Reykjavík er í 29. sæti yfir dýrustu borgir heims

Reykjavík hefur fallið hratt á listanum yfir dýrustu borgir heims eftir hrunið.
Reykjavík hefur fallið hratt á listanum yfir dýrustu borgir heims eftir hrunið.
Auglýsing

Reykja­vík er í 29. sæti yfir dýr­ustu borgir heims sam­kvæmt nýrri sam­an­tekt The Economist sem birt var á fimmtu­dag. Tíma­ritið tekur reglu­lega ­saman hvað það kostar að búa í öllum elstu borgum heims og hefur gert það árum ­sam­an. Því ofar sem borg er á list­anum því betur gengur íbúum henn­ar efna­hags­lega og því eft­ir­sókn­ar­verð­ara þykir að búa í þeim. Fyrir tíu árum ­síð­an, árið 2006, var Reykja­vík í þriðja sæti yfir dýr­ustu borgir heims. Fall ­ís­lensku höf­uð­borg­ar­innar á eft­ir­hrunsárum er því umtals­vert. Staða hennar á meðal borga heims hefur þó bragg­ast á und­an­förnum árum. Árið 2013 var Reykja­vík í 47. sæti á lista The Economist. Nýi list­inn sýnir stöð­una eins og hún var í sept­em­ber 2015.

List­inn um kostnað sem fylgir ­bú­setu í borgum heims­ins er tek­inn saman tvisvar á ári. Hann nær til 131 borg­ar og við gerð hans eru borin saman um 400 verð á um 160 mis­mun­andi þjón­ustum og vörum sem hægt er að kaupa í borg­un­um. Þeirra á meðal eru mat­ur, drykkir, föt, ­nauð­synja­vörur heim­il­is­ins, hús­næð­is­kostn­að­ur, kostn­aður vegna orku-, vatns- og ­net­kaupa, mennt­un­ar­kostn­aður og kostn­aður við tóm­stundir og skemmt­un. Mæli­kvarð­inn ­sem not­aður er til að stað­setja borg­irnar í sæti á list­anum er hlut­falls­leg­ur ­kostn­aður þess að búa í þeim sama­borið við New York. Það kostar Reyk­vík­inga t.d. 83 pró­sent af því sem það kostar að búa í New York að draga fram líf­ið.

Auglýsing

Singapúr er ­dýrasta borg í heimi sam­kvæmt nýjasta list­anum og heldur því sæti frá því að hann var birtur síð­ast. Hún hefur þó dalað í verði á milli ára og er nú tíu ­pró­sent ódýr­ari í sam­an­burði við New York en árið áður­.­Styrk­ing á geng­i ­Banda­ríkja­dals gerði það að verkum að allar 16 borgir lands­ins sem skoð­aðar eru við gerð list­ans fóru upp um að minnsta kosti 15 sæti á milli ára. New York er nú í fyrsta sinn í 14 ár á meðal tíu dýr­ustu borga heims. Fimm Evr­ópu­borgir eru á meðal tíu dýr­ustu borg­anna. Þær eru Zürich, Genf, Par­ís, London og ­Kaup­manna­höfn.

Ódýrasta ­borgin á list­anum er Lusaka, höf­uð­borg Sam­b­íu. Að búa þar kostar ein­ungis 41 ­pró­sent af því sem það kostar að búa í New York. Lækk­andi verð á hrá­vöru, og ­sér­stak­lega olíu, hefur gert nokkrar borgir sem hafa verið á mik­illi efna­hags­legri sigl­ingu á und­an­förnum árum mun ódýr­ari en þær voru. Þar ber helst að nefna Ríó, höf­uð­borg Bras­il­íu, sem fellur um heil 52 sæti á list­an­um milli birt­inga, og stærstu borgir Rúss­lands, Moskvu og St. Pét­urs­borg, sem ­falla um 63 og 51 sæti. Í Rúss­landi lækk­aði kostn­aður við búsetu í þessum ­borgum um 40 pró­sent á milli ára.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None