Stýrivextir Seðlabankans áfram 5,75 prósent

Már Guðmundsson
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda stýri­vöxtum bank­ans óbreyttum og verða þeir því áfram 5,75 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar segir að hagvöxtur í fyrra sé tal­inn hafa verið minni en áætlað var í nóv­em­ber­spá bank­ans eða 4,1 pró­sent í stað 4,6 pró­sent. Horfur eru á svip­uðum hag­vexti í ár eða 4,2 pró­sent. Það sé eins pró­sentu meiri vöxtur en spáð var í nóv­em­ber og skýrist frá­vikið af horfum um meiri vöxt einka­neyslu en þá var gert ráð fyrir enda útlit fyrir að laun hækki meira, atvinna vaxi hraðar og verð­bólga verði minni.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar sem birt var í morg­un.

Verð­bólga yfir þrjú pró­sent í lok árs

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að útlit sé fyrir að fram­leiðsluslaki hafi horfið síð­ast­liðið ár og að útlit sé fyrir vax­andi spennu í hag­kerf­in­u. Hækkun launa langt umfram verð­bólgu­mark­mið og fram­leiðni­vöxt eykur verð­bólgu­þrýst­ing en alþjóð­leg þróun orku- og hrá­vöru­verðs og geng­is­þróun krón­unnar vega á móti. Verð­bólga hefur verið minni en spáð var í nóv­em­ber og horfur eru á að svo verði áfram fram á næsta ár. Verð­hjöðnun á alþjóð­legum vöru­mörk­uðum gæti hins vegar stöðvast og snú­ist við á næstu miss­er­um. Sam­kvæmt alþjóð­legum spám er búist við að það ger­ist er líða tekur á þetta ár." Vegna þessa gerir Seðla­bank­inn ráð fyrir að verð­bólga á Íslandi verði komin yfir þrjú pró­sent í árs­lok 2016 og í fjögur pró­sent ári síð­ar. 

Auglýsing

Styrk­ing krón­unnar og alþjóð­leg verð­lags­þróun hafi veitt svig­rúm til að hækka stýri­vexti hægar en áður var talið nauð­syn­leg­t. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðla­bank­ans er lík­legt að auka þurfi aðhald pen­inga­stefn­unnar frekar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unn­i," segir í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

Áfram­hald­andi upp­gangur

Grein­ing­ar­deild Arion banka birti í gær Mark­aðs­punkta þar sem fram kom að ýmsar vís­bend­ingar bendi til þess að nokkur upp­gangur hafi verið í hag­kerf­inu á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015 og að svo verði áfram til skemmri tíma hið minnsta. Atvinnu­leysi hafi dreg­ist hraðar saman en spár gerðu ráð fyrir og hafi verið 3,1 pró­sent í lok árs. Þá hafi neysla ferða­manna í krónum talið auk­ist nokkuð án þess að ferða­mönnum hafi fjölgað á sama tíma og korta­velta Íslend­inga bæði hér­lendis og erlendis hefur auk­ist. Engar vís­bend­ingar eru um að áfram­hald­andi sam­dráttur verði í íbúða­fjár­est­ing­um. Auk þess hafa miklar launa­hækk­anir sam­hliða ein­stak­lega hag­felldu verð­bólgu­um­hverfi gert það að verkum að kaup­máttur launa jókst um 6,7 pró­sent milli ára á síð­asta árs­fjórð­ungi.

Hag­stofan mun birta tölur um lands­fram­leiðslu á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015 10. mars næst­kom­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None