Ríkissjóður hefði skuldað 206 milljarða í Icesave-skuld

Icesave
Auglýsing
 Ef Ices­a­ve-­samn­ing­arn­ir, sem kenndir eru við Svavar Gests­son, hefðu verið sam­þykktir árið 2009 hefðu eft­ir­stöðvar þeirra hinn 5. júní næst­kom­andi numið tæpum 208 millj­örðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru. Þetta kemur fram í útreikn­ingi sem Hersir Sig­ur­geirs­son, dós­ent í fjár­málum við Háskóla Íslands, hefur birt á Vís­inda­vef Háskól­ans. 

Þar segir að upp­hæðin sé um 8,8 pró­sent af áætl­aðri vergri lands­fram­leiðslu árs­ins 2016. 

Sú fjár­hæð hefði fallið á rík­is­sjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum árs­fjórð­ungs­legum afborg­unum á næstu átta árum, eða um 26 millj­arðar á ári ásamt vöxt­um. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr rík­is­sjóði vegna samn­ing­anna þar sem samn­ing­arnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Lands­bank­ans fyrr en eftir 5. júní 2016."

Auglýsing

Spyrj­and­inn sem Hersir svara á vefnum er Jónas Björn Sig­ur­geirs­son. Hann er fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings en rekur nú bóka­út­gáf­una BF-­út­gáfu, sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lagið og Almenna bóka­fé­lag­ið. Útgáfan gaf meðal ann­ars út bók­ina Ices­a­ve-­samn­ing­arnir - afleikur ald­ar­inn­ar? árið 2011. Höf­undur hennar er Sig­urður Már Jóns­son, sem í dag er upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórnar Íslands.

Kenndir við for­mann­inn

Samn­ing­arnir sem um ræðir voru und­ir­rit­aðir 5. júní 2009. Þeir eru kenndir við Svavar Gests­son vegna þess að hann var for­maður samn­inga­nefndar rík­is­ins við gerð þeirra. 

Í svari Hersis á Vís­inda­vefnum segir að meg­in­efni samn­ing­anna hefði verði að breska og hol­lenska ríkið lán­uðu Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa jafn­virði rúm­lega 700 millj­arða króna, í pundum og evr­um, til fimmtán ára á föstum 5,55% vöxt­um. Lánið var veitt til að end­ur­greiða hol­lenska seðla­bank­anum og breska trygg­ing­ar­sjóðnum það sem þeir höfðu greitt inn­stæðu­eig­endum Lands­bank­ans. Fyrstu sjö ár láns­tím­ans skyldi aðeins greiða inn á lánið sem sam­svar­aði því sem Trygg­ing­ar­sjóð­ur­inn fengi greitt úr slita­búi Lands­bank­ans og eft­ir­stöðvar láns­ins að loknum þeim tíma skyldu greið­ast á átta árum með 32 jöfnum árs­fjórð­ungs­legum afborg­un­um. Með samn­ing­unum ábyrgð­ist rík­is­sjóður þessar greiðslur og þar sem eignir Trygg­ing­ar­sjóðs­ins voru litlar sem engar hefðu þær að mestu fallið á rík­is­sjóð."

End­ur­heimtir urðu 100 pró­sent

End­ur­heimtir úr þrota­búi Lands­bank­ans reynd­ust meiri en búist var við í upp­hafi. Í jan­úar síð­ast­liðnum fékk búið und­an­þágu frá Seðla­banka Íslands til að fram­kvæma fulln­að­ar­upp­gjör eft­ir­stöðva sam­þykktra for­gangskrafna, sem að mestu eru til komnar vegna Ices­a­ve-­reikn­ing­anna, í bú bank­ans. Alls var um að ræða 210,6 millj­arða króna sem átti eftir að greiða inn á Ices­a­ve-­kröf­una. For­gangs­kröfur í bú Lands­bank­ans námu alls 1.328 millj­örðum króna. Þorri þeirra var vegna Ices­a­ve-­reikn­ing­anna og stærsti for­gangs­kröfu­haf­inn var breski inn­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn sem greiddi trygg­ingu til þeirra Breta sem geymdu fé á reikn­ing­un­um. Því greidd­ust for­gangs­kröfur upp að fullu.

Miðað við þær end­ur­heimtir kemst Hersir að þeirri nið­ur­stöðu að eft­ir­stöðvar samn­ings­ins hefðu numið 208 millj­örðum króna, sem á sínum tíma var talið geta orðið mesta mögu­lega nið­ur­staða samn­ing­anna. Það er til að mynda um helm­ingi betri nið­ur­staða en grunn­á­ætl­unin sem lagt var upp með árið 2009, sem gerði ráð fyrir að end­ur­heimtir í bú Lands­bank­ans yrðu 75 pró­sent, reikn­aði með.

Þrír Ices­a­ve-­samn­ingar

Alls voru gerðir þrír Ices­a­ve-­samn­ingar milli íslenskra stjórn­valda ann­ars vegar og Hol­lend­inga og Breta hins veg­ar. Tveir þeirra fóru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eftir að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, neit­aði að skrifa undir lög­in. Ef síð­ustu samn­ing­arn­ir, sem kenndir voru við aðal­samn­inga­mann­inn Lee Buchheit, hefðu verið sam­þykktir hefðu heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs vegna þeirra numið alls um 67 millj­örðum króna, sam­kvæmt úttekt Hersis Sig­ur­geirs­sonar, dós­ents í fjár­málum við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Ices­a­ve-­málið fór á end­anum fyrir EFTA dóm­stól­inn þar sem Ísland var sýknað af kröfum Breta og Hol­lend­inga í upp­hafi árs 2013.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None