Bandarískur sjóður á meðal stærstu eigenda Eimskipa og HB Granda

Auglýsing

Banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður sem stýrt er af banda­ríska sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Eaton Vance Mana­gement er kom­inn í hóp stærstu hlut­hafa HB Granda og Eim­skipa. Eaton Vance Mana­gement á einnig stóran hluta af 300 millj­arða aflandskrónum sem fastar eru innan íslenskra hafta og Seðla­banki Íslands hefur stefnt að að bjóða upp í upp­boði í nán­ustu fram­tíð. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið í hópi þeirra erlendu aðila sem fjár­fest hafa hvað mest í íslenskum rík­is­skulda­bréfum og skráðum félögum í Kaup­höll Íslands und­an­farna mán­uði. Frá þessu er greint í DV.

Alls á sjóður sem stýrt er af dótt­ur­fé­lagi Eaton Vance 0,6 pró­sent hlut í HB Granda og tæp­lega eitt pró­sent hlut í Eim­skip­um. Sjóð­ur­inn, sem heitir Global Macro Port­folio, er á meðal 20 stærstu eig­enda beggja félaga og mark­aðs­verð­mæti hlutar hans í Eim­skipum og HB Granda nemur sam­tals um 850 millj­ónum króna. DV seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sjóð­ur­inn hafi enn fremur keypt hluti í fleiri skráðum félögum á Íslandi, en ein­ungis er birtur listi yfir 20 stærstu hlut­hafa hverju sinn­i. 

Vaxta­muna­við­skipti og hluta­bréfa­kaup

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar að erlendir aðilar hafi alls keypt eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þar er um að ræða, að minnsta kosti að hluta, svokölluð vaxta­muna­við­skipti. Þá sækja fjár­festar sér ódýrt fjár­magn á lág­vaxt­ar­svæðum og fjár­festa í skulda­bréfum í hávaxta­löndum eins og Íslandi, þar sem vext­ir, og þar af leið­andi ávöxt­un, er mun hærri en gengur og ger­ist.

Auglýsing

Erlendir aðilar keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til lands­ins á árinu 2015.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None