Bjart yfir - Verðbólgudraugurinn lætur bíða eftir sér

Mikill uppgangur er nú i efnahagslífi Íslands, á nær alla mælikvarða. Seðlabanki Íslands telur þó að verðbólga geti aukist hratt ef hrávöruverð erlendis tekur að hækka á nýjan leik.

Þórarinn
Auglýsing

Tölu­verður upp­gangur er í íslenska hag­kerf­inu í augna­blik­in­u og útlit fyrir að sú staða hald­ist áfram næstu mán­uði. Laun eru að hækka hratt, verð­bólga er lág, 2,1 pró­sent, fast­eigna­verð á hraðri upp­leið og einka­neysla ­sömu­leið­is. Helsta ástæða þess að hag­vöxtur var 4,1 pró­sent í fyrra, sam­kvæmt bráða­birgða­töl­um, en ekki 4,6 pró­sent eins og spá Seðla­banka Íslands gerði ráð ­fyr­ir, var mikil aukn­ing í einka­neyslu og inn­flutn­ings henni sam­hliða. Almenn­ingur virð­ist því vera að njóta þess að vera með meira milli hand­anna nú en fyrir ári síð­an. Þrátt fyrir að einka­neyslan hafi auk­ist mik­ið, þá sýna tölur að skuldir heim­il­anna hafa lækkað og sparn­aður þannig auk­ist.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta hefti Pen­inga­mála á þessu ári, sem kom út í dag, sam­hliða vaxta­á­kvörðun Seðla­banka Ís­lands. Þá var stýri­vöxtum haldið óbreyttum í 5,75 pró­sent­um.

Auglýsing


Lágt olíu­verð hjálpar Íslandi

Það sem helst hefur haldið verð­bólgu niðri á Íslandi að und­an­förnu, að mati Seðla­banka Íslands, er mikil lækkun á olíu­verði, og hrá­vöru­verði almennt, á alþjóða­mörk­uð­um. Þá hafa launa­hækk­anir ekki þrýst verð­i ­upp ennþá að neinu ráði, en Seðla­bank­inn gerir þó ráð fyrir að verð­bólga fari hækk­andi og verði komin yfir þrjú pró­sent síðar á árinu. Í Pen­inga­málum kem­ur enn fremur fram að gert sé ráð fyrir að hrá­ol­íu­verð muni hækka í hægum skref­um á þessu ári og verði á bil­inu 44 til 58 Banda­ríka­dalir á tunnu í byrjun næsta árs. Að und­an­förnu hefur það sveifl­ast í kringum 30 Banda­ríkja­dali á tunnu, en þegar þetta er skrifað er það tæp­lega 28 Banda­ríkja­dalir á mark­aði í Banda­ríkj­unum og rúm­lega 30 þegar horft er til Norð­ursjáv­ar­ol­í­unn­ar.

Vinnu­mark­aður stækkar

Það er til marks um kraft í efna­hags­líf­inu um þessar mund­ir­ að fólki á vinnu­mark­aði fjölg­aði um 5.300 í fyrra. Á fjórða árs­fjórð­ungi 2015 vor­u 189.200 manns á aldr­inum 16–74 ára á vinnu­mark­aði, sam­kvæmt tölum sem Hag­stof­a Ís­lands birti í síð­ustu viku. Af þeim voru 183.300 starf­andi og 5.900 án vinn­u og í atvinnu­leit. Atvinnu­þátt­taka mæld­ist 81,6 pró­sent, hlut­fall starf­andi mæld­ist 79 pró­sent og atvinnu­leysi var 3,1 pró­sent.

Aðhald þarf að auka

Þrátt fyrir að bjart sé yfir hag­kerf­inu þessi miss­er­in, ­nán­ast á alla mæli­kvarða, þá segir Pen­inga­stefnu­nefndin að auka þurfi aðhald ­pen­inga­stefn­unn­ar, þá vænt­an­lega með vaxta­hækk­un­um, vegna vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Þar skipta umsamdar launa­hækk­anir einna mestu máli, mið­að við kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði má gera ráð fyrir að laun hækki, hjá nær öll­u­m ­stétt­um, um 20 til 30 pró­sent á næstu tveimur til þremur árum. Hversu hratt þetta um ger­ast ræðst af því hvernig fram­vindan verður í hag­kerf­inu.

Áfram­hald­andi hækk­anir

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 9,4 pró­sent á ár­inu 2015 og kaup­samn­ingum fjölg­aði um 17 og hálft pró­sent. Á sama tíma hækk­aði leigu­verð um 6 pró­sent. Mikil hækkun fast­eigna­verðs á síð­asta ári virð­ist í „ágætu sam­ræmi við þróun bygg­ing­ar­kostn­aðar og tekna“, segir í Pen­inga­mál­um, og horfur eru á áfram­hald­andi kröft­ugri hækkun hús­næð­is­verðs á næstu miss­er­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None