Bjart yfir - Verðbólgudraugurinn lætur bíða eftir sér

Mikill uppgangur er nú i efnahagslífi Íslands, á nær alla mælikvarða. Seðlabanki Íslands telur þó að verðbólga geti aukist hratt ef hrávöruverð erlendis tekur að hækka á nýjan leik.

Þórarinn
Auglýsing

Tölu­verður upp­gangur er í íslenska hag­kerf­inu í augna­blik­in­u og útlit fyrir að sú staða hald­ist áfram næstu mán­uði. Laun eru að hækka hratt, verð­bólga er lág, 2,1 pró­sent, fast­eigna­verð á hraðri upp­leið og einka­neysla ­sömu­leið­is. Helsta ástæða þess að hag­vöxtur var 4,1 pró­sent í fyrra, sam­kvæmt bráða­birgða­töl­um, en ekki 4,6 pró­sent eins og spá Seðla­banka Íslands gerði ráð ­fyr­ir, var mikil aukn­ing í einka­neyslu og inn­flutn­ings henni sam­hliða. Almenn­ingur virð­ist því vera að njóta þess að vera með meira milli hand­anna nú en fyrir ári síð­an. Þrátt fyrir að einka­neyslan hafi auk­ist mik­ið, þá sýna tölur að skuldir heim­il­anna hafa lækkað og sparn­aður þannig auk­ist.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta hefti Pen­inga­mála á þessu ári, sem kom út í dag, sam­hliða vaxta­á­kvörðun Seðla­banka Ís­lands. Þá var stýri­vöxtum haldið óbreyttum í 5,75 pró­sent­um.

Auglýsing


Lágt olíu­verð hjálpar Íslandi

Það sem helst hefur haldið verð­bólgu niðri á Íslandi að und­an­förnu, að mati Seðla­banka Íslands, er mikil lækkun á olíu­verði, og hrá­vöru­verði almennt, á alþjóða­mörk­uð­um. Þá hafa launa­hækk­anir ekki þrýst verð­i ­upp ennþá að neinu ráði, en Seðla­bank­inn gerir þó ráð fyrir að verð­bólga fari hækk­andi og verði komin yfir þrjú pró­sent síðar á árinu. Í Pen­inga­málum kem­ur enn fremur fram að gert sé ráð fyrir að hrá­ol­íu­verð muni hækka í hægum skref­um á þessu ári og verði á bil­inu 44 til 58 Banda­ríka­dalir á tunnu í byrjun næsta árs. Að und­an­förnu hefur það sveifl­ast í kringum 30 Banda­ríkja­dali á tunnu, en þegar þetta er skrifað er það tæp­lega 28 Banda­ríkja­dalir á mark­aði í Banda­ríkj­unum og rúm­lega 30 þegar horft er til Norð­ursjáv­ar­ol­í­unn­ar.

Vinnu­mark­aður stækkar

Það er til marks um kraft í efna­hags­líf­inu um þessar mund­ir­ að fólki á vinnu­mark­aði fjölg­aði um 5.300 í fyrra. Á fjórða árs­fjórð­ungi 2015 vor­u 189.200 manns á aldr­inum 16–74 ára á vinnu­mark­aði, sam­kvæmt tölum sem Hag­stof­a Ís­lands birti í síð­ustu viku. Af þeim voru 183.300 starf­andi og 5.900 án vinn­u og í atvinnu­leit. Atvinnu­þátt­taka mæld­ist 81,6 pró­sent, hlut­fall starf­andi mæld­ist 79 pró­sent og atvinnu­leysi var 3,1 pró­sent.

Aðhald þarf að auka

Þrátt fyrir að bjart sé yfir hag­kerf­inu þessi miss­er­in, ­nán­ast á alla mæli­kvarða, þá segir Pen­inga­stefnu­nefndin að auka þurfi aðhald ­pen­inga­stefn­unn­ar, þá vænt­an­lega með vaxta­hækk­un­um, vegna vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Þar skipta umsamdar launa­hækk­anir einna mestu máli, mið­að við kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði má gera ráð fyrir að laun hækki, hjá nær öll­u­m ­stétt­um, um 20 til 30 pró­sent á næstu tveimur til þremur árum. Hversu hratt þetta um ger­ast ræðst af því hvernig fram­vindan verður í hag­kerf­inu.

Áfram­hald­andi hækk­anir

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 9,4 pró­sent á ár­inu 2015 og kaup­samn­ingum fjölg­aði um 17 og hálft pró­sent. Á sama tíma hækk­aði leigu­verð um 6 pró­sent. Mikil hækkun fast­eigna­verðs á síð­asta ári virð­ist í „ágætu sam­ræmi við þróun bygg­ing­ar­kostn­aðar og tekna“, segir í Pen­inga­mál­um, og horfur eru á áfram­hald­andi kröft­ugri hækkun hús­næð­is­verðs á næstu miss­er­um.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None