Kolbeini Árnasyni boðið að taka sæti í stjórn gamla Landsbankans

Kolbeinn Árnason
Auglýsing

Eig­endur gamla Lands­bank­ans, LBI hf., hafa boðið Kol­beini Árna­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sæti í stjórn félags­ins. LBI tók við eignum slita­bús gamla Lands­bank­ans eftir að nauða­samn­ingur hans gekki í gildi. Greint er frá þessu í Frétta­blað­inu í dag og þar stað­festir Kol­beinn að honum hafi verið boðið starf­ið. 

Hann yrði þá þriðji Íslend­ing­ur­inn sem mun taka sæti í stjórn þeirra félaga sem taka við eignum föllnu bank­anna eftir nauða­samn­inga þeirra. Lög­menn­irnir Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem sat í slita­stjórn Kaup­þings, og Óttar Páls­son, sem eitt sinn stýrði Straumi fjár­fest­inga­banka, hafa báðir verið beðnir um að setj­ast í stjórn Kaup­þings. Engin Íslend­ingur mun hins vegar sitja í stjórn Glitn­is. 

Kol­beinn hefur ekki verið form­lega skip­aður í stjórn LBI þar sem fyrsti hlut­hafa­fundur félags­ins eftir að nauða­samn­ingar gamla Lands­bank­ans tóku gildi hefur ekki verið hald­inn.

Auglýsing

Kol­beinn er lög­fræð­ingur og starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs slita­bús Kaup­þings á árunum 2008 til 2013. Hann starf­aði einnig hjá Kaup­þingi áður en skila­nefnd var skipuð yfir bank­ann. Kol­beinn var í fréttum fyrr í þess­ari viku vegna end­ur­upp­töku­beiðni Ólafs Ólafs­son­ar, Sig­urðar Ein­ars­sonar og Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar í Al Than­i-­mál­inu. Menn­irnir töldu að tveir dóm­arar máls­ins í Hæsta­rétti hefðu verið van­hæfir vegna þess að synir þeirra hefðu unnið fyrir slita­stjórn Kaup­þings, sem hefði haft beina fjár­hags­lega hags­muni af því að sak­fell­ing feng­ist í mál­inu. Annar þeirra dóm­ara var Árni Kol­beins­son, faðir Kol­beins. Nið­ur­staða end­ur­upp­töku­nefndar varð sú að Árni hefði ekki verið van­hæfur vegna tengsla sinna við Kol­bein. Öðrum kröfum hinna dæmdu manna um end­ur­upp­töku var einnig hafn­að.

Meira úr sama flokkiInnlent
None