Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum 575 milljónir í arð

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórn Sím­ans leggur til að 20 pró­sent af hagn­aði félags­ins, alls 575 millj­ónir króna, verði greidd út sem arður á árinu 2016 til hlut­hafa ­vegna frammi­stöðu Sím­ans árið 2015. Auk þess leggur stjórnin til að farið verð­i í fram­kvæmd end­ur­kaupa­á­ætl­unar á hluta­bréfum í félag­inu fyrir fjár­hæð sem nem­ur allt að 30 pró­sent af hagn­aði félags­ins á árinu 2015. Hagn­aður Sím­ans í fyrra var 2,9 millj­arðar króna og því er gert ráð fyrir að Sím­inn kaupi hluta­bréf af hlut­höfum fyrir um 870 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sím­ans fyr­ir­ árið 2015 sem birtur var í gær.

Með því að lækk­a hlutafé sam­hliða kaupum af hlut­höfum félags­ins í stað þess að greiða út arð koma hlut­hafar Sím­ans sér undan skatt­greiðslum vegna frek­ari arð­greiðslna, en ef ­bók­fært verð hluta­bréfa er hærra eða það sama og sölu­verðið verður ekki til skatt­skyldur sölu­hagn­að­ur. Af arð­greiðslum þarf hins vegar að greiða 20 ­pró­senta fjár­magnstekju­skatt. 

Auglýsing

Stór­sókn inn á fjöl­miðla­markað

Rekstur Sím­ans gekk vel á síð­asta ári og tekjur hans námu 30.407 millj­ónum krónum á árinu. Það er ei­lítið hærra en þær voru árið 2014 og ljóst að mik­ill stöð­ug­leiki er í tekju­myndun hjá félag­inu. Hagn­aður Sím­ans dróst þó saman milli ára, var 2,9 millj­arðar króna sam­an­borið við 3,3 millj­arða króna árið 2014. Þar skipt­ir ­mestu að hrein fjár­magns­gjöld Sím­ans voru um 1,3 millj­arðar króna í fyrra en 609 millj­ónir króna árið 2014. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir lækk­uðu um 1,3 millj­arða króna á milli ára og stóðu í 20,1 millj­arði króna um síð­ustu ára­mót.

Staða Sím­ans er mjög sterk sem stend­ur. Félagið fjár­festi mikið í fjar­skipta­innviðum í fyrra og hóf stór­sókn inn á fjöl­miðla­mark­að­inn með opnun linu­legrar dag­skrár Skjá­sEins á lands­vísu og mik­illi fjár­fest­ingu í efni, bæði inn­lendu og erlendu, sem sýnt er í sjón­varps­þjón­ustu félags­ins, jafnt línu­legri sem hliðr­aðri. Eigið fé Sím­ans var 32,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins 52,8 pró­sent.

Umdeild sala í aðdrag­anda skrán­ingar

Sím­inn var skráð­ur á markað í októ­ber í fyrra. Aðdrag­andi skrán­ing­ar­innar var mikið til­ um­fjöll­unar í fjöl­miðlum og var harð­lega gagn­rýndur þar sem tveitr hópar keypt­u hlut í félag­inu af Arion banka á lægra gengi en bauðst í útboð­inu. Fyrst keypt­u hópur stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þeir mega ekki selja þann hlut fyrr en 1. jan­úar 2017. 

Í lok sept­em­ber seldi Arion banki síðan fimm pró­sent hlut í Sím­anum til þeirra aðila ­sem voru með mest fjár­magn í stýr­ingu hjá bank­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi hópur mátti selja sinn hlut 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Með­al­verð í útboð­i Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og gengi bréfa í honum í dag er 3,39 krónur á hlut.

Rekstur Voda­fone einnig sterkur

Hitt fjar­skipta­fyr­ir­tækið á mark­aði, Fjar­skipti hf. (móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne), birt­i líka upp­gjör sitt í vik­unni. Það skil­aði alls 1,3 millj­arða króna hagn­aði og jókst hann um 18 pró­sent á milli ára. Tekjur juk­ust um tæpar 500 millj­ón­ir króna og voru 13,7 millj­arðar króna í fyrra. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir vor­u 3,9 millj­arðar króna og lækk­uðu um 14 pró­sent á milli ára. Eigið fé er um níu millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 58,7 pró­sent.

Voda­fone ætlar ekki að greiða út neinn arð vegna síð­asta árs en mun halda áfram að kaupa eigin bréf af hlut­höfum sín­um. Í fyrra keypti félagið alls eigin hluti fyrir 400 millj­ón­ir króna og það áætlar að kaupa slíka fyrir 100 millj­ónir króna á þessu ári. Engin arður verður greiddur til hlut­hafa Voda­fone vegna frammi­stöðu félags­ins á árinu 2015.

Í til­kynn­ingu frá­ Fjar­skiptum vegna upp­gjörs­ins segir að mikil þróun sé í íslenska fjar­skipta­geir­an­um, ekki síst á sjón­varps­mark­aði. „Þegar má sjá aukna gagna­magns­notkun með til­komu ­Net­flix án þess að hafa haft áhrif á fjölda áskrif­enda af sjón­varps­þjón­ust­u­m ­fé­lags­ins. Hraður vöxtur er í fjölda áskrif­enda að  Voda­fone PLAY, ­sjón­varps­þjón­ustu Voda­fo­ne. Áskrif­endur eru nú í kringum 8.500 tals­ins en ­með­al­fjölgun áskrif­enda hefur verið yfir 12% á mán­uði frá því þjón­ustan var fyrst kynnt í maí síð­ast­liðn­um.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None