FME segir að hugtakið „bótasjóður" sé ekki til lengur

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) segir að hug­tak­ið „bóta­sjóð­ur“ sé ekki lengur til í íslenskum lögum og hafi ekki verið notað um vátrygg­inga­starf­semi né í reikn­ings­skilum vátrygg­inga­fé­laga frá árinu 1994. Í umræðu vegna arð­greiðslna trygg­inga­fé­laga, í kjöl­far þess að þau hafa getað lækkað vátrygg­inga­skuld sína en hækkað eigið fé sitt, hafi oft verið vísað í yfir 20 ára gömul við­töl við þáver­andi for­stjóra vátrygg­inga­fé­laga þar sem því hafi verið haldið fram að bóta­sjóður sé „eign“ tjón­þola eða vátrygg­ing­ar­taka. Þetta kemur fram í frétt sem birt var á vef FME í gær.

Þar segir einnig að vátrygg­inga­skuld sé á skulda­hlið í efna­hags­reikn­ingi vátrygg­inga­fé­laga. Skuldin sé þannig reiknuð út að hún á að sam­svara óupp­gerðum heild­ar­skuld­bind­ing­um  vegna gerðra samn­inga um vátrygg­ing­ar.„ Hluti af heild­ar­eignum vátrygg­inga­fé­laga eru ætl­aðar til að vega á móti vátrygg­inga­skuld­inni og eru þær not­aðar þegar greiða þarf út tjón. Mat á vátrygg­inga­skuld tekur til­lit til áætl­aðra tjóna og byggir á upp­lýs­ingum um tjóna­tíðni og kostnað vegna tjóna í for­tíð­inni. Hingað til hafa lög ekki mælt fyrir um sam­ræmda aðferð við útreikn­ing á vátrygg­inga­skuld og hafa vátrygg­inga­fé­lögin fram til þessa bætt nokkuð háu álagi á vátrygg­inga­skuld­ina til að tryggja að þau eigi nægar eignir á móti til að greiða út tjón."

Í frétt­inni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig rekstur vátrygg­inga­fé­laga sé tví­skipt, ann­ars vegar vátrygg­inga­starf­semi og hins vegar fjár­fest­inga­starf­semi. Það sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­starf­semin standi undir sér og að svo­kallað sam­sett hlut­fall sé í lagi þannig að iðgjöld dugi fyrir kostn­aði vegna þess hluta starf­sem­inn­ar. Auk þess sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­fé­lög reiði sig ekki á að tekjur vegna fjár­fest­inga séu stöðug­ar, þar sem mikið flökt geti verið á verð­bréfa­mörk­uð­u­m. Það er á ábyrgð stjórna vátrygg­inga­fé­lag­anna að tryggja orð­spor félag­anna hald­ist gott, en það gera þau best með því að huga bæði að hags­munum við­skipta­vina og fjár­festa. Þær þurfa að ákvarða með hvaða hætti vátrygg­inga­fé­lögin láta við­skipta­vini sína njóta góðs af hagn­aði sín­um. Þetta á við hvort sem um er að ræða hagnað af vátrygg­inga­starf­semi eða fjár­fest­inga­starf­sem­i."

Auglýsing

Til­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­ar­mið­stöðv­ar­innar (TM) og Sjó­vá, um að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­arða króna, fyrir skemmstu vakti mikið umtal. Sér­stak­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, er mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna í fyrra en ætl­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­ónir króna en ætl­aði að greiða út 3,1 millj­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­arða króna og ætlar að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­arð króna. TM greiddi hlut­höfum sínum arð umfram hagnað í fyrra. 

Bæði VÍS og Sjóvá ákváðu að lækka arð­greiðslur sínar í kjöl­far þeirrar umræðu sem átti sér stað vegna þeirra. Stjórnir beggja fyr­ir­tækja báru fyrir sig mögu­lega orð­spors­á­hætt­u. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None