Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

For­maður fjár­laga­nefnd­ar, Vig­dís Hauks­dótt­ir, seg­ist vita um mörg dæmi þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki hafi verið tekin af eig­endum sín­um, skuld­hreinsuð og færð í hendur ann­arra án upp­lýstrar umræðu. Oftar en ekki hafi þær eignir síðan marg­fald­ast í verði. Þá sé ljóst að það hafi verið tekin stefnu­mark­andi ákvörðun um að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki upp í topp sam­hliða því að keyra ein­hver fyr­ir­tækj­anna í gjald­þrot og færa öðrum eign­ar­hald þeirra.

Í við­tali við Morg­un­blaðið segir hún: „Það voru mörg „Borg­un­ar­mál­in" á síð­asta kjör­tíma­bil­i."

Vig­dís hefur barist fyrir því að trún­aði af gögnum í fórum Alþingis um það þegar samið var við kröfu­hafa Glitnis og Kaup­þings um það þeir myndu fá meiri­hluta í Íslands­banka og Arion banka árið 2009. Kröfu­hafar Glitnis hafa síðan skilað Íslands­banka til rík­is­ins sem hluta af stöð­ug­leika­fram­lags­greiðslu sinni. Vig­dís segir að almenn­ingur eigi skilið að fá að vita hvað hafi fari fram á síð­asta kjör­tíma­bil­i. 

Auglýsing

Vig­dís seg­ist ekki muna eftir því að það hafi verið rætt á síð­asta kjör­tíma­bili að fara með þessi fyr­ir­tæki í opið sölu­ferli af bönk­un­um.

Vill rann­saka aðkomu alþjóða­stofn­ana að end­ur­reisn bank­anna

Í við­tali við Morg­un­blaðið nefndir Víg­dís engin dæmi um líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem hafi verið tekin af eig­endum sínum með óbil­gjörnum hætti. Þar ræðir hún hins vegar skort á aðgengi að gögnum um færslu nýju bank­anna til kröfu­hafa, sem var hluti af upp­gjöri við þá vegna eigna sem færðar voru með handafli af rík­inu yfir til hinna nýju banka, og hið svo­kall­aða Víg­lund­ar­mál. Brynjar Níels­son alþing­is­maður gerði skýrslu um ásak­anir Víg­lund­ar, sem snér­ust um að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi framið lög­brot og haft af íslenskum fyr­ir­tækjum og heim­ilum um 300 til 400 millj­arða króna við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins á árinu 2009. Sú skýrsla kom út fyrir um ári og sam­kvæmt henni var úti­lokað að taka undir sum sjón­ar­mið Víg­lundar og Brynjar seg­ist sjálfur ekki taka undir ásak­anir um að svikum og blekk­ingum gafi verið beitt til að gæta hags­muna ein­hverra útlend­inga.

Vig­dís segir hins vegar að gögn máls­ins kalli á frek­ari rann­sókn á til­drögum þess að bank­arnir voru einka­væddir á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fyrst og fremst legg ég áherslu á að það verði farið í rann­sókn á einka­væð­ing­unni hinni síð­ari, vegna þeirra gagna sem liggja til grund­vallar og þeirra upp­lýs­inga sem ég hef, sem eru bundin trún­aði. Það eitt og sér sýnir mér að það verði að rann­saka þessi mál."

Þá telur Vig­dís einnig að það þurfi að rann­saka aðkomu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins að þessum gjörn­ing­um. Þá ætti jafn­framt að kanna tengslin á milli end­ur­reisnar Lands­bank­ans og Ices­a­ve-­samn­ing­anna og tengslin við Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None