Iða Brá tekur við fjárfestingabankasviði Arion banka af Halldóri Bjarkar

Iða Brá Benediktsdóttir
Auglýsing

Iða Brá Bene­dikts­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starf­inu af Hall­dóri Bjarkar Lúð­vígs­syni sem nýverið hætti störfum hjá bank­an­um.

Iða Brá hefur starfað hjá Kaup­þingi og Arion banka frá árinu 1999 í ýmsum störf­um. Hún­var lengi for­stöðu­maður í fjár­stýr­ingu bank­ans, stýrði sam­skipta­sviði hans um skeið eftir hrun og und­an­farin ár hefur hún gegnt starfi for­stöðu­manns einka­banka­þjón­ustu Arion banka. Hún hefur setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja fyrir hönd bank­ans og sat í sér­fræð­inga­nefnd um afnám verð­trygg­ingar fyrr á þessu kjör­tíma­bil­i. Iða Brá er við­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjár­málum frá Rott­er­dam Shcool of Mana­gement í Hollandi og með próf í verð­bréfa­við­skipt­um.

Ýmis­legt spil­aði inn í starfs­lok Hall­dórs Bjark­ars

Greint var frá því þann 28. jan­úar síð­ast­lið­inn að samið hefði verið um starfs­lok Hall­dór Bjark­ars Lúð­vígs­sonar hjá Arion banka. Hall­dór Bjarkar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þetta hafi verið ákvörðun sem hafi verið að gerj­ast í nokkurn tíma. Þegar að úrslausn á aðkomu Arion banka að Bakka­vör, verk­efni sem hann hafði unnið að árum sam­an, lauk í byrjun viku hafi Hall­dór Bjarkar talið að það væri góður tími til að skipta um vett­vang. „Stærstu úrlausn­ar­verk­efnin sem ég hef leitt fyrir bank­ann er að mestu lok­ið.“Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um söl­una á hlut Arion banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í frétta­skýr­ingu fyrir nokkru.

Auglýsing

Hall­dór Bjarkar var síður en svo verið óum­deildur í störfum sín­um, en hann hefur leitt end­ur­skipu­lagn­ingu og sölu á þeim fyr­ir­tækjum og eign­ar­hlutum sem Arion banki fékk í vöggu­gjöf eftir hrun­ið. Á meðal þeirra eru smá­söluris­inn Hag­ar, Sím­inn, Klakki (áður Exista), N1 og Bakka­vör. Auk þess átti bank­inn stóran hlut í HB Granda og gríð­ar­legt magn fast­eigna, svo fátt eitt sé nefnt.

Í byrjun des­em­ber var greint frá því að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði sektað Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Högum hf. árið 2011 á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Þá vakti sala Arion banka á hlut sínum í Sím­anum til val­ina aðila fyrir almennt útboð hans í fyrra mikla athygli og reiði í sam­fé­lag­in­u. 

Aðspurður um hvort að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber eða gagn­rýnin vegna sölu Arion banka á hlutum í Sím­anum hafi vigtað inn í starfs­lok hans sagði Hall­dór Bjarkar ýmsa þætti hafa haft áhrif. Starfs­lokin hafi verið sam­komu­lag milli hans og Hösk­uldar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None