Stýrivextir Seðlabankans áfram 5,75 prósent

Már Guðmundsson
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda stýri­vöxtum bank­ans óbreyttum og verða þeir því áfram 5,75 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar segir að hagvöxtur í fyrra sé tal­inn hafa verið minni en áætlað var í nóv­em­ber­spá bank­ans eða 4,1 pró­sent í stað 4,6 pró­sent. Horfur eru á svip­uðum hag­vexti í ár eða 4,2 pró­sent. Það sé eins pró­sentu meiri vöxtur en spáð var í nóv­em­ber og skýrist frá­vikið af horfum um meiri vöxt einka­neyslu en þá var gert ráð fyrir enda útlit fyrir að laun hækki meira, atvinna vaxi hraðar og verð­bólga verði minni.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar sem birt var í morg­un.

Verð­bólga yfir þrjú pró­sent í lok árs

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að útlit sé fyrir að fram­leiðsluslaki hafi horfið síð­ast­liðið ár og að útlit sé fyrir vax­andi spennu í hag­kerf­in­u. Hækkun launa langt umfram verð­bólgu­mark­mið og fram­leiðni­vöxt eykur verð­bólgu­þrýst­ing en alþjóð­leg þróun orku- og hrá­vöru­verðs og geng­is­þróun krón­unnar vega á móti. Verð­bólga hefur verið minni en spáð var í nóv­em­ber og horfur eru á að svo verði áfram fram á næsta ár. Verð­hjöðnun á alþjóð­legum vöru­mörk­uðum gæti hins vegar stöðvast og snú­ist við á næstu miss­er­um. Sam­kvæmt alþjóð­legum spám er búist við að það ger­ist er líða tekur á þetta ár." Vegna þessa gerir Seðla­bank­inn ráð fyrir að verð­bólga á Íslandi verði komin yfir þrjú pró­sent í árs­lok 2016 og í fjögur pró­sent ári síð­ar. 

Auglýsing

Styrk­ing krón­unnar og alþjóð­leg verð­lags­þróun hafi veitt svig­rúm til að hækka stýri­vexti hægar en áður var talið nauð­syn­leg­t. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðla­bank­ans er lík­legt að auka þurfi aðhald pen­inga­stefn­unnar frekar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unn­i," segir í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

Áfram­hald­andi upp­gangur

Grein­ing­ar­deild Arion banka birti í gær Mark­aðs­punkta þar sem fram kom að ýmsar vís­bend­ingar bendi til þess að nokkur upp­gangur hafi verið í hag­kerf­inu á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015 og að svo verði áfram til skemmri tíma hið minnsta. Atvinnu­leysi hafi dreg­ist hraðar saman en spár gerðu ráð fyrir og hafi verið 3,1 pró­sent í lok árs. Þá hafi neysla ferða­manna í krónum talið auk­ist nokkuð án þess að ferða­mönnum hafi fjölgað á sama tíma og korta­velta Íslend­inga bæði hér­lendis og erlendis hefur auk­ist. Engar vís­bend­ingar eru um að áfram­hald­andi sam­dráttur verði í íbúða­fjár­est­ing­um. Auk þess hafa miklar launa­hækk­anir sam­hliða ein­stak­lega hag­felldu verð­bólgu­um­hverfi gert það að verkum að kaup­máttur launa jókst um 6,7 pró­sent milli ára á síð­asta árs­fjórð­ungi.

Hag­stofan mun birta tölur um lands­fram­leiðslu á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015 10. mars næst­kom­andi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None