Bandarískur sjóður á meðal stærstu eigenda Eimskipa og HB Granda

Auglýsing

Banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður sem stýrt er af banda­ríska sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Eaton Vance Mana­gement er kom­inn í hóp stærstu hlut­hafa HB Granda og Eim­skipa. Eaton Vance Mana­gement á einnig stóran hluta af 300 millj­arða aflandskrónum sem fastar eru innan íslenskra hafta og Seðla­banki Íslands hefur stefnt að að bjóða upp í upp­boði í nán­ustu fram­tíð. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið í hópi þeirra erlendu aðila sem fjár­fest hafa hvað mest í íslenskum rík­is­skulda­bréfum og skráðum félögum í Kaup­höll Íslands und­an­farna mán­uði. Frá þessu er greint í DV.

Alls á sjóður sem stýrt er af dótt­ur­fé­lagi Eaton Vance 0,6 pró­sent hlut í HB Granda og tæp­lega eitt pró­sent hlut í Eim­skip­um. Sjóð­ur­inn, sem heitir Global Macro Port­folio, er á meðal 20 stærstu eig­enda beggja félaga og mark­aðs­verð­mæti hlutar hans í Eim­skipum og HB Granda nemur sam­tals um 850 millj­ónum króna. DV seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sjóð­ur­inn hafi enn fremur keypt hluti í fleiri skráðum félögum á Íslandi, en ein­ungis er birtur listi yfir 20 stærstu hlut­hafa hverju sinn­i. 

Vaxta­muna­við­skipti og hluta­bréfa­kaup

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar að erlendir aðilar hafi alls keypt eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þar er um að ræða, að minnsta kosti að hluta, svokölluð vaxta­muna­við­skipti. Þá sækja fjár­festar sér ódýrt fjár­magn á lág­vaxt­ar­svæðum og fjár­festa í skulda­bréfum í hávaxta­löndum eins og Íslandi, þar sem vext­ir, og þar af leið­andi ávöxt­un, er mun hærri en gengur og ger­ist.

Auglýsing

Erlendir aðilar keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til lands­ins á árinu 2015.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None