Bjart yfir - Verðbólgudraugurinn lætur bíða eftir sér

Mikill uppgangur er nú i efnahagslífi Íslands, á nær alla mælikvarða. Seðlabanki Íslands telur þó að verðbólga geti aukist hratt ef hrávöruverð erlendis tekur að hækka á nýjan leik.

Þórarinn
Auglýsing

Töluverður uppgangur er í íslenska hagkerfinu í augnablikinu og útlit fyrir að sú staða haldist áfram næstu mánuði. Laun eru að hækka hratt, verðbólga er lág, 2,1 prósent, fasteignaverð á hraðri uppleið og einkaneysla sömuleiðis. Helsta ástæða þess að hagvöxtur var 4,1 prósent í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum, en ekki 4,6 prósent eins og spá Seðlabanka Íslands gerði ráð fyrir, var mikil aukning í einkaneyslu og innflutnings henni samhliða. Almenningur virðist því vera að njóta þess að vera með meira milli handanna nú en fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að einkaneyslan hafi aukist mikið, þá sýna tölur að skuldir heimilanna hafa lækkað og sparnaður þannig aukist.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta hefti Peningamála á þessu ári, sem kom út í dag, samhliða vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands. Þá var stýrivöxtum haldið óbreyttum í 5,75 prósentum.

Auglýsing

Lágt olíuverð hjálpar Íslandi

Það sem helst hefur haldið verðbólgu niðri á Íslandi að undanförnu, að mati Seðlabanka Íslands, er mikil lækkun á olíuverði, og hrávöruverði almennt, á alþjóðamörkuðum. Þá hafa launahækkanir ekki þrýst verði upp ennþá að neinu ráði, en Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir að verðbólga fari hækkandi og verði komin yfir þrjú prósent síðar á árinu. Í Peningamálum kemur enn fremur fram að gert sé ráð fyrir að hráolíuverð muni hækka í hægum skrefum á þessu ári og verði á bilinu 44 til 58 Bandaríkadalir á tunnu í byrjun næsta árs. Að undanförnu hefur það sveiflast í kringum 30 Bandaríkjadali á tunnu, en þegar þetta er skrifað er það tæplega 28 Bandaríkjadalir á markaði í Bandaríkjunum og rúmlega 30 þegar horft er til Norðursjávarolíunnar.

Vinnumarkaður stækkar

Það er til marks um kraft í efnahagslífinu um þessar mundir að fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 5.300 í fyrra. Á fjórða ársfjórðungi 2015 voru 189.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í síðustu viku. Af þeim voru 183.300 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81,6 prósent, hlutfall starfandi mældist 79 prósent og atvinnuleysi var 3,1 prósent.

Aðhald þarf að auka

Þrátt fyrir að bjart sé yfir hagkerfinu þessi misserin, nánast á alla mælikvarða, þá segir Peningastefnunefndin að auka þurfi aðhald peningastefnunnar, þá væntanlega með vaxtahækkunum, vegna vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Þar skipta umsamdar launahækkanir einna mestu máli, miðað við kjarasamninga á vinnumarkaði má gera ráð fyrir að laun hækki, hjá nær öllum stéttum, um 20 til 30 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Hversu hratt þetta um gerast ræðst af því hvernig framvindan verður í hagkerfinu.

Áframhaldandi hækkanir

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 9,4 prósent á árinu 2015 og kaupsamningum fjölgaði um 17 og hálft prósent. Á sama tíma hækkaði leiguverð um 6 prósent. Mikil hækkun fasteignaverðs á síðasta ári virðist í „ágætu samræmi við þróun byggingarkostnaðar og tekna“, segir í Peningamálum, og horfur eru á áframhaldandi kröftugri hækkun húsnæðisverðs á næstu misserum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None