Reykjavík er í 29. sæti yfir dýrustu borgir heims

Reykjavík hefur fallið hratt á listanum yfir dýrustu borgir heims eftir hrunið.
Reykjavík hefur fallið hratt á listanum yfir dýrustu borgir heims eftir hrunið.
Auglýsing

Reykja­vík er í 29. sæti yfir dýr­ustu borgir heims sam­kvæmt nýrri sam­an­tekt The Economist sem birt var á fimmtu­dag. Tíma­ritið tekur reglu­lega ­saman hvað það kostar að búa í öllum elstu borgum heims og hefur gert það árum ­sam­an. Því ofar sem borg er á list­anum því betur gengur íbúum henn­ar efna­hags­lega og því eft­ir­sókn­ar­verð­ara þykir að búa í þeim. Fyrir tíu árum ­síð­an, árið 2006, var Reykja­vík í þriðja sæti yfir dýr­ustu borgir heims. Fall ­ís­lensku höf­uð­borg­ar­innar á eft­ir­hrunsárum er því umtals­vert. Staða hennar á meðal borga heims hefur þó bragg­ast á und­an­förnum árum. Árið 2013 var Reykja­vík í 47. sæti á lista The Economist. Nýi list­inn sýnir stöð­una eins og hún var í sept­em­ber 2015.

List­inn um kostnað sem fylgir ­bú­setu í borgum heims­ins er tek­inn saman tvisvar á ári. Hann nær til 131 borg­ar og við gerð hans eru borin saman um 400 verð á um 160 mis­mun­andi þjón­ustum og vörum sem hægt er að kaupa í borg­un­um. Þeirra á meðal eru mat­ur, drykkir, föt, ­nauð­synja­vörur heim­il­is­ins, hús­næð­is­kostn­að­ur, kostn­aður vegna orku-, vatns- og ­net­kaupa, mennt­un­ar­kostn­aður og kostn­aður við tóm­stundir og skemmt­un. Mæli­kvarð­inn ­sem not­aður er til að stað­setja borg­irnar í sæti á list­anum er hlut­falls­leg­ur ­kostn­aður þess að búa í þeim sama­borið við New York. Það kostar Reyk­vík­inga t.d. 83 pró­sent af því sem það kostar að búa í New York að draga fram líf­ið.

Auglýsing

Singapúr er ­dýrasta borg í heimi sam­kvæmt nýjasta list­anum og heldur því sæti frá því að hann var birtur síð­ast. Hún hefur þó dalað í verði á milli ára og er nú tíu ­pró­sent ódýr­ari í sam­an­burði við New York en árið áður­.­Styrk­ing á geng­i ­Banda­ríkja­dals gerði það að verkum að allar 16 borgir lands­ins sem skoð­aðar eru við gerð list­ans fóru upp um að minnsta kosti 15 sæti á milli ára. New York er nú í fyrsta sinn í 14 ár á meðal tíu dýr­ustu borga heims. Fimm Evr­ópu­borgir eru á meðal tíu dýr­ustu borg­anna. Þær eru Zürich, Genf, Par­ís, London og ­Kaup­manna­höfn.

Ódýrasta ­borgin á list­anum er Lusaka, höf­uð­borg Sam­b­íu. Að búa þar kostar ein­ungis 41 ­pró­sent af því sem það kostar að búa í New York. Lækk­andi verð á hrá­vöru, og ­sér­stak­lega olíu, hefur gert nokkrar borgir sem hafa verið á mik­illi efna­hags­legri sigl­ingu á und­an­förnum árum mun ódýr­ari en þær voru. Þar ber helst að nefna Ríó, höf­uð­borg Bras­il­íu, sem fellur um heil 52 sæti á list­an­um milli birt­inga, og stærstu borgir Rúss­lands, Moskvu og St. Pét­urs­borg, sem ­falla um 63 og 51 sæti. Í Rúss­landi lækk­aði kostn­aður við búsetu í þessum ­borgum um 40 pró­sent á milli ára.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None