Kröfuhafar Havila hafna endurskipulagningu - Íslenskir bankar lánuðu milljarða

Havila Crusader
Auglýsing

Kröfu­hafar norska félags­ins Havila Ship­ing ASA hafa hafn­að ­á­ætlun um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum þess, sem gerðu ráð fyrir því að leng­t yrði umtals­vert í þeim. Félagið hafði gefið sér þangað til í gær, 15. febr­ú­ar, til að kom­ast að niðut­stöðu í mál­inu enda sjái það fyrir sér alvar­lega fjár­hags­lega erf­ið­leika á tíma­bil­inu 2016-2018“ vegna þeirrar nið­ur­sveiflu sem átt hafi sér stað á þjón­ustu­mark­aði við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó. Þeir bankar sem lánað hafa Havila fé, þar á meðal íslensku bank­arnir Íslands­banki og Arion banki, studdu áætl­un­ina. 

Í til­kynn­ingu til­ norsku Kaup­hall­ar­innar í morgun kom hins vegar fram að ekki hefði tek­ist að fá 2/3 hluta af óveð­tryggðum skulda­bréfa­eig­endum Havila til að sam­þykkja hana. Þess ­vegna verði öllum vaxta­greiðslum og greiðslum af höf­uð­stól lána hætt sam­stund­is og haf­ist handa við að ræða við þá um sam­komu­lag um greiðslu­stöðv­un.  

Virði Havila í Kaup­höll­inni hefur hríð­fallið und­an­farin miss­eri. Árið 2007 var virð­i hluta­bréfa í félag­inu 120 norskar krónur á hlut. Í dag er virðið 1,3 norskar krón­ur. Havila var fært á athug­un­ar­lista í norsku Kaup­höll­inni í morg­un.

Auglýsing

Havila hefur verið eitt af leið­andi félögum í þjón­ustu við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó á und­an­förnum árum. Sam­stæðan á og rekur 27 þjón­ustu­skip. Olíu­vinnsla í Norð­ur­sjó hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á und­an­förnum miss­erum vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði á olíu, sem hefur farið úr um 115 dölum sum­arið 2014 í um 35 dali í dag. Þum­al­putta­reglan er sú að heims­mark­aðs­verð á olíu þurfi að vera í kringum 60 dali á tunnu til að vinnsla í Norð­ur­sjó borgi sig. Sam­hliða hefur þjón­ustu­mark­að­ur­inn sem Havila starfar á hrun­ið.

Eiga fé til að reka félagið fram á haust

Grein­ing­ar­að­il­inn DNB Markets hefur metið það sem svo að Havila geti rekið sig áfram fram á þriðja árs­fjórð­ung yfir­stand­andi árs fyrir það fé sem til er í félag­inu. Eft­ir það muni Havila skorta rekstr­arfé til að halda áfram. DNB Markets telur ljóst að virði eigna Havila sé lægra en heild­ar­um­fang skulda félags­ins.

Ola Beinnes Fosse, grein­andi hjá DNB ­Mar­kets, segir við norska vef­inn Maritime.no að óveð­tryggðir kröfu­hafar ættu þá að eiga von á því að fá ekk­ert upp í kröfur sínar ef Havila fer í þrot. Þeir ­bankar sem hafi lánað félag­inu, og eigi veð í eignum þess, ættu einnig að und­ir­búa sig fyrir tap ef eignir Havila verði seldar upp í skuld­ir.

Íslenskir bankar lán­uðu Havila millj­arða

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki hafði tekið þátt í sam­banka­láni til­ Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður. Í frétta­til­kynn­ingu frá Íslands­banka sem send var úr í lok árs 2013 vegna þess var haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syn­i, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Íslands­banka, að þátt­takan í sam­banka­láni til Havila væri ­mik­il­vægt skref í að auka þátt­töku okkar í þjón­ustu­iðn­aði við olíu og gasleit á Norður Atl­ants­hafi. „Ís­lands­banki hefur getu til að lána til erlendra verk­efna ­vegna sterkrar stöðu í erlendum gjald­eyri og styður þannig við frekari ­upp­bygg­ingu íslenskra og erlendra fyr­ir­tækja í atvinnu­greinum þar sem bank­inn hefur sér­þekk­ing­u.“ 

Þessir tveir ­bankar, sem eru ann­ars vegar að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og hins ­vegar að hluta (ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka), eiga því um­tals­vert undir að Havila muni geta borgað skuldir sín­ar.

DV leit­aði eft­ir ­upp­lýs­ingum hjá báðum bönk­unum fyrir mán­uði síðan um hvort þeir hefðu farið fram á að floti eða aðrar eignir Havila yrðu veð­settar vegna lán­veit­ing­anna. Hvorki Ís­lands­banki né Arion banki vildu upp­lýsa um það.Meira úr sama flokkiInnlent
None