Árni Sigfússon: Virðir niðurstöðuna og segir sig úr nefndinni

Árni Sigfússon
Auglýsing

Árni Sig­fús­son seg­ist virða nið­ur­stöðu umboðs­manns Alþingis um að hann hafi verið van­hæfur til að taka ákvarð­anir um að veita styrki úr Orku­sjóði til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands sökum vensla við for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, sem er bróðir hans. Miðað við nið­ur­stöð­una hafi málið reynst hans mis­tök. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Árni sendi Kjarn­anum í kjöl­far fréttar hans um nið­ur­stöðu umboðs­manns fyrr í dag. Árni segir að ef hann hefði fengið minnstu vís­bend­ingu um að það kynni að orka tví­mælis að hann tæki þátt í til­lögum til ráðu­neytis um styrk­veit­ing­ar, vegna þess að sótt var um m.a. í nafni Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, hefði hann setið hjá við afgreiðslu um verk­efn­ið, eða vikið af fundi. Engar slíkar vís­bend­ingar hafi hins vegar komið fram. Í ein­lægni sagt þykir mér þetta mál afar leitt því ég vinn ég vinnu mína af heil­indum og kost­gæfni. En þarna er það mat aðila sem ég virði, að mér hafi yfir­sést.Ég mun axla ábyrgð á því að hafa ekki vikið af umræddum fundi með því að segja mig frá störfum í nefnd­inn­i," segir Árni enn fremur í yfir­lýs­ingu sinni.

Yfir­lýs­ing Árna Sig­fús­sonar í heild sinn­i: 

Í til­efni af frétt í Kjarn­anum af áliti umboðs­manns Alþingis um að það hafi ekki verið rétt stjórn­sýsla að ég stæði að til­lögum til Orku­sjóðs um styrk­veit­ingar til Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar, þar sem for­stjóri hennar sé bróðir minn, vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Auglýsing

Ég hef aldrei verið beð­inn um að gera grein fyrir þessu máli hjá umboðs­manni Alþing­is.

Áherslu­at­riði sem styrkt skyldu 2015, sam­kvæmt aug­lýs­ingu, voru ekki ákveðin af okkur sem komum öll ný að ráð­gjafa­nefnd­inni eftir að sú aug­lýs­ing hafði verið birt.

Umsókn Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar, sem er rík­is­stofn­un, fékk hæstu ein­kunn óháðra sér­fræð­inga (Reglur okkar eru þær að láta meta umsóknir utan nefnd­ar­inn­ar) og kom því ekk­ert við minni setu í ráð­gjafa­nefnd­inn­i. 

Ráð­gjafa­nefndin tekur mið af þeim fjár­veit­ingum sem til umráða eru og leggur þá fram til­lögur til ráð­herra.

Í nefnd­inni kom aldrei til umræðu á nokkurn hátt að ég viki af fundi við afgreiðslu um til­lögur til styrk­veit­inga enda eng­inn ágrein­ingur um þær, allra síst þá sem hlaut hæstu ein­kunn.

Bróðir minn er for­stjóri þess­arar rík­is­stofn­unar en kemur hvergi nálægt, eða á fjár­hags­legra hags­muna að gæta, í ein­staka umsóknum sem unnar eru á hennar vegum um allt land. Hann hefur aldrei rætt við mig um verk­efni Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar sem tengj­ast ráð­gjafa­nefnd Orku­sjóðs.

Hefði ég fengið minnstu vís­bend­ingu um að það kynni að orka tví­mælis að ég tæki þátt í til­lögum til ráðu­neytis um styrk­veit­ing­ar, vegna þess að sótt var um m.a. í nafni umræddrar rík­is­stofn­un­ar,  hefði ég að sjálf­sögðu setið hjá við afgreiðslu um þetta verk­efni, eða vikið af fund­i. 

Miðað við nið­ur­stöðu Umboðs­manns, sem ég virði, reyn­ast þetta vera mín mis­tök.

Ég tók sæti í nefnd­inni vegna áhuga og reynslu minnar í orku­málum á Suð­ur­nesjum og hef unnið vel og sam­visku­sam­lega fyrir hana.  Ég veit að ráð­gjafa­nefndin hefur unnið vel og heið­ar­lega að störfum sín­um.

Von­andi verður þetta álit til þess að aðrir aðilar sem sitja í ráð­gjafa­nefndum og eru tengdir stjórn­endum rík­is­tengdra stofn­ana, hvaða nafni sem þær nefndast, víki af fundum þegar svo ber und­ir. Þar með verða ákvarð­anir síður vafa und­ir­orpn­ar.

Í ein­lægni sagt þykir mér þetta mál afar leitt því ég vinn ég vinnu mína af heil­indum og kost­gæfni. En þarna er það mat aðila sem ég virði, að mér hafi yfir­sést.

Ég mun axla ábyrgð á því að hafa ekki vikið af umræddum fundi með því að segja mig frá störfum í nefnd­inn­i. 

Ég þakka nefnd­ar­mönnum ánægju­legt sam­starf og ráð­herra fyrir traustið að til­nefna mig."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None