Umboðsmaður Alþingis: Árni Sigfússon var vanhæfur

Umboðsmaður Alþingis hefur skilað áliti þess efnis að Árni Sigfússon hafi verið vanhæfur til að veita styrki úr Orkusjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vegna vensla sinna við forstjóra hennar, sem er bróðir hans.

Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Árni Sig­fús­son hafi verið van­hæfur til að veita styrki úr Orku­sjóði til­ Ný­sköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands í fyrra­haust vegna vensla við for­stjóra mið­stöðv­ar­inn­ar, sem er bróðir hans. Hann telur enn fremur að úthlut­anir úr Orku­sjóði í fyrra­haust hafi þar af leið­andi ekki verið í sam­ræmi við lög. Þetta kemur fram í áliti Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðs­manns Alþing­is, dag­settu 2. mar­s ­síð­ast­lið­inn.

Í álit­inu seg­ir: „Umboðs­maður tók fram að hæf­is­reglur stjórn­sýslu­laga ættu við um hæfi ­nefnd­ar­manna ráð­gjaf­ar­nefndar Orku­sjóðs þegar nefndin gerir til­lögur til­ ráð­herra um lán­veit­ingar og ein­stakar greiðslur úr Orku­sjóði. Þar sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands hefði sótt um styrk úr sjóðnum og fyr­ir­svars­maður hennar væri bróð­ir ­for­manns ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar væri for­mað­ur­inn tengdur fyr­ir­svars­manni aðila ­máls­ins í skiln­ingi regln­anna og nefnd­ar­maður í þeirri stöðu teld­ist van­hæf­ur. ­Um­boðs­maður féllst ekki á þær skýr­ingar ráðu­neyt­is­ins að þátt­ur ­nefnd­ar­for­manns­ins hefði verið lít­il­fjör­legur í merk­ingu lag­anna og ylli þar ­með ekki van­hæfi eða félli undir und­an­tekn­ingar frá hæf­is­regl­unum að öðru ­leyti. Nið­ur­staða umboðs­manns var því sú að for­maður ráð­gjaf­ar­nefndar Orku­sjóðs hefði verið van­hæfur til með­ferðar máls­ins og að hann hefði ekki mátt taka þátt í und­ir­bún­ingi, með­ferð eða úrlausn þess. Þar sem fyrir lá að hann tók þátt í und­ir­bún­ingi til­lagn­anna og sat fund þar sem þær voru afgreiddar tald­i ­um­boðs­maður að með­ferð máls­ins hefði ekki verið í sam­ræmi við lög.

Auglýsing

Umboðs­mað­ur­ Al­þingis beinir þeim til­mælum til iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­eyt­is­ins að það hafi þau sjón­ar­mið sem rakin séu í áliti hans fram­vegis í huga í störfum sín­um.. Að öðru leyti yrði það að vera verk­efni dóm­stóla að skera úr um hvort ann­markar á máls­með­ferð í máli Valorku, sem kvart­aði til umboðs­manns vegna máls­ins, leidd­u til bóta­skyldu af hálfu rík­is­ins.

Ragn­heiður Elín skip­aði nefnd­ina

Orku­sjóður er í eigu rík­is­ins og er hlut­verk hans að ­stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu orku­linda lands­ins með styrkjum eða lán­um, einkum til aðgerða sem miða að því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Yfir­um­sjón og ábyrgð með sjóðnum er hjá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Árni Sigfússon veitti ráðgjafanefnd sem ákvað styrki úr Orkusjóði formennsku.Í des­em­ber 2014 sam­þykkti Alþingi að gera breyt­ingar á lögum um Orku­sjóð. Í þeim breyt­ingum fólst meðal ann­ars að Orku­ráð var lag­t ­niður en í stað þess á iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að skipta þriggja manna ráð­gjafa­nefnd til fjög­urra ára sem hefur það hlut­verk að gera til­lögur til­ ráð­herra um lán­veit­ingar og ein­stakar greiðslur úr Orku­sjóði sam­kvæmt fjár­hags- og greiðslu­á­ætlun sjóðs­ins.

Laga­breyt­ingin tók gildi 1. jan­úar 2015 og í byrj­un þess árs skip­aði Ragn­heiður Elín Árna­dóttir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, þrjá ein­stak­linga í ráð­gjafa­nefnd­ina. Þeir eru Árn­i ­Sig­fús­son, Franz Viðar Árna­son og Halla Hrund Loga­dótt­ir.

Árni var auk þess skip­aður for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Árni sagði umfjöllun vera „ljótan leik“ 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að umboðs­mað­ur­ Al­þingis væri með kvörtun fyrir­tæk­is­ins Valorku vegna styrk­veit­ingar Orku­sjóðs til­ Ný­sköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands í fyrra­haust til með­höndl­un­ar. Valorka send­i ­upp­haf­lega kvörtun til iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins vegna ­styrk­veit­ing­ar­innar þann 24. sept­em­ber 2015 og í fram­hald­inu sendi fyr­ir­tæk­ið kvörtun til umboðs­manns Alþing­is.

Frétta­blaðið greind­i frá því í okt­o­ber 2015 að mið­stöðin hefði fengið fjórð­ung þeirra styrkja sem Orku­sjóður hafð­i ný­verið úthlutað til alls ell­efu verk­efna í fyrra haust. Í umfjöllun blaðs­ins kom fram að for­maður nefnd­ar­inn­ar ­sem velur hverjir fá styrki, Árni Sig­fús­son, er bróðir for­stjóra Ný­sköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Þor­steins Inga Sig­fús­son­ar. Árni vék ekki sæt­i þegar fjallað var um styrk­veit­ing­una. Árni kall­aði umfjöll­un Frétta­blaðs­ins „ljótan leik“ í sam­tali við Stund­ina. Hann hafn­aði því að eitt­hvað væri athuga­vert við út­hlut­un­ina, enda væri hún til rík­is­stofn­un­ar, ekki per­sónu­lega til bróður hans.

Valdi­mar Öss­ur­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Valorku, sem sótti einnig um styrk til Orku­sjóðs en fékk ekki, taldi styrk­veit­ing­una ólög­mæta eins og að henni var stað­ið. Á­stæðan væri sú að Árni og Þor­steinn Ingi væru bræður og þar með væri Árn­i van­hæfur til að veita styrk til Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Slík veit­ing stang­ist á við 2. kafla stjórn­sýslu­laga og hljóti því að ­dæm­ast ómerk, að mati Valdi­mars.

Í 2. kafla stjórn­sýslu­laga ­segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hef­ur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til­ hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u“.

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neytið svar­aði erindi Valorku með bréfi ­sem sent var til fyr­ir­tæk­is­ins 14. októ­ber 2015. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá­ ­iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu sendi Valorka í fram­hald­inu kvörtun til­ ­um­boðs­manns Alþingis sem sendi í kjöl­farið bréf til ráðu­neyt­is­ins með nokkrum ­spurn­ingum um mál­ið. Bréf umboðs­manns var sent 3. nóv­em­ber 2015 og því svarað þann 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Hann hefur nú kom­ist að ­nið­ur­stöðu og birti álit sitt í síð­ustu viku.

Afger­andi nið­ur­staða

Í áliti sínu seg­ir ­um­boðs­maður að hæf­is­reglur stjórn­sýslu­laga ættu við um hæfi nefnd­ar­manna ráð­gjaf­ar­nefndar Orku­sjóðs þegar hún gerði til­lögur til iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Árni væri því van­hæfur til að veita styrki til­ Ný­sköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands vegna tengsla sinna við for­stjóra henn­ar. Hann ­féllst ekki á skýr­ingar ráðu­neytis í mál­inu um að þáttur Árna hefði ver­ið ­lít­il­fjör­legur í merk­ingu lag­anna og ylli þar með ekki van­hæfi. „Nið­ur­staða umboðs­manns var því sú að for­mað­ur­ ráð­gjaf­ar­nefndar Orku­sjóðs hefði verið van­hæfur til með­ferðar máls­ins og að hann hefði ekki mátt taka þátt í und­ir­bún­ingi, með­ferð eða úrlausn þess. Þar ­sem fyrir lá að hann tók þátt í und­ir­bún­ingi til­lagn­anna og sat fund þar sem þær voru afgreiddar taldi umboðs­maður að með­ferð máls­ins hefði ekki verið í sam­ræmi við lög.

Umboðs­maður Alþingis fjall­aði einnig um til­kynn­ingu sem birt var á vef­síðu ráðu­neyt­is­ins ­vegna máls­ins þar sem upp­lýst var um opin­bera styrki til Valorku  án þess að birtar væru upp­lýs­ingar um ­sam­bæri­legar styrk­veit­ingar til ann­arra aðila sem störf­uðu að verk­efnum á sama sviði. Í áliti umboðs­manns seg­ir: „Um­boðs­maður fékk ekki séð að til­kynn­ing­in hefði verið í nægj­an­legu sam­hengi við frétt Frétta­blaðs­ins um vensl for­manns ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar og for­stjóra Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar sem átti að ver­a ­til­efni hennar og aðra gagn­rýni fyr­ir­svars­manns A ehf. sem þar kom fram. Hann taldi því að ráðu­neytið hefði ekki sýnt fram á að frétt­in, og/eða fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins til ráðu­neyt­is­ins af því til­efni, hefði veitt ráðu­neyt­in­u rétt­mætt til­efni til að hafa frum­kvæði að því að birta umræddar upp­lýs­ingar með­ þeim hætti sem gert var. Efni til­kynn­ing­ar­innar hefði að þessu leyti ekki ver­ið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætti.

Um­boðs­maður beindi þeim til­mælum til ráðu­neyt­is­ins að það hefði þau sjón­ar­mið sem rakin væru í álit­in­u fram­vegis í huga í störfum sín­um. Að öðru leyti yrði það að vera verk­efn­i ­dóm­stóla að skera úr um hvort ann­markar á máls­með­ferð í máli A ehf. leiddu til­ ­bóta­skyldu af hálfu rík­is­ins, teldi félagið til­efni til slíks.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None