Arctic Sea Farm og Fjarðalax fá bráðabirgðarekstrarleyfi

Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm og Fjarðalax hafa fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða til tíu mánaða fyrir laxeldi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Fisk­eld­is­fyr­ir­tækin Arctic Sea Farm hf. og Fjarða­lax hf. hafa fengið rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða til 10 mán­aða fyrir lax­eldi í sjó­kvíum í Pat­reks­firði og Tálkna­firði, sam­kvæmt ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Mat­væla­stofnun hafði veitt fyr­ir­tækj­unum rekstr­ar­leyfi í lok árs 2017 en úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála fellt þau úr gildi 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Með breyt­ingum sem gerðar voru á lögum um fisk­eldi í síð­asta mán­uði var ráð­herra veitt heim­ild, að feng­inni umsögn Mat­væla­stofn­un­ar, að gefa út tíma­bundið rekstr­ar­leyfi til allt að 10 mán­aða. Við ákvörðun leyfis til Arctic Sea Farm og Fjarða­lax var óskað eftir umsögnum frá Mat­væla­stofn­un, Byggða­stofn­un, Skipu­lags­stofnun og Umhverf­is­stofn­un. Jafn­framt var and­mæl­endum veitt tæki­færi til að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi.

Auglýsing

Rekstr­ar­leyfin sem veitt eru til bráða­birgða eru bundin ákveðnum skil­yrð­um, meðal ann­ars skal Mat­væla­stofnun hafa eft­ir­lit með fjölda útsettra laxa­seiða, leyf­is­hafi ber ábyrgð á vöktun og rann­sóknum til að meta vist­fræði­leg áhrif á nán­asta umhverfi og leyf­is­hafa ber skylda til að nota erfða­vísa þannig að unnt sé að rekja upp­runa eld­is­laxa til ákveð­inna sjó­kvía­eld­is­stöðv­a. 

Auk þess ber fyr­ir­tækj­unum að hefj­ast þegar handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­lind­ar­mála taldi vera á máls­með­ferð við útgáfu rekstr­ar­leyf­is­ins sem ógilt var og/eða láta reyna á lög­mæti ógild­ingu þeirra fyrir dóms­stól­um.

Þann 9. októ­ber síð­ast­lið­inn var frum­varp Krist­ján Þórs Júl­í­us­­sonar sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra sam­­þykkt á Alþingi en sam­­­­kvæmt því er mög­u­­­­legt að veita rekstr­­­­ar­­­­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn­völdum í byrjun októ­ber var frum­varp­inu ætlað að lag­­færa ­með almennum hætti ann­­marka á lögum um fisk­eldi til fram­­tíð­­ar. Sá ann­­marki birt­ist í því að sam­­kvæmt gild­andi lögum er eina úrræði Mat­væla­­stofn­unar í þeim til­­vikum sem rekstr­­ar­­leyfi fisk­eld­is­­stöðvar er fellt úr gildi að stöðva starf­­semi henn­­ar.

Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sagði í stöðu­upp­færslu á face­book-­síðu sinni á sínum tíma að úrskurðir Úrskurð­­ar­­nefndar umhverf­is- og auð­linda­­mála væru mik­il­vægir því þeir drægju fram nauð­­syn þess að skoða fleiri en einn kost líkt og lögin um mat á umhverf­is­á­hrifum kveða á um. 

Hann taldi aftur á móti að ekki væri verið að taka fram fyrir hend­­urnar á nefnd­inni með fyrr­nefndu frum­varpi ­sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra. Ein­ungis væri verið að búa til rými til að vinna úr þeim ann­­mörkum sem nefndin benti á en ekki fella úrskurð­ina úr gildi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent