Bandarískur sjóður á meðal stærstu eigenda Eimskipa og HB Granda

Auglýsing

Banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður sem stýrt er af banda­ríska sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Eaton Vance Mana­gement er kom­inn í hóp stærstu hlut­hafa HB Granda og Eim­skipa. Eaton Vance Mana­gement á einnig stóran hluta af 300 millj­arða aflandskrónum sem fastar eru innan íslenskra hafta og Seðla­banki Íslands hefur stefnt að að bjóða upp í upp­boði í nán­ustu fram­tíð. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið í hópi þeirra erlendu aðila sem fjár­fest hafa hvað mest í íslenskum rík­is­skulda­bréfum og skráðum félögum í Kaup­höll Íslands und­an­farna mán­uði. Frá þessu er greint í DV.

Alls á sjóður sem stýrt er af dótt­ur­fé­lagi Eaton Vance 0,6 pró­sent hlut í HB Granda og tæp­lega eitt pró­sent hlut í Eim­skip­um. Sjóð­ur­inn, sem heitir Global Macro Port­folio, er á meðal 20 stærstu eig­enda beggja félaga og mark­aðs­verð­mæti hlutar hans í Eim­skipum og HB Granda nemur sam­tals um 850 millj­ónum króna. DV seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sjóð­ur­inn hafi enn fremur keypt hluti í fleiri skráðum félögum á Íslandi, en ein­ungis er birtur listi yfir 20 stærstu hlut­hafa hverju sinn­i. 

Vaxta­muna­við­skipti og hluta­bréfa­kaup

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar að erlendir aðilar hafi alls keypt eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þar er um að ræða, að minnsta kosti að hluta, svokölluð vaxta­muna­við­skipti. Þá sækja fjár­festar sér ódýrt fjár­magn á lág­vaxt­ar­svæðum og fjár­festa í skulda­bréfum í hávaxta­löndum eins og Íslandi, þar sem vext­ir, og þar af leið­andi ávöxt­un, er mun hærri en gengur og ger­ist.

Auglýsing

Erlendir aðilar keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til lands­ins á árinu 2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None