Íslandsbanki gefur ekki upp hversu mikið lán til Havila voru færð niður

Havila Crusader
Auglýsing

Íslands­banki gefur ekki upp hversu mikið bank­inn hefur fært ­niður virði útlána til aðila í þjón­ustu við olíu­iðn­aði á hafi. Þetta kom fram í máli Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra bank­ans, og Sverris Arnar Þor­valds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra áhættu­stýr­ingar hans, á upp­gjörs­fundi með fjöl­miðlum í dag vegna árs­reikn­ings bank­ans fyrir árið 2015. Sverr­ir ­sagði það vera „von­brigði að þetta skyldi þró­ast á þennan veg,“ og átti þar við ­stöð­una á mark­aði fyrir aðila í þjón­ustu við ólíu­iðn­að, aðal­lega í Nor­egi.

Í árs­reikn­ingi Íslands­banka sem birtur var í morgun kom fram að bank­inn hefði bókað virð­is­rýrnun á stöðu sína á lánum til fyr­ir­tækja sem ­þjón­usta olíu­iðn­að­inn. Ljóst er að sú rýrnun snýr að lánum til norska ­skipa­fé­lags­ins Havila Shipp­ing ASA og íslenska félags­ins Fáfnis Offs­hore. Í reikn­ingnum kom fram að eitt pró­sent af útlána­safni bank­ans var til fyr­ir­tækja ­sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn. Alls voru útlán til við­skipta­vina 665,7 millj­arð­ar­ króna um síð­ustu ára­mót og því ljóst að lán til geirans nema tæpum sjö millj­örðum króna.

Tók þátt í sjö millj­arða lán­veit­ingu til Havila

Havila, sem á 27 ­skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, hefur verið eitt af leið­andi félög­um í geir­anum á und­an­förnum árum. Havila rambar nú á barmi gjald­þrots og er í við­ræðum við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um. Félagið færð­i ­niður virði skipa­flota síns fyrr í þessum mán­uði um 21 millj­arð króna. Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið úr um 115 dölum á tunnu í 32 dali frá­ sumr­inu 2014. Til að vinnsla á olíu í Norð­ur­sjó borgi sig er talið að verð­ið þurfi að vera um 60 dalir á tunnu.

Auglýsing

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Bank­inn sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í síð­ustu viku að það væri óvíst hvort lán­ið ­myndi inn­heimt­ast. Arion banki birtir upp­gjör sitt fyrir árið 2015 á morg­un­, mið­viku­dag, og þá kemur í ljós hvort bank­inn hafi fært lánið niður í bók­um sín­um.

Íslands­banki tók þátt í sam­banka­láni til Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður en Arion banki lán­aði félag­inu. Það lán hefur nú verið fært niður í bókum Íslands­banka.

Fáfn­is-verk­efnið einnig í upp­námi

Íslands­banki tók einnig þátt í fjár­mögnun á skipum sem íslenska félagið Fáfnir Offs­hore lét­u ­smíða fyrir sig á und­an­förnum árum. Eina skipið sem er full­búið og í rekstri er Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Ís­lands­sög­unn­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ustu­samn­ing við ­sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá ­samn­ingur gengur út á að sýslu­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota ­skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­að­inum í Norð­ur­sjó. 

Það mun ráð­ast í febr­úar hvort nýr samn­ingur Fáfnis Offs­hore við sýslu­mann­inn á Sval­barða, sem snýst um að fyr­ir­tækið sinni verk­efnum fyrir hann í níu mán­uði á ári í stað sex, muni halda. Samn­ing­ur­inn skiptir miklu máli fyrir Fáfni Offs­hore, sem er að nán­ast öllu leyti í íslenskri eigu.

Kjarn­inn ­greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfnis Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. ­Skipið átti að afhend­ast í mars 2016 en sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli Fáfn­is og norsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar Hay­vard Ship Technologies AS mun afhend­ing þess frest­ast fram til júní­mán­aðar 2017. Ástæða frest­un­ar­innar á afhend­ingu á nýja skip­inu sé ein­föld: ástandið á olíu­mark­aði hefur leitt til þess að eng­in verk­efni séu til staðar fyrir skip eins og Fáfni Vik­ing.

Nokkrum dögum síð­ar­ var Stein­grimi Erlings­syni sagt upp störfum sem for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Heim­ildir Kjarn­ans herma að miklir sam­starfs­erf­ið­leikar hafi verið milli­ ­stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms í aðdrag­anda upp­sagnar hans.

Höfn­uðu til­boði í Fáfni

Íslands­banki er ekki bara lán­veit­andi Fáfn­is, heldur lika á meðal eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins í gegnum fram­taks­sjóð­inn Akur II. DV greindi frá því nýverið að Stein­grímur Erlings­son, fyrrum for­stjóri og stofn­andi Fáfnis Offs­hore, hefði boðið í hlut tveggja fram­taks­sjóða, Akurs og Horns II, í Fáfni Offs­hore í jan­ú­ar. Til­boð­ið, sem rann út í byrjun síð­ustu viku, var sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans upp á um tíu pró­sent af þeirri upp­hæð sem sjóð­irnir tveir settu upp­haf­lega í Fáfni Offs­hore, sem nam um tveimur millj­örðum króna.  Því hefðu fram­taks­sjóð­irnir tekið á sig gríð­ar­legt tap ef þeir hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það gerðu þeir ekki. 

Stærst­u ­eig­endur umræddra fram­taks­sjóða eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Rík­is­bank­arn­ir t­veir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, eiga einnig hlut í þeim ásam­t Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None