Iða Brá tekur við fjárfestingabankasviði Arion banka af Halldóri Bjarkar

Iða Brá Benediktsdóttir
Auglýsing

Iða Brá Bene­dikts­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starf­inu af Hall­dóri Bjarkar Lúð­vígs­syni sem nýverið hætti störfum hjá bank­an­um.

Iða Brá hefur starfað hjá Kaup­þingi og Arion banka frá árinu 1999 í ýmsum störf­um. Hún­var lengi for­stöðu­maður í fjár­stýr­ingu bank­ans, stýrði sam­skipta­sviði hans um skeið eftir hrun og und­an­farin ár hefur hún gegnt starfi for­stöðu­manns einka­banka­þjón­ustu Arion banka. Hún hefur setið í stjórnum nokk­urra fyr­ir­tækja fyrir hönd bank­ans og sat í sér­fræð­inga­nefnd um afnám verð­trygg­ingar fyrr á þessu kjör­tíma­bil­i. Iða Brá er við­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjár­málum frá Rott­er­dam Shcool of Mana­gement í Hollandi og með próf í verð­bréfa­við­skipt­um.

Ýmis­legt spil­aði inn í starfs­lok Hall­dórs Bjark­ars

Greint var frá því þann 28. jan­úar síð­ast­lið­inn að samið hefði verið um starfs­lok Hall­dór Bjark­ars Lúð­vígs­sonar hjá Arion banka. Hall­dór Bjarkar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þetta hafi verið ákvörðun sem hafi verið að gerj­ast í nokkurn tíma. Þegar að úrslausn á aðkomu Arion banka að Bakka­vör, verk­efni sem hann hafði unnið að árum sam­an, lauk í byrjun viku hafi Hall­dór Bjarkar talið að það væri góður tími til að skipta um vett­vang. „Stærstu úrlausn­ar­verk­efnin sem ég hef leitt fyrir bank­ann er að mestu lok­ið.“Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um söl­una á hlut Arion banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í frétta­skýr­ingu fyrir nokkru.

Auglýsing

Hall­dór Bjarkar var síður en svo verið óum­deildur í störfum sín­um, en hann hefur leitt end­ur­skipu­lagn­ingu og sölu á þeim fyr­ir­tækjum og eign­ar­hlutum sem Arion banki fékk í vöggu­gjöf eftir hrun­ið. Á meðal þeirra eru smá­söluris­inn Hag­ar, Sím­inn, Klakki (áður Exista), N1 og Bakka­vör. Auk þess átti bank­inn stóran hlut í HB Granda og gríð­ar­legt magn fast­eigna, svo fátt eitt sé nefnt.

Í byrjun des­em­ber var greint frá því að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði sektað Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Högum hf. árið 2011 á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Þá vakti sala Arion banka á hlut sínum í Sím­anum til val­ina aðila fyrir almennt útboð hans í fyrra mikla athygli og reiði í sam­fé­lag­in­u. 

Aðspurður um hvort að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber eða gagn­rýnin vegna sölu Arion banka á hlutum í Sím­anum hafi vigtað inn í starfs­lok hans sagði Hall­dór Bjarkar ýmsa þætti hafa haft áhrif. Starfs­lokin hafi verið sam­komu­lag milli hans og Hösk­uldar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None