Valið úr tíu hugmyndum í Gullegginu 2016

Gulleggið 2016 verður veitt laugardaginn 12. mars. Almenningur getur valið sína uppáhalds hugmynd hér á vef Kjarnans.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er haldin í níunda sinn í ár. Lokahóf keppninnar fer fram í Háskólanum í Reykjavík 12. mars næstkomandi.
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er haldin í níunda sinn í ár. Lokahóf keppninnar fer fram í Háskólanum í Reykjavík 12. mars næstkomandi.
Auglýsing

Val almenn­ings á sinni upp­á­halds hug­mynd í Gul­legg­inu 2016 er haf­ið. Tíu við­skipta­hug­myndir og fyr­ir­tæki keppa til úrslita í þess­ari stærstu frum­kvöðla­keppni lands­ins í ár. 100 manna rýni­hópur skip­aður konum til jafns við karla valdi úr um 200 umsóknum um þátt­töku í kepnn­inn­i. 

Hægt er að kynna sér verk­efnin tíu og velja það sem þykir áhuga­verð­ast hér á vef Kjarn­ans. Úrslitin í Gul­legg­inu 2016 verða kynnt í Háskól­anum í Reykja­vík laug­ar­dag­inn 12. mars. Kjarn­inn hýsir Val fólks­ins í annað sinn í ár en keppnin er haldin árlega á vegum Icelandic Startups í sam­starfi við Háskól­ann í Reykja­vík, Háskóla Íslands og Lista­há­skóla Íslands.

Teymin tíu sem valin voru til úrslita munu kynna hug­myndir sínar og mark­mið fyrir áhuga­sömum í Stúd­enta­kjall­ar­anum í kvöld. Öll teymin munu flytja lyft­u­ræður en það eru örstuttar kynn­ingar á verk­efnum þeirra sem mætti flytja í stuttri lyftu­ferð, til dæm­is. Keppt verður um tit­il­inn „Lyft­uræð­ari Gul­leggs­ins 2016“ auk þess sem verð­laun verða veitt fyrir mesta eld­móð­inn og bestu sög­una.

Auglýsing

Mark­miðið með keppn­inni er að hjálpa ein­stak­lingum að láta hug­myndir sínar verða að veru­leika. Gul­leggið hefur virkað sem stökk­pallur fyrir mörg fyr­ir­tæki sem hafa náð langt og stækkað eftir þátt­töku. Má þar til dæmis nefna Meniga, Clara, Radi­ant Games og Pink Iceland.

Aldrei hefur hlut­fall kvenna verið jafn hátt meðal umsókna í keppn­ina og í ár. 40 pró­sent hug­mynd­anna sem bár­ust Gul­legg­inu í ár voru skip­aðar kven­kyns leið­toga. Í hópi tíu stiga­hæstu hug­mynd­anna eru 35 pró­sent kon­ur. Aðeins eitt teymi er ein­göngu skipað konum en fjögur eru ein­göngu skipuð körl­um. Helm­ingur tey­manna eru hins vegar skipuð blöndu af konum og körl­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None