Iða Brá tekur við fjárfestingabankasviði Arion banka af Halldóri Bjarkar

Iða Brá Benediktsdóttir
Auglýsing

Iða Brá Bene­dikts­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starf­inu af Hall­dóri Bjarkar Lúð­vígs­syni sem nýverið hætti störfum hjá bank­an­um.

Iða Brá hefur starfað hjá Kaup­þingi og Arion banka frá árinu 1999 í ýmsum störf­um. Hún­var lengi for­stöðu­maður í fjár­stýr­ingu bank­ans, stýrði sam­skipta­sviði hans um skeið eftir hrun og und­an­farin ár hefur hún gegnt starfi for­stöðu­manns einka­banka­þjón­ustu Arion banka. Hún hefur setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja fyrir hönd bank­ans og sat í sér­fræð­inga­nefnd um afnám verð­trygg­ingar fyrr á þessu kjör­tíma­bil­i. Iða Brá er við­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjár­málum frá Rott­er­dam Shcool of Mana­gement í Hollandi og með próf í verð­bréfa­við­skipt­um.

Ýmis­legt spil­aði inn í starfs­lok Hall­dórs Bjark­ars

Greint var frá því þann 28. jan­úar síð­ast­lið­inn að samið hefði verið um starfs­lok Hall­dór Bjark­ars Lúð­vígs­sonar hjá Arion banka. Hall­dór Bjarkar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þetta hafi verið ákvörðun sem hafi verið að gerj­ast í nokkurn tíma. Þegar að úrslausn á aðkomu Arion banka að Bakka­vör, verk­efni sem hann hafði unnið að árum sam­an, lauk í byrjun viku hafi Hall­dór Bjarkar talið að það væri góður tími til að skipta um vett­vang. „Stærstu úrlausn­ar­verk­efnin sem ég hef leitt fyrir bank­ann er að mestu lok­ið.“Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um söl­una á hlut Arion banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í frétta­skýr­ingu fyrir nokkru.

Auglýsing

Hall­dór Bjarkar var síður en svo verið óum­deildur í störfum sín­um, en hann hefur leitt end­ur­skipu­lagn­ingu og sölu á þeim fyr­ir­tækjum og eign­ar­hlutum sem Arion banki fékk í vöggu­gjöf eftir hrun­ið. Á meðal þeirra eru smá­söluris­inn Hag­ar, Sím­inn, Klakki (áður Exista), N1 og Bakka­vör. Auk þess átti bank­inn stóran hlut í HB Granda og gríð­ar­legt magn fast­eigna, svo fátt eitt sé nefnt.

Í byrjun des­em­ber var greint frá því að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði sektað Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Högum hf. árið 2011 á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Þá vakti sala Arion banka á hlut sínum í Sím­anum til val­ina aðila fyrir almennt útboð hans í fyrra mikla athygli og reiði í sam­fé­lag­in­u. 

Aðspurður um hvort að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber eða gagn­rýnin vegna sölu Arion banka á hlutum í Sím­anum hafi vigtað inn í starfs­lok hans sagði Hall­dór Bjarkar ýmsa þætti hafa haft áhrif. Starfs­lokin hafi verið sam­komu­lag milli hans og Hösk­uldar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None