Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum 575 milljónir í arð

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórn Sím­ans leggur til að 20 pró­sent af hagn­aði félags­ins, alls 575 millj­ónir króna, verði greidd út sem arður á árinu 2016 til hlut­hafa ­vegna frammi­stöðu Sím­ans árið 2015. Auk þess leggur stjórnin til að farið verð­i í fram­kvæmd end­ur­kaupa­á­ætl­unar á hluta­bréfum í félag­inu fyrir fjár­hæð sem nem­ur allt að 30 pró­sent af hagn­aði félags­ins á árinu 2015. Hagn­aður Sím­ans í fyrra var 2,9 millj­arðar króna og því er gert ráð fyrir að Sím­inn kaupi hluta­bréf af hlut­höfum fyrir um 870 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sím­ans fyr­ir­ árið 2015 sem birtur var í gær.

Með því að lækk­a hlutafé sam­hliða kaupum af hlut­höfum félags­ins í stað þess að greiða út arð koma hlut­hafar Sím­ans sér undan skatt­greiðslum vegna frek­ari arð­greiðslna, en ef ­bók­fært verð hluta­bréfa er hærra eða það sama og sölu­verðið verður ekki til skatt­skyldur sölu­hagn­að­ur. Af arð­greiðslum þarf hins vegar að greiða 20 ­pró­senta fjár­magnstekju­skatt. 

Auglýsing

Stór­sókn inn á fjöl­miðla­markað

Rekstur Sím­ans gekk vel á síð­asta ári og tekjur hans námu 30.407 millj­ónum krónum á árinu. Það er ei­lítið hærra en þær voru árið 2014 og ljóst að mik­ill stöð­ug­leiki er í tekju­myndun hjá félag­inu. Hagn­aður Sím­ans dróst þó saman milli ára, var 2,9 millj­arðar króna sam­an­borið við 3,3 millj­arða króna árið 2014. Þar skipt­ir ­mestu að hrein fjár­magns­gjöld Sím­ans voru um 1,3 millj­arðar króna í fyrra en 609 millj­ónir króna árið 2014. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir lækk­uðu um 1,3 millj­arða króna á milli ára og stóðu í 20,1 millj­arði króna um síð­ustu ára­mót.

Staða Sím­ans er mjög sterk sem stend­ur. Félagið fjár­festi mikið í fjar­skipta­innviðum í fyrra og hóf stór­sókn inn á fjöl­miðla­mark­að­inn með opnun linu­legrar dag­skrár Skjá­sEins á lands­vísu og mik­illi fjár­fest­ingu í efni, bæði inn­lendu og erlendu, sem sýnt er í sjón­varps­þjón­ustu félags­ins, jafnt línu­legri sem hliðr­aðri. Eigið fé Sím­ans var 32,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins 52,8 pró­sent.

Umdeild sala í aðdrag­anda skrán­ingar

Sím­inn var skráð­ur á markað í októ­ber í fyrra. Aðdrag­andi skrán­ing­ar­innar var mikið til­ um­fjöll­unar í fjöl­miðlum og var harð­lega gagn­rýndur þar sem tveitr hópar keypt­u hlut í félag­inu af Arion banka á lægra gengi en bauðst í útboð­inu. Fyrst keypt­u hópur stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þeir mega ekki selja þann hlut fyrr en 1. jan­úar 2017. 

Í lok sept­em­ber seldi Arion banki síðan fimm pró­sent hlut í Sím­anum til þeirra aðila ­sem voru með mest fjár­magn í stýr­ingu hjá bank­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi hópur mátti selja sinn hlut 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Með­al­verð í útboð­i Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og gengi bréfa í honum í dag er 3,39 krónur á hlut.

Rekstur Voda­fone einnig sterkur

Hitt fjar­skipta­fyr­ir­tækið á mark­aði, Fjar­skipti hf. (móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne), birt­i líka upp­gjör sitt í vik­unni. Það skil­aði alls 1,3 millj­arða króna hagn­aði og jókst hann um 18 pró­sent á milli ára. Tekjur juk­ust um tæpar 500 millj­ón­ir króna og voru 13,7 millj­arðar króna í fyrra. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir vor­u 3,9 millj­arðar króna og lækk­uðu um 14 pró­sent á milli ára. Eigið fé er um níu millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 58,7 pró­sent.

Voda­fone ætlar ekki að greiða út neinn arð vegna síð­asta árs en mun halda áfram að kaupa eigin bréf af hlut­höfum sín­um. Í fyrra keypti félagið alls eigin hluti fyrir 400 millj­ón­ir króna og það áætlar að kaupa slíka fyrir 100 millj­ónir króna á þessu ári. Engin arður verður greiddur til hlut­hafa Voda­fone vegna frammi­stöðu félags­ins á árinu 2015.

Í til­kynn­ingu frá­ Fjar­skiptum vegna upp­gjörs­ins segir að mikil þróun sé í íslenska fjar­skipta­geir­an­um, ekki síst á sjón­varps­mark­aði. „Þegar má sjá aukna gagna­magns­notkun með til­komu ­Net­flix án þess að hafa haft áhrif á fjölda áskrif­enda af sjón­varps­þjón­ust­u­m ­fé­lags­ins. Hraður vöxtur er í fjölda áskrif­enda að  Voda­fone PLAY, ­sjón­varps­þjón­ustu Voda­fo­ne. Áskrif­endur eru nú í kringum 8.500 tals­ins en ­með­al­fjölgun áskrif­enda hefur verið yfir 12% á mán­uði frá því þjón­ustan var fyrst kynnt í maí síð­ast­liðn­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út - Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None