Kröfuhafar Havila hafna endurskipulagningu - Íslenskir bankar lánuðu milljarða

Havila Crusader
Auglýsing

Kröfu­hafar norska félags­ins Havila Ship­ing ASA hafa hafn­að ­á­ætlun um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum þess, sem gerðu ráð fyrir því að leng­t yrði umtals­vert í þeim. Félagið hafði gefið sér þangað til í gær, 15. febr­ú­ar, til að kom­ast að niðut­stöðu í mál­inu enda sjái það fyrir sér alvar­lega fjár­hags­lega erf­ið­leika á tíma­bil­inu 2016-2018“ vegna þeirrar nið­ur­sveiflu sem átt hafi sér stað á þjón­ustu­mark­aði við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó. Þeir bankar sem lánað hafa Havila fé, þar á meðal íslensku bank­arnir Íslands­banki og Arion banki, studdu áætl­un­ina. 

Í til­kynn­ingu til­ norsku Kaup­hall­ar­innar í morgun kom hins vegar fram að ekki hefði tek­ist að fá 2/3 hluta af óveð­tryggðum skulda­bréfa­eig­endum Havila til að sam­þykkja hana. Þess ­vegna verði öllum vaxta­greiðslum og greiðslum af höf­uð­stól lána hætt sam­stund­is og haf­ist handa við að ræða við þá um sam­komu­lag um greiðslu­stöðv­un.  

Virði Havila í Kaup­höll­inni hefur hríð­fallið und­an­farin miss­eri. Árið 2007 var virð­i hluta­bréfa í félag­inu 120 norskar krónur á hlut. Í dag er virðið 1,3 norskar krón­ur. Havila var fært á athug­un­ar­lista í norsku Kaup­höll­inni í morg­un.

Auglýsing

Havila hefur verið eitt af leið­andi félögum í þjón­ustu við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó á und­an­förnum árum. Sam­stæðan á og rekur 27 þjón­ustu­skip. Olíu­vinnsla í Norð­ur­sjó hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á und­an­förnum miss­erum vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði á olíu, sem hefur farið úr um 115 dölum sum­arið 2014 í um 35 dali í dag. Þum­al­putta­reglan er sú að heims­mark­aðs­verð á olíu þurfi að vera í kringum 60 dali á tunnu til að vinnsla í Norð­ur­sjó borgi sig. Sam­hliða hefur þjón­ustu­mark­að­ur­inn sem Havila starfar á hrun­ið.

Eiga fé til að reka félagið fram á haust

Grein­ing­ar­að­il­inn DNB Markets hefur metið það sem svo að Havila geti rekið sig áfram fram á þriðja árs­fjórð­ung yfir­stand­andi árs fyrir það fé sem til er í félag­inu. Eft­ir það muni Havila skorta rekstr­arfé til að halda áfram. DNB Markets telur ljóst að virði eigna Havila sé lægra en heild­ar­um­fang skulda félags­ins.

Ola Beinnes Fosse, grein­andi hjá DNB ­Mar­kets, segir við norska vef­inn Maritime.no að óveð­tryggðir kröfu­hafar ættu þá að eiga von á því að fá ekk­ert upp í kröfur sínar ef Havila fer í þrot. Þeir ­bankar sem hafi lánað félag­inu, og eigi veð í eignum þess, ættu einnig að und­ir­búa sig fyrir tap ef eignir Havila verði seldar upp í skuld­ir.

Íslenskir bankar lán­uðu Havila millj­arða

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki hafði tekið þátt í sam­banka­láni til­ Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður. Í frétta­til­kynn­ingu frá Íslands­banka sem send var úr í lok árs 2013 vegna þess var haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syn­i, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Íslands­banka, að þátt­takan í sam­banka­láni til Havila væri ­mik­il­vægt skref í að auka þátt­töku okkar í þjón­ustu­iðn­aði við olíu og gasleit á Norður Atl­ants­hafi. „Ís­lands­banki hefur getu til að lána til erlendra verk­efna ­vegna sterkrar stöðu í erlendum gjald­eyri og styður þannig við frekari ­upp­bygg­ingu íslenskra og erlendra fyr­ir­tækja í atvinnu­greinum þar sem bank­inn hefur sér­þekk­ing­u.“ 

Þessir tveir ­bankar, sem eru ann­ars vegar að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og hins ­vegar að hluta (ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka), eiga því um­tals­vert undir að Havila muni geta borgað skuldir sín­ar.

DV leit­aði eft­ir ­upp­lýs­ingum hjá báðum bönk­unum fyrir mán­uði síðan um hvort þeir hefðu farið fram á að floti eða aðrar eignir Havila yrðu veð­settar vegna lán­veit­ing­anna. Hvorki Ís­lands­banki né Arion banki vildu upp­lýsa um það.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None