,55% vöxtum. Lánið var veitt til að endurgreiða hollenska seðlabankanum og breska tryggingarsjóðnum það sem þeir höfðu greitt innstæðueigendum Landsbankans. Fyrstu sjö ár lánstímans skyldi aðeins greiða inn á lánið sem samsvaraði því sem Tryggingarsjóðurinn fengi greitt úr slitabúi Landsbankans og eftirstöðvar lánsins að loknum þeim tíma skyldu greiðast á átta árum með 32 jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum. Með samningunum ábyrgðist ríkissjóður þessar greiðslur og þar sem eignir Tryggingarsjóðsins voru litlar sem engar hefðu þær að mestu fallið á ríkissjóð."

Endurheimtir urðu 100 prósent

Endurheimtir úr þrotabúi Landsbankans reyndust meiri en búist var við í upphafi. Í janúar síðastliðnum fékk búið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að framkvæma fullnaðaruppgjör eftirstöðva samþykktra forgangskrafna, sem að mestu eru til komnar vegna Icesave-reikninganna, í bú bankans. Alls var um að ræða 210,6 milljarða króna sem átti eftir að greiða inn á Icesave-kröfuna. Forgangskröfur í bú Landsbankans námu alls 1.328 milljörðum króna. Þorri þeirra var vegna Icesave-reikninganna og stærsti forgangskröfuhafinn var breski innstæðutryggingasjóðurinn sem greiddi tryggingu til þeirra Breta sem geymdu fé á reikningunum. Því greiddust forgangskröfur upp að fullu.

Miðað við þær endurheimtir kemst Hersir að þeirri niðurstöðu að eftirstöðvar samningsins hefðu numið 208 milljörðum króna, sem á sínum tíma var talið geta orðið mesta mögulega niðurstaða samninganna. Það er til að mynda um helmingi betri niðurstaða en grunnáætlunin sem lagt var upp með árið 2009, sem gerði ráð fyrir að endurheimtir í bú Landsbankans yrðu 75 prósent, reiknaði með.

Þrír Icesave-samningar

Alls voru gerðir þrír Icesave-samningar milli íslenskra stjórnvalda annars vegar og Hollendinga og Breta hins vegar. Tveir þeirra fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lögin. Ef síðustu samningarnir, sem kenndir voru við aðalsamningamanninn Lee Buchheit, hefðu verið samþykktir hefðu heildargreiðslur ríkissjóðs vegna þeirra numið alls um 67 milljörðum króna, samkvæmt úttekt Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Icesave-málið fór á endanum fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland var sýknað af kröfum Breta og Hollendinga í upphafi árs 2013.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None