Valið úr tíu hugmyndum í Gullegginu 2016

Gulleggið 2016 verður veitt laugardaginn 12. mars. Almenningur getur valið sína uppáhalds hugmynd hér á vef Kjarnans.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er haldin í níunda sinn í ár. Lokahóf keppninnar fer fram í Háskólanum í Reykjavík 12. mars næstkomandi.
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er haldin í níunda sinn í ár. Lokahóf keppninnar fer fram í Háskólanum í Reykjavík 12. mars næstkomandi.
Auglýsing

Val almennings á sinni uppáhalds hugmynd í Gullegginu 2016 er hafið. Tíu viðskiptahugmyndir og fyrirtæki keppa til úrslita í þessari stærstu frumkvöðlakeppni landsins í ár. 100 manna rýnihópur skipaður konum til jafns við karla valdi úr um 200 umsóknum um þátttöku í kepnninni. 

Hægt er að kynna sér verkefnin tíu og velja það sem þykir áhugaverðast hér á vef Kjarnans. Úrslitin í Gullegginu 2016 verða kynnt í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 12. mars. Kjarninn hýsir Val fólksins í annað sinn í ár en keppnin er haldin árlega á vegum Icelandic Startups í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Teymin tíu sem valin voru til úrslita munu kynna hugmyndir sínar og markmið fyrir áhugasömum í Stúdentakjallaranum í kvöld. Öll teymin munu flytja lyfturæður en það eru örstuttar kynningar á verkefnum þeirra sem mætti flytja í stuttri lyftuferð, til dæmis. Keppt verður um titilinn „Lyfturæðari Gulleggsins 2016“ auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir mesta eldmóðinn og bestu söguna.

Auglýsing

Markmiðið með keppninni er að hjálpa einstaklingum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Gulleggið hefur virkað sem stökkpallur fyrir mörg fyrirtæki sem hafa náð langt og stækkað eftir þátttöku. Má þar til dæmis nefna Meniga, Clara, Radiant Games og Pink Iceland.

Aldrei hefur hlutfall kvenna verið jafn hátt meðal umsókna í keppnina og í ár. 40 prósent hugmyndanna sem bárust Gullegginu í ár voru skipaðar kvenkyns leiðtoga. Í hópi tíu stigahæstu hugmyndanna eru 35 prósent konur. Aðeins eitt teymi er eingöngu skipað konum en fjögur eru eingöngu skipuð körlum. Helmingur teymanna eru hins vegar skipuð blöndu af konum og körlum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None