FME segir að hugtakið „bótasjóður" sé ekki til lengur

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) segir að hug­tak­ið „bóta­sjóð­ur“ sé ekki lengur til í íslenskum lögum og hafi ekki verið notað um vátrygg­inga­starf­semi né í reikn­ings­skilum vátrygg­inga­fé­laga frá árinu 1994. Í umræðu vegna arð­greiðslna trygg­inga­fé­laga, í kjöl­far þess að þau hafa getað lækkað vátrygg­inga­skuld sína en hækkað eigið fé sitt, hafi oft verið vísað í yfir 20 ára gömul við­töl við þáver­andi for­stjóra vátrygg­inga­fé­laga þar sem því hafi verið haldið fram að bóta­sjóður sé „eign“ tjón­þola eða vátrygg­ing­ar­taka. Þetta kemur fram í frétt sem birt var á vef FME í gær.

Þar segir einnig að vátrygg­inga­skuld sé á skulda­hlið í efna­hags­reikn­ingi vátrygg­inga­fé­laga. Skuldin sé þannig reiknuð út að hún á að sam­svara óupp­gerðum heild­ar­skuld­bind­ing­um  vegna gerðra samn­inga um vátrygg­ing­ar.„ Hluti af heild­ar­eignum vátrygg­inga­fé­laga eru ætl­aðar til að vega á móti vátrygg­inga­skuld­inni og eru þær not­aðar þegar greiða þarf út tjón. Mat á vátrygg­inga­skuld tekur til­lit til áætl­aðra tjóna og byggir á upp­lýs­ingum um tjóna­tíðni og kostnað vegna tjóna í for­tíð­inni. Hingað til hafa lög ekki mælt fyrir um sam­ræmda aðferð við útreikn­ing á vátrygg­inga­skuld og hafa vátrygg­inga­fé­lögin fram til þessa bætt nokkuð háu álagi á vátrygg­inga­skuld­ina til að tryggja að þau eigi nægar eignir á móti til að greiða út tjón."

Í frétt­inni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig rekstur vátrygg­inga­fé­laga sé tví­skipt, ann­ars vegar vátrygg­inga­starf­semi og hins vegar fjár­fest­inga­starf­semi. Það sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­starf­semin standi undir sér og að svo­kallað sam­sett hlut­fall sé í lagi þannig að iðgjöld dugi fyrir kostn­aði vegna þess hluta starf­sem­inn­ar. Auk þess sé mik­il­vægt að vátrygg­inga­fé­lög reiði sig ekki á að tekjur vegna fjár­fest­inga séu stöðug­ar, þar sem mikið flökt geti verið á verð­bréfa­mörk­uð­u­m. Það er á ábyrgð stjórna vátrygg­inga­fé­lag­anna að tryggja orð­spor félag­anna hald­ist gott, en það gera þau best með því að huga bæði að hags­munum við­skipta­vina og fjár­festa. Þær þurfa að ákvarða með hvaða hætti vátrygg­inga­fé­lögin láta við­skipta­vini sína njóta góðs af hagn­aði sín­um. Þetta á við hvort sem um er að ræða hagnað af vátrygg­inga­starf­semi eða fjár­fest­inga­starf­sem­i."

Auglýsing

Til­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­ar­mið­stöðv­ar­innar (TM) og Sjó­vá, um að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­arða króna, fyrir skemmstu vakti mikið umtal. Sér­stak­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, er mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna í fyrra en ætl­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­ónir króna en ætl­aði að greiða út 3,1 millj­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­arða króna og ætlar að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­arð króna. TM greiddi hlut­höfum sínum arð umfram hagnað í fyrra. 

Bæði VÍS og Sjóvá ákváðu að lækka arð­greiðslur sínar í kjöl­far þeirrar umræðu sem átti sér stað vegna þeirra. Stjórnir beggja fyr­ir­tækja báru fyrir sig mögu­lega orð­spors­á­hætt­u. 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None