Bandarískur sjóður á meðal stærstu eigenda Eimskipa og HB Granda

Auglýsing

Banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður sem stýrt er af banda­ríska sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Eaton Vance Mana­gement er kom­inn í hóp stærstu hlut­hafa HB Granda og Eim­skipa. Eaton Vance Mana­gement á einnig stóran hluta af 300 millj­arða aflandskrónum sem fastar eru innan íslenskra hafta og Seðla­banki Íslands hefur stefnt að að bjóða upp í upp­boði í nán­ustu fram­tíð. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið í hópi þeirra erlendu aðila sem fjár­fest hafa hvað mest í íslenskum rík­is­skulda­bréfum og skráðum félögum í Kaup­höll Íslands und­an­farna mán­uði. Frá þessu er greint í DV.

Alls á sjóður sem stýrt er af dótt­ur­fé­lagi Eaton Vance 0,6 pró­sent hlut í HB Granda og tæp­lega eitt pró­sent hlut í Eim­skip­um. Sjóð­ur­inn, sem heitir Global Macro Port­folio, er á meðal 20 stærstu eig­enda beggja félaga og mark­aðs­verð­mæti hlutar hans í Eim­skipum og HB Granda nemur sam­tals um 850 millj­ónum króna. DV seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sjóð­ur­inn hafi enn fremur keypt hluti í fleiri skráðum félögum á Íslandi, en ein­ungis er birtur listi yfir 20 stærstu hlut­hafa hverju sinn­i. 

Vaxta­muna­við­skipti og hluta­bréfa­kaup

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar að erlendir aðilar hafi alls keypt eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þar er um að ræða, að minnsta kosti að hluta, svokölluð vaxta­muna­við­skipti. Þá sækja fjár­festar sér ódýrt fjár­magn á lág­vaxt­ar­svæðum og fjár­festa í skulda­bréfum í hávaxta­löndum eins og Íslandi, þar sem vext­ir, og þar af leið­andi ávöxt­un, er mun hærri en gengur og ger­ist.

Auglýsing

Erlendir aðilar keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til lands­ins á árinu 2015.

Meira úr sama flokkiInnlent
None