Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Vigd.s.Hauks_.64.jpg
Auglýsing

For­maður fjár­laga­nefnd­ar, Vig­dís Hauks­dótt­ir, seg­ist vita um mörg dæmi þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki hafi verið tekin af eig­endum sín­um, skuld­hreinsuð og færð í hendur ann­arra án upp­lýstrar umræðu. Oftar en ekki hafi þær eignir síðan marg­fald­ast í verði. Þá sé ljóst að það hafi verið tekin stefnu­mark­andi ákvörðun um að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki upp í topp sam­hliða því að keyra ein­hver fyr­ir­tækj­anna í gjald­þrot og færa öðrum eign­ar­hald þeirra.

Í við­tali við Morg­un­blaðið segir hún: „Það voru mörg „Borg­un­ar­mál­in" á síð­asta kjör­tíma­bil­i."

Vig­dís hefur barist fyrir því að trún­aði af gögnum í fórum Alþingis um það þegar samið var við kröfu­hafa Glitnis og Kaup­þings um það þeir myndu fá meiri­hluta í Íslands­banka og Arion banka árið 2009. Kröfu­hafar Glitnis hafa síðan skilað Íslands­banka til rík­is­ins sem hluta af stöð­ug­leika­fram­lags­greiðslu sinni. Vig­dís segir að almenn­ingur eigi skilið að fá að vita hvað hafi fari fram á síð­asta kjör­tíma­bil­i. 

Auglýsing

Vig­dís seg­ist ekki muna eftir því að það hafi verið rætt á síð­asta kjör­tíma­bili að fara með þessi fyr­ir­tæki í opið sölu­ferli af bönk­un­um.

Vill rann­saka aðkomu alþjóða­stofn­ana að end­ur­reisn bank­anna

Í við­tali við Morg­un­blaðið nefndir Víg­dís engin dæmi um líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem hafi verið tekin af eig­endum sínum með óbil­gjörnum hætti. Þar ræðir hún hins vegar skort á aðgengi að gögnum um færslu nýju bank­anna til kröfu­hafa, sem var hluti af upp­gjöri við þá vegna eigna sem færðar voru með handafli af rík­inu yfir til hinna nýju banka, og hið svo­kall­aða Víg­lund­ar­mál. Brynjar Níels­son alþing­is­maður gerði skýrslu um ásak­anir Víg­lund­ar, sem snér­ust um að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi framið lög­brot og haft af íslenskum fyr­ir­tækjum og heim­ilum um 300 til 400 millj­arða króna við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins á árinu 2009. Sú skýrsla kom út fyrir um ári og sam­kvæmt henni var úti­lokað að taka undir sum sjón­ar­mið Víg­lundar og Brynjar seg­ist sjálfur ekki taka undir ásak­anir um að svikum og blekk­ingum gafi verið beitt til að gæta hags­muna ein­hverra útlend­inga.

Vig­dís segir hins vegar að gögn máls­ins kalli á frek­ari rann­sókn á til­drögum þess að bank­arnir voru einka­væddir á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fyrst og fremst legg ég áherslu á að það verði farið í rann­sókn á einka­væð­ing­unni hinni síð­ari, vegna þeirra gagna sem liggja til grund­vallar og þeirra upp­lýs­inga sem ég hef, sem eru bundin trún­aði. Það eitt og sér sýnir mér að það verði að rann­saka þessi mál."

Þá telur Vig­dís einnig að það þurfi að rann­saka aðkomu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins að þessum gjörn­ing­um. Þá ætti jafn­framt að kanna tengslin á milli end­ur­reisnar Lands­bank­ans og Ices­a­ve-­samn­ing­anna og tengslin við Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­ina.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None