FME segir að hugtakið „bótasjóður" sé ekki til lengur

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) segir að hug­tak­ið „bóta­sjóð­ur“ sé ekki lengur til í íslenskum lögum og hafi ekki verið notað um vátrygg­inga­starf­semi né í reikn­ings­skilum vátrygg­inga­fé­laga frá árinu 1994. Í umræðu vegna arð­greiðslna trygg­inga­fé­laga, í kjöl­far þess að þau hafa getað lækkað vátrygg­inga­skuld sína en hækkað eigið fé sitt, hafi oft verið vísað í yfir 20 ára gömul við­töl við þáver­andi for­stjóra vátrygg­inga­fé­laga þar sem því hafi verið haldið fram að bóta­sjóður sé „eign“ tjón­þola eða vátrygg­ing­ar­taka. Þetta kemur fram í frétt sem birt var á vef FME í gær.

Þar segir einnig að vátrygg­inga­skuld sé á skulda­hlið í efna­hags­reikn­ingi vátrygg­inga­fé­laga. Skuldin sé þannig reiknuð út að hún á að sam­svara óupp­gerðum heild­ar­skuld­bind­ing­um  vegna gerðra samn­inga um vátrygg­ing­ar.„ Hluti af heild­ar­eignum vátrygg­inga­fé­laga eru ætl­aðar til að vega á móti vátrygg­inga­skuld­inni og eru þær not­aðar þegar greiða þarf út tjón. Mat á vátrygg­inga­skuld tekur til­lit til áætl­aðra tjóna og byggir á upp­lýs­ingum um tjóna­tíðni og kostnað vegna tjóna í for­tíð­inni. Hingað til hafa lög ekki mælt fyrir um sam­ræmda aðferð við útreikn­ing á vátrygg­inga­skuld og hafa vátrygg­inga­fé­lögin fram til þessa bætt nokkuð háu álagi á vátrygg­inga­skuld­ina til að tryggja að þau eigi nægar eignir á móti til að greiða út tjón."

Í frétt­inni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig rekstur vátrygg­inga­fé­laga sé tví­skipt, ann­ars vegar vátrygg­inga­starf­semi og hins vegar fjár­fest­inga­starf­semi. Það sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­starf­semin standi undir sér og að svo­kallað sam­sett hlut­fall sé í lagi þannig að iðgjöld dugi fyrir kostn­aði vegna þess hluta starf­sem­inn­ar. Auk þess sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­fé­lög reiði sig ekki á að tekjur vegna fjár­fest­inga séu stöðug­ar, þar sem mikið flökt geti verið á verð­bréfa­mörk­uð­u­m. Það er á ábyrgð stjórna vátrygg­inga­fé­lag­anna að tryggja orð­spor félag­anna hald­ist gott, en það gera þau best með því að huga bæði að hags­munum við­skipta­vina og fjár­festa. Þær þurfa að ákvarða með hvaða hætti vátrygg­inga­fé­lögin láta við­skipta­vini sína njóta góðs af hagn­aði sín­um. Þetta á við hvort sem um er að ræða hagnað af vátrygg­inga­starf­semi eða fjár­fest­inga­starf­sem­i."

Auglýsing

Til­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­ar­mið­stöðv­ar­innar (TM) og Sjó­vá, um að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­arða króna, fyrir skemmstu vakti mikið umtal. Sér­stak­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, er mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna í fyrra en ætl­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­ónir króna en ætl­aði að greiða út 3,1 millj­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­arða króna og ætlar að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­arð króna. TM greiddi hlut­höfum sínum arð umfram hagnað í fyrra. 

Bæði VÍS og Sjóvá ákváðu að lækka arð­greiðslur sínar í kjöl­far þeirrar umræðu sem átti sér stað vegna þeirra. Stjórnir beggja fyr­ir­tækja báru fyrir sig mögu­lega orð­spors­á­hætt­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None