Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

For­maður fjár­laga­nefnd­ar, Vig­dís Hauks­dótt­ir, seg­ist vita um mörg dæmi þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki hafi verið tekin af eig­endum sín­um, skuld­hreinsuð og færð í hendur ann­arra án upp­lýstrar umræðu. Oftar en ekki hafi þær eignir síðan marg­fald­ast í verði. Þá sé ljóst að það hafi verið tekin stefnu­mark­andi ákvörðun um að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki upp í topp sam­hliða því að keyra ein­hver fyr­ir­tækj­anna í gjald­þrot og færa öðrum eign­ar­hald þeirra.

Í við­tali við Morg­un­blaðið segir hún: „Það voru mörg „Borg­un­ar­mál­in" á síð­asta kjör­tíma­bil­i."

Vig­dís hefur barist fyrir því að trún­aði af gögnum í fórum Alþingis um það þegar samið var við kröfu­hafa Glitnis og Kaup­þings um það þeir myndu fá meiri­hluta í Íslands­banka og Arion banka árið 2009. Kröfu­hafar Glitnis hafa síðan skilað Íslands­banka til rík­is­ins sem hluta af stöð­ug­leika­fram­lags­greiðslu sinni. Vig­dís segir að almenn­ingur eigi skilið að fá að vita hvað hafi fari fram á síð­asta kjör­tíma­bil­i. 

Auglýsing

Vig­dís seg­ist ekki muna eftir því að það hafi verið rætt á síð­asta kjör­tíma­bili að fara með þessi fyr­ir­tæki í opið sölu­ferli af bönk­un­um.

Vill rann­saka aðkomu alþjóða­stofn­ana að end­ur­reisn bank­anna

Í við­tali við Morg­un­blaðið nefndir Víg­dís engin dæmi um líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem hafi verið tekin af eig­endum sínum með óbil­gjörnum hætti. Þar ræðir hún hins vegar skort á aðgengi að gögnum um færslu nýju bank­anna til kröfu­hafa, sem var hluti af upp­gjöri við þá vegna eigna sem færðar voru með handafli af rík­inu yfir til hinna nýju banka, og hið svo­kall­aða Víg­lund­ar­mál. Brynjar Níels­son alþing­is­maður gerði skýrslu um ásak­anir Víg­lund­ar, sem snér­ust um að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi framið lög­brot og haft af íslenskum fyr­ir­tækjum og heim­ilum um 300 til 400 millj­arða króna við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins á árinu 2009. Sú skýrsla kom út fyrir um ári og sam­kvæmt henni var úti­lokað að taka undir sum sjón­ar­mið Víg­lundar og Brynjar seg­ist sjálfur ekki taka undir ásak­anir um að svikum og blekk­ingum gafi verið beitt til að gæta hags­muna ein­hverra útlend­inga.

Vig­dís segir hins vegar að gögn máls­ins kalli á frek­ari rann­sókn á til­drögum þess að bank­arnir voru einka­væddir á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fyrst og fremst legg ég áherslu á að það verði farið í rann­sókn á einka­væð­ing­unni hinni síð­ari, vegna þeirra gagna sem liggja til grund­vallar og þeirra upp­lýs­inga sem ég hef, sem eru bundin trún­aði. Það eitt og sér sýnir mér að það verði að rann­saka þessi mál."

Þá telur Vig­dís einnig að það þurfi að rann­saka aðkomu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins að þessum gjörn­ing­um. Þá ætti jafn­framt að kanna tengslin á milli end­ur­reisnar Lands­bank­ans og Ices­a­ve-­samn­ing­anna og tengslin við Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­ina.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None