Kröfuhafar Havila hafna endurskipulagningu - Íslenskir bankar lánuðu milljarða

Havila Crusader
Auglýsing

Kröfu­hafar norska félags­ins Havila Ship­ing ASA hafa hafn­að ­á­ætlun um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum þess, sem gerðu ráð fyrir því að leng­t yrði umtals­vert í þeim. Félagið hafði gefið sér þangað til í gær, 15. febr­ú­ar, til að kom­ast að niðut­stöðu í mál­inu enda sjái það fyrir sér alvar­lega fjár­hags­lega erf­ið­leika á tíma­bil­inu 2016-2018“ vegna þeirrar nið­ur­sveiflu sem átt hafi sér stað á þjón­ustu­mark­aði við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó. Þeir bankar sem lánað hafa Havila fé, þar á meðal íslensku bank­arnir Íslands­banki og Arion banki, studdu áætl­un­ina. 

Í til­kynn­ingu til­ norsku Kaup­hall­ar­innar í morgun kom hins vegar fram að ekki hefði tek­ist að fá 2/3 hluta af óveð­tryggðum skulda­bréfa­eig­endum Havila til að sam­þykkja hana. Þess ­vegna verði öllum vaxta­greiðslum og greiðslum af höf­uð­stól lána hætt sam­stund­is og haf­ist handa við að ræða við þá um sam­komu­lag um greiðslu­stöðv­un.  

Virði Havila í Kaup­höll­inni hefur hríð­fallið und­an­farin miss­eri. Árið 2007 var virð­i hluta­bréfa í félag­inu 120 norskar krónur á hlut. Í dag er virðið 1,3 norskar krón­ur. Havila var fært á athug­un­ar­lista í norsku Kaup­höll­inni í morg­un.

Auglýsing

Havila hefur verið eitt af leið­andi félögum í þjón­ustu við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó á und­an­förnum árum. Sam­stæðan á og rekur 27 þjón­ustu­skip. Olíu­vinnsla í Norð­ur­sjó hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á und­an­förnum miss­erum vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði á olíu, sem hefur farið úr um 115 dölum sum­arið 2014 í um 35 dali í dag. Þum­al­putta­reglan er sú að heims­mark­aðs­verð á olíu þurfi að vera í kringum 60 dali á tunnu til að vinnsla í Norð­ur­sjó borgi sig. Sam­hliða hefur þjón­ustu­mark­að­ur­inn sem Havila starfar á hrun­ið.

Eiga fé til að reka félagið fram á haust

Grein­ing­ar­að­il­inn DNB Markets hefur metið það sem svo að Havila geti rekið sig áfram fram á þriðja árs­fjórð­ung yfir­stand­andi árs fyrir það fé sem til er í félag­inu. Eft­ir það muni Havila skorta rekstr­arfé til að halda áfram. DNB Markets telur ljóst að virði eigna Havila sé lægra en heild­ar­um­fang skulda félags­ins.

Ola Beinnes Fosse, grein­andi hjá DNB ­Mar­kets, segir við norska vef­inn Maritime.no að óveð­tryggðir kröfu­hafar ættu þá að eiga von á því að fá ekk­ert upp í kröfur sínar ef Havila fer í þrot. Þeir ­bankar sem hafi lánað félag­inu, og eigi veð í eignum þess, ættu einnig að und­ir­búa sig fyrir tap ef eignir Havila verði seldar upp í skuld­ir.

Íslenskir bankar lán­uðu Havila millj­arða

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki hafði tekið þátt í sam­banka­láni til­ Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður. Í frétta­til­kynn­ingu frá Íslands­banka sem send var úr í lok árs 2013 vegna þess var haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syn­i, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Íslands­banka, að þátt­takan í sam­banka­láni til Havila væri ­mik­il­vægt skref í að auka þátt­töku okkar í þjón­ustu­iðn­aði við olíu og gasleit á Norður Atl­ants­hafi. „Ís­lands­banki hefur getu til að lána til erlendra verk­efna ­vegna sterkrar stöðu í erlendum gjald­eyri og styður þannig við frekari ­upp­bygg­ingu íslenskra og erlendra fyr­ir­tækja í atvinnu­greinum þar sem bank­inn hefur sér­þekk­ing­u.“ 

Þessir tveir ­bankar, sem eru ann­ars vegar að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og hins ­vegar að hluta (ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka), eiga því um­tals­vert undir að Havila muni geta borgað skuldir sín­ar.

DV leit­aði eft­ir ­upp­lýs­ingum hjá báðum bönk­unum fyrir mán­uði síðan um hvort þeir hefðu farið fram á að floti eða aðrar eignir Havila yrðu veð­settar vegna lán­veit­ing­anna. Hvorki Ís­lands­banki né Arion banki vildu upp­lýsa um það.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None