Iða Brá tekur við fjárfestingabankasviði Arion banka af Halldóri Bjarkar

Iða Brá Benediktsdóttir
Auglýsing

Iða Brá Bene­dikts­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starf­inu af Hall­dóri Bjarkar Lúð­vígs­syni sem nýverið hætti störfum hjá bank­an­um.

Iða Brá hefur starfað hjá Kaup­þingi og Arion banka frá árinu 1999 í ýmsum störf­um. Hún­var lengi for­stöðu­maður í fjár­stýr­ingu bank­ans, stýrði sam­skipta­sviði hans um skeið eftir hrun og und­an­farin ár hefur hún gegnt starfi for­stöðu­manns einka­banka­þjón­ustu Arion banka. Hún hefur setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja fyrir hönd bank­ans og sat í sér­fræð­inga­nefnd um afnám verð­trygg­ingar fyrr á þessu kjör­tíma­bil­i. Iða Brá er við­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjár­málum frá Rott­er­dam Shcool of Mana­gement í Hollandi og með próf í verð­bréfa­við­skipt­um.

Ýmis­legt spil­aði inn í starfs­lok Hall­dórs Bjark­ars

Greint var frá því þann 28. jan­úar síð­ast­lið­inn að samið hefði verið um starfs­lok Hall­dór Bjark­ars Lúð­vígs­sonar hjá Arion banka. Hall­dór Bjarkar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þetta hafi verið ákvörðun sem hafi verið að gerj­ast í nokkurn tíma. Þegar að úrslausn á aðkomu Arion banka að Bakka­vör, verk­efni sem hann hafði unnið að árum sam­an, lauk í byrjun viku hafi Hall­dór Bjarkar talið að það væri góður tími til að skipta um vett­vang. „Stærstu úrlausn­ar­verk­efnin sem ég hef leitt fyrir bank­ann er að mestu lok­ið.“Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um söl­una á hlut Arion banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í frétta­skýr­ingu fyrir nokkru.

Auglýsing

Hall­dór Bjarkar var síður en svo verið óum­deildur í störfum sín­um, en hann hefur leitt end­ur­skipu­lagn­ingu og sölu á þeim fyr­ir­tækjum og eign­ar­hlutum sem Arion banki fékk í vöggu­gjöf eftir hrun­ið. Á meðal þeirra eru smá­söluris­inn Hag­ar, Sím­inn, Klakki (áður Exista), N1 og Bakka­vör. Auk þess átti bank­inn stóran hlut í HB Granda og gríð­ar­legt magn fast­eigna, svo fátt eitt sé nefnt.

Í byrjun des­em­ber var greint frá því að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði sektað Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Högum hf. árið 2011 á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Þá vakti sala Arion banka á hlut sínum í Sím­anum til val­ina aðila fyrir almennt útboð hans í fyrra mikla athygli og reiði í sam­fé­lag­in­u. 

Aðspurður um hvort að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber eða gagn­rýnin vegna sölu Arion banka á hlutum í Sím­anum hafi vigtað inn í starfs­lok hans sagði Hall­dór Bjarkar ýmsa þætti hafa haft áhrif. Starfs­lokin hafi verið sam­komu­lag milli hans og Hösk­uldar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None