Borgin rekin með hagnaði á næsta ári

Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar mun fjárhagur borgarinnar fara batnandi næstu fimm árin þrátt fyrir mörg og stór verkefni. En gert er ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða afgangi árið 2019.

hallgrimskirkja_14317582957_o.jpg
Auglýsing

Í nýrri fjár­hags­á­ætl­un Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að borg­ar­sjóður skili 3,6 millj­arða afgangi árið 2019 en jákvæð nið­ur­staða sam­stæðu er áætluð 12,8 millj­arðar króna eftir fjár­magnsliði. Gert er ráð fyrir batn­andi afkomu borg­ar­innar næstu fimm ár. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. 

Í fjár­hags­á­ætl­un­inni til næstu fimm ára eru m.a. fyrstu áfangar Borg­ar­línu fjár­magn­að­ir. Fjölga á NPA ­samn­ingum innan borg­ar­innar sem og félags­legum íbúð­um. Ásamt því er aukið fjár­magn sett í að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Sam­kvæmt borg­ar­stjóri ber fjár­hags­á­ætl­un­in þess skýr merki að Reykja­vík er í milli sókn en til stendur að borgin fjár­festi fyrir 18,8 millj­arði á næsta ári.

Auglýsing

Dag­ur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir Reykja­vík­ur­borg vera í miklum vexti og það sjá­ist greini­lega á verk­efn­unum í fjár­hags­á­ætlun og fjár­fest­ing­ar­á­ætlun en aukin fram­lög séu til skóla­mála og vel­ferð­ar­mála. Hann segir að fólki fjölgi í borg­inni á hverju ári sem þýðir að borgin þurfi að vaxa, byggja þarf nýjar íbúðir sem kallar á að borgin fjár­festi í innviðum eins og göt­um, torg­um, lögn­um, skólum og íþrótta­mann­virkjum auk þjón­ustu í hverf­um.

Fjölgun félags­í­búða, upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja og fyrstu skref í átt að Borg­ar­línu

Í fjár­hags­á­ætl­un­inn­i er gert ráð fyrir umtals­verðri fjölgun félags­legra íbúða á næstu fimm ár á vegum Félags­bú­staða. Auk þess mun borgin leggja tals­verða fjár­muni í stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni segir í til­kynn­ing­unni. Einnig er stefnt er að mik­illi ­upp­bygg­ing­u í Úlf­arsár­dal en þar eiga rísa íþrótta­hús, menn­ing­ar­mið­stöð og sund­laug. Einnig á að byggja íþrótta­mann­virki í Breið­holti og Graf­ar­vog­i. 

Dagur B. Eggertsson Mynd:Hringbraut„Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjár­magn til að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og til nýrra N­PA ­samn­inga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjár­fest­ingum á grund­velli aðal­skipu­lags­ins en sú stærsta á þeim vett­vangi er Borg­ar­lín­an. Í þriðja lagi heldur upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja í aust­ur­hluta borg­ar­innar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla vel­ferð­ar­þjón­ustu og auka fram­lög til leik- og grunn­skóla í borg­inni. Við höldum líka gjöldum áfram í lág­marki þegar kemur að þjón­ustu borg­ar­innar þannig að það verði áfram hag­stætt fyrir barna­fjöl­skyld­ur, unga sem aldna að búa í Reykja­vík,“ segir Dag­ur B. Egg­erts­son.

Fjár­hagur batnar enn frekar á næstu árum

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er jafn­vægi í rekstri borg­ar­inn­ar, bæði hjá fyr­ir­tækjum hennar og í rekstri A-hlut­ans þótt ýmis blik sé á lofti í efna­hags­mál­um, en A-hlut­inn heldur utan um hinn eig­in­lega rekstur fags­viða borg­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að skulda­hlut­fall A-hluta borg­ar­innar er langt fyrir neðan við­mið sveita­stjórn­ar­laga. 

Rekstr­ar­tekjur A-hluta eru áætl­aðir 127,7 millj­arðar króna en þar af eru skatt­tekjur tæpir 100,8 millj­arð­ar. Rekstr­ar­út­gjöld A-hluta eru áætluð 118,7 millj­arð­ar, þar af laun og launa­tengd gjöld 69,0 millj­arð­ar, breyt­ing líf­eyr­is­skuld­bind­inga 4,6 millj­arðar og annar rekstr­ar­kostn­aður 45,1 millj­arð­ar.

Fram­legð sam­stæð­unnar (EBIT­DA ­sem hlut­fall af tekj­um) er áætluð 13,7 pró­sent árið 2019 og hækkar í 16,5 pró­sent sam­kvæmt fimm ára áætl­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent