Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum 575 milljónir í arð

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórn Sím­ans leggur til að 20 pró­sent af hagn­aði félags­ins, alls 575 millj­ónir króna, verði greidd út sem arður á árinu 2016 til hlut­hafa ­vegna frammi­stöðu Sím­ans árið 2015. Auk þess leggur stjórnin til að farið verð­i í fram­kvæmd end­ur­kaupa­á­ætl­unar á hluta­bréfum í félag­inu fyrir fjár­hæð sem nem­ur allt að 30 pró­sent af hagn­aði félags­ins á árinu 2015. Hagn­aður Sím­ans í fyrra var 2,9 millj­arðar króna og því er gert ráð fyrir að Sím­inn kaupi hluta­bréf af hlut­höfum fyrir um 870 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sím­ans fyr­ir­ árið 2015 sem birtur var í gær.

Með því að lækk­a hlutafé sam­hliða kaupum af hlut­höfum félags­ins í stað þess að greiða út arð koma hlut­hafar Sím­ans sér undan skatt­greiðslum vegna frek­ari arð­greiðslna, en ef ­bók­fært verð hluta­bréfa er hærra eða það sama og sölu­verðið verður ekki til skatt­skyldur sölu­hagn­að­ur. Af arð­greiðslum þarf hins vegar að greiða 20 ­pró­senta fjár­magnstekju­skatt. 

Auglýsing

Stór­sókn inn á fjöl­miðla­markað

Rekstur Sím­ans gekk vel á síð­asta ári og tekjur hans námu 30.407 millj­ónum krónum á árinu. Það er ei­lítið hærra en þær voru árið 2014 og ljóst að mik­ill stöð­ug­leiki er í tekju­myndun hjá félag­inu. Hagn­aður Sím­ans dróst þó saman milli ára, var 2,9 millj­arðar króna sam­an­borið við 3,3 millj­arða króna árið 2014. Þar skipt­ir ­mestu að hrein fjár­magns­gjöld Sím­ans voru um 1,3 millj­arðar króna í fyrra en 609 millj­ónir króna árið 2014. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir lækk­uðu um 1,3 millj­arða króna á milli ára og stóðu í 20,1 millj­arði króna um síð­ustu ára­mót.

Staða Sím­ans er mjög sterk sem stend­ur. Félagið fjár­festi mikið í fjar­skipta­innviðum í fyrra og hóf stór­sókn inn á fjöl­miðla­mark­að­inn með opnun linu­legrar dag­skrár Skjá­sEins á lands­vísu og mik­illi fjár­fest­ingu í efni, bæði inn­lendu og erlendu, sem sýnt er í sjón­varps­þjón­ustu félags­ins, jafnt línu­legri sem hliðr­aðri. Eigið fé Sím­ans var 32,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins 52,8 pró­sent.

Umdeild sala í aðdrag­anda skrán­ingar

Sím­inn var skráð­ur á markað í októ­ber í fyrra. Aðdrag­andi skrán­ing­ar­innar var mikið til­ um­fjöll­unar í fjöl­miðlum og var harð­lega gagn­rýndur þar sem tveitr hópar keypt­u hlut í félag­inu af Arion banka á lægra gengi en bauðst í útboð­inu. Fyrst keypt­u hópur stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þeir mega ekki selja þann hlut fyrr en 1. jan­úar 2017. 

Í lok sept­em­ber seldi Arion banki síðan fimm pró­sent hlut í Sím­anum til þeirra aðila ­sem voru með mest fjár­magn í stýr­ingu hjá bank­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi hópur mátti selja sinn hlut 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Með­al­verð í útboð­i Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og gengi bréfa í honum í dag er 3,39 krónur á hlut.

Rekstur Voda­fone einnig sterkur

Hitt fjar­skipta­fyr­ir­tækið á mark­aði, Fjar­skipti hf. (móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne), birt­i líka upp­gjör sitt í vik­unni. Það skil­aði alls 1,3 millj­arða króna hagn­aði og jókst hann um 18 pró­sent á milli ára. Tekjur juk­ust um tæpar 500 millj­ón­ir króna og voru 13,7 millj­arðar króna í fyrra. Hreinar vaxta­ber­andi skuldir vor­u 3,9 millj­arðar króna og lækk­uðu um 14 pró­sent á milli ára. Eigið fé er um níu millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 58,7 pró­sent.

Voda­fone ætlar ekki að greiða út neinn arð vegna síð­asta árs en mun halda áfram að kaupa eigin bréf af hlut­höfum sín­um. Í fyrra keypti félagið alls eigin hluti fyrir 400 millj­ón­ir króna og það áætlar að kaupa slíka fyrir 100 millj­ónir króna á þessu ári. Engin arður verður greiddur til hlut­hafa Voda­fone vegna frammi­stöðu félags­ins á árinu 2015.

Í til­kynn­ingu frá­ Fjar­skiptum vegna upp­gjörs­ins segir að mikil þróun sé í íslenska fjar­skipta­geir­an­um, ekki síst á sjón­varps­mark­aði. „Þegar má sjá aukna gagna­magns­notkun með til­komu ­Net­flix án þess að hafa haft áhrif á fjölda áskrif­enda af sjón­varps­þjón­ust­u­m ­fé­lags­ins. Hraður vöxtur er í fjölda áskrif­enda að  Voda­fone PLAY, ­sjón­varps­þjón­ustu Voda­fo­ne. Áskrif­endur eru nú í kringum 8.500 tals­ins en ­með­al­fjölgun áskrif­enda hefur verið yfir 12% á mán­uði frá því þjón­ustan var fyrst kynnt í maí síð­ast­liðn­um.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None