Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, segist vita um mörg dæmi þess að lífvænleg fyrirtæki hafi verið tekin af eigendum sínum, skuldhreinsuð og færð í hendur annarra án upplýstrar umræðu. Oftar en ekki hafi þær eignir síðan margfaldast í verði. Þá sé ljóst að það hafi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um að rukka heimili og fyrirtæki upp í topp samhliða því að keyra einhver fyrirtækjanna í gjaldþrot og færa öðrum eignarhald þeirra.

Í viðtali við Morgunblaðið segir hún: „Það voru mörg „Borgunarmálin" á síðasta kjörtímabili."

Vigdís hefur barist fyrir því að trúnaði af gögnum í fórum Alþingis um það þegar samið var við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings um það þeir myndu fá meirihluta í Íslandsbanka og Arion banka árið 2009. Kröfuhafar Glitnis hafa síðan skilað Íslandsbanka til ríkisins sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu sinni. Vigdís segir að almenningur eigi skilið að fá að vita hvað hafi fari fram á síðasta kjörtímabili. 

Auglýsing

Vigdís segist ekki muna eftir því að það hafi verið rætt á síðasta kjörtímabili að fara með þessi fyrirtæki í opið söluferli af bönkunum.

Vill rannsaka aðkomu alþjóðastofnana að endurreisn bankanna

Í viðtali við Morgunblaðið nefndir Vígdís engin dæmi um lífvænleg fyrirtæki sem hafi verið tekin af eigendum sínum með óbilgjörnum hætti. Þar ræðir hún hins vegar skort á aðgengi að gögnum um færslu nýju bankanna til kröfuhafa, sem var hluti af uppgjöri við þá vegna eigna sem færðar voru með handafli af ríkinu yfir til hinna nýju banka, og hið svokallaða Víglundarmál. Brynjar Níelsson alþingismaður gerði skýrslu um ásakanir Víglundar, sem snérust um að stjórnmálamenn, embættismenn og eftirlitsaðilar hafi framið lögbrot og haft af íslenskum fyrirtækjum og heimilum um 300 til 400 milljarða króna við endurreisn bankakerfisins á árinu 2009. Sú skýrsla kom út fyrir um ári og samkvæmt henni var útilokað að taka undir sum sjónarmið Víglundar og Brynjar segist sjálfur ekki taka undir ásakanir um að svikum og blekkingum gafi verið beitt til að gæta hagsmuna einhverra útlendinga.

Vigdís segir hins vegar að gögn málsins kalli á frekari rannsókn á tildrögum þess að bankarnir voru einkavæddir á síðasta kjörtímabili. Fyrst og fremst legg ég áherslu á að það verði farið í rannsókn á einkavæðingunni hinni síðari, vegna þeirra gagna sem liggja til grundvallar og þeirra upplýsinga sem ég hef, sem eru bundin trúnaði. Það eitt og sér sýnir mér að það verði að rannsaka þessi mál."

Þá telur Vigdís einnig að það þurfi að rannsaka aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að þessum gjörningum. Þá ætti jafnframt að kanna tengslin á milli endurreisnar Landsbankans og Icesave-samninganna og tengslin við Evrópusambandsumsóknina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None