Íslandsbanki gefur ekki upp hversu mikið lán til Havila voru færð niður

Havila Crusader
Auglýsing

Íslands­banki gefur ekki upp hversu mikið bank­inn hefur fært ­niður virði útlána til aðila í þjón­ustu við olíu­iðn­aði á hafi. Þetta kom fram í máli Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra bank­ans, og Sverris Arnar Þor­valds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra áhættu­stýr­ingar hans, á upp­gjörs­fundi með fjöl­miðlum í dag vegna árs­reikn­ings bank­ans fyrir árið 2015. Sverr­ir ­sagði það vera „von­brigði að þetta skyldi þró­ast á þennan veg,“ og átti þar við ­stöð­una á mark­aði fyrir aðila í þjón­ustu við ólíu­iðn­að, aðal­lega í Nor­egi.

Í árs­reikn­ingi Íslands­banka sem birtur var í morgun kom fram að bank­inn hefði bókað virð­is­rýrnun á stöðu sína á lánum til fyr­ir­tækja sem ­þjón­usta olíu­iðn­að­inn. Ljóst er að sú rýrnun snýr að lánum til norska ­skipa­fé­lags­ins Havila Shipp­ing ASA og íslenska félags­ins Fáfnis Offs­hore. Í reikn­ingnum kom fram að eitt pró­sent af útlána­safni bank­ans var til fyr­ir­tækja ­sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn. Alls voru útlán til við­skipta­vina 665,7 millj­arð­ar­ króna um síð­ustu ára­mót og því ljóst að lán til geirans nema tæpum sjö millj­örðum króna.

Tók þátt í sjö millj­arða lán­veit­ingu til Havila

Havila, sem á 27 ­skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, hefur verið eitt af leið­andi félög­um í geir­anum á und­an­förnum árum. Havila rambar nú á barmi gjald­þrots og er í við­ræðum við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um. Félagið færð­i ­niður virði skipa­flota síns fyrr í þessum mán­uði um 21 millj­arð króna. Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið úr um 115 dölum á tunnu í 32 dali frá­ sumr­inu 2014. Til að vinnsla á olíu í Norð­ur­sjó borgi sig er talið að verð­ið þurfi að vera um 60 dalir á tunnu.

Auglýsing

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Bank­inn sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í síð­ustu viku að það væri óvíst hvort lán­ið ­myndi inn­heimt­ast. Arion banki birtir upp­gjör sitt fyrir árið 2015 á morg­un­, mið­viku­dag, og þá kemur í ljós hvort bank­inn hafi fært lánið niður í bók­um sín­um.

Íslands­banki tók þátt í sam­banka­láni til Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður en Arion banki lán­aði félag­inu. Það lán hefur nú verið fært niður í bókum Íslands­banka.

Fáfn­is-verk­efnið einnig í upp­námi

Íslands­banki tók einnig þátt í fjár­mögnun á skipum sem íslenska félagið Fáfnir Offs­hore lét­u ­smíða fyrir sig á und­an­förnum árum. Eina skipið sem er full­búið og í rekstri er Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Ís­lands­sög­unn­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ustu­samn­ing við ­sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá ­samn­ingur gengur út á að sýslu­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota ­skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­að­inum í Norð­ur­sjó. 

Það mun ráð­ast í febr­úar hvort nýr samn­ingur Fáfnis Offs­hore við sýslu­mann­inn á Sval­barða, sem snýst um að fyr­ir­tækið sinni verk­efnum fyrir hann í níu mán­uði á ári í stað sex, muni halda. Samn­ing­ur­inn skiptir miklu máli fyrir Fáfni Offs­hore, sem er að nán­ast öllu leyti í íslenskri eigu.

Kjarn­inn ­greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfnis Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. ­Skipið átti að afhend­ast í mars 2016 en sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli Fáfn­is og norsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar Hay­vard Ship Technologies AS mun afhend­ing þess frest­ast fram til júní­mán­aðar 2017. Ástæða frest­un­ar­innar á afhend­ingu á nýja skip­inu sé ein­föld: ástandið á olíu­mark­aði hefur leitt til þess að eng­in verk­efni séu til staðar fyrir skip eins og Fáfni Vik­ing.

Nokkrum dögum síð­ar­ var Stein­grimi Erlings­syni sagt upp störfum sem for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Heim­ildir Kjarn­ans herma að miklir sam­starfs­erf­ið­leikar hafi verið milli­ ­stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms í aðdrag­anda upp­sagnar hans.

Höfn­uðu til­boði í Fáfni

Íslands­banki er ekki bara lán­veit­andi Fáfn­is, heldur lika á meðal eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins í gegnum fram­taks­sjóð­inn Akur II. DV greindi frá því nýverið að Stein­grímur Erlings­son, fyrrum for­stjóri og stofn­andi Fáfnis Offs­hore, hefði boðið í hlut tveggja fram­taks­sjóða, Akurs og Horns II, í Fáfni Offs­hore í jan­ú­ar. Til­boð­ið, sem rann út í byrjun síð­ustu viku, var sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans upp á um tíu pró­sent af þeirri upp­hæð sem sjóð­irnir tveir settu upp­haf­lega í Fáfni Offs­hore, sem nam um tveimur millj­örðum króna.  Því hefðu fram­taks­sjóð­irnir tekið á sig gríð­ar­legt tap ef þeir hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það gerðu þeir ekki. 

Stærst­u ­eig­endur umræddra fram­taks­sjóða eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Rík­is­bank­arn­ir t­veir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, eiga einnig hlut í þeim ásam­t Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None