Stórnotendur raforku hér á landi, þar helst Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði, Rio Tinto Alcan í Straumsvík og Century Aluminum, Norðurál, á Grundartanga, greiddu að meðaltali 24,5 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni í fyrra, en meðalverðið hefur lækkað umtalsvert á síðustu fimm árum, en það var 28,7 Bandaríkjadalir árið 2011. V
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Landsvirkjunar. Hagnaður fyrirtækisins nam 84,2 milljónum Bandaríkjadala, eins og greint var frá fyrr í dag, eða sem nemur 10,8 milljörðum króna. Þrátt fyrir að raforkusala hafi aldrei verið umfangsmeiri, eða sem nemur 13,9 teravattstundum, þá minnkuðu tekjurnar úr 438 milljónum Bandaríkjadala í 421,5 milljónir Bandaríkjdala, eða sem nemur rúmlega 54 milljörðum króna.
Landsvirkjun á nú í samningaviðræðum við Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, en núgildandi raforkusamningur fyrirtækisins rennur út 2019. Samningurinn við Alcoa rennur ekki út fyrr en eftir 33 ár, en frá honum var gengið árið 2003 og var þá samið til 40 ára. Viðskipti hófust svo þegar afhending raforku var mögule, eftir að Kárahnjúkavirkjun hafði verið reist, árið 2007.
