Borgin rekin með hagnaði á næsta ári

Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar mun fjárhagur borgarinnar fara batnandi næstu fimm árin þrátt fyrir mörg og stór verkefni. En gert er ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða afgangi árið 2019.

hallgrimskirkja_14317582957_o.jpg
Auglýsing

Í nýrri fjár­hags­á­ætl­un Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að borg­ar­sjóður skili 3,6 millj­arða afgangi árið 2019 en jákvæð nið­ur­staða sam­stæðu er áætluð 12,8 millj­arðar króna eftir fjár­magnsliði. Gert er ráð fyrir batn­andi afkomu borg­ar­innar næstu fimm ár. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. 

Í fjár­hags­á­ætl­un­inni til næstu fimm ára eru m.a. fyrstu áfangar Borg­ar­línu fjár­magn­að­ir. Fjölga á NPA ­samn­ingum innan borg­ar­innar sem og félags­legum íbúð­um. Ásamt því er aukið fjár­magn sett í að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Sam­kvæmt borg­ar­stjóri ber fjár­hags­á­ætl­un­in þess skýr merki að Reykja­vík er í milli sókn en til stendur að borgin fjár­festi fyrir 18,8 millj­arði á næsta ári.

Auglýsing

Dag­ur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir Reykja­vík­ur­borg vera í miklum vexti og það sjá­ist greini­lega á verk­efn­unum í fjár­hags­á­ætlun og fjár­fest­ing­ar­á­ætlun en aukin fram­lög séu til skóla­mála og vel­ferð­ar­mála. Hann segir að fólki fjölgi í borg­inni á hverju ári sem þýðir að borgin þurfi að vaxa, byggja þarf nýjar íbúðir sem kallar á að borgin fjár­festi í innviðum eins og göt­um, torg­um, lögn­um, skólum og íþrótta­mann­virkjum auk þjón­ustu í hverf­um.

Fjölgun félags­í­búða, upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja og fyrstu skref í átt að Borg­ar­línu

Í fjár­hags­á­ætl­un­inn­i er gert ráð fyrir umtals­verðri fjölgun félags­legra íbúða á næstu fimm ár á vegum Félags­bú­staða. Auk þess mun borgin leggja tals­verða fjár­muni í stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni segir í til­kynn­ing­unni. Einnig er stefnt er að mik­illi ­upp­bygg­ing­u í Úlf­arsár­dal en þar eiga rísa íþrótta­hús, menn­ing­ar­mið­stöð og sund­laug. Einnig á að byggja íþrótta­mann­virki í Breið­holti og Graf­ar­vog­i. 

Dagur B. Eggertsson Mynd:Hringbraut„Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjár­magn til að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og til nýrra N­PA ­samn­inga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjár­fest­ingum á grund­velli aðal­skipu­lags­ins en sú stærsta á þeim vett­vangi er Borg­ar­lín­an. Í þriðja lagi heldur upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja í aust­ur­hluta borg­ar­innar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla vel­ferð­ar­þjón­ustu og auka fram­lög til leik- og grunn­skóla í borg­inni. Við höldum líka gjöldum áfram í lág­marki þegar kemur að þjón­ustu borg­ar­innar þannig að það verði áfram hag­stætt fyrir barna­fjöl­skyld­ur, unga sem aldna að búa í Reykja­vík,“ segir Dag­ur B. Egg­erts­son.

Fjár­hagur batnar enn frekar á næstu árum

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er jafn­vægi í rekstri borg­ar­inn­ar, bæði hjá fyr­ir­tækjum hennar og í rekstri A-hlut­ans þótt ýmis blik sé á lofti í efna­hags­mál­um, en A-hlut­inn heldur utan um hinn eig­in­lega rekstur fags­viða borg­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að skulda­hlut­fall A-hluta borg­ar­innar er langt fyrir neðan við­mið sveita­stjórn­ar­laga. 

Rekstr­ar­tekjur A-hluta eru áætl­aðir 127,7 millj­arðar króna en þar af eru skatt­tekjur tæpir 100,8 millj­arð­ar. Rekstr­ar­út­gjöld A-hluta eru áætluð 118,7 millj­arð­ar, þar af laun og launa­tengd gjöld 69,0 millj­arð­ar, breyt­ing líf­eyr­is­skuld­bind­inga 4,6 millj­arðar og annar rekstr­ar­kostn­aður 45,1 millj­arð­ar.

Fram­legð sam­stæð­unnar (EBIT­DA ­sem hlut­fall af tekj­um) er áætluð 13,7 pró­sent árið 2019 og hækkar í 16,5 pró­sent sam­kvæmt fimm ára áætl­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent