Hnakkrifist um Tortóla-félag eiginkonu forsætisráðherra á þingi

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var þeirrar skoðunar að það væri óviðurkvæmilegt að ætlast til þess að rætt yrði um fjármál Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var þeirrar skoðunar að það væri óviðurkvæmilegt að ætlast til þess að rætt yrði um fjármál Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs.
Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar vilja að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra komi fyrir þingið og geri grein fyrir félag­inu sem eig­in­kona hans á á Tortóla. Því var meðal ann­ars velt upp á þing­inu í dag hvort Sig­mundur hefði brotið siða­reglur þing­manna, ef þær hefðu verið komnar til fram­kvæmda, en þær eru á dag­skrá þings­ins í dag. 

Björn Valur Gísla­son, vara­þing­maður VG, óskaði eftir því í upp­hafi þing­fundar í dag að fund­inum yrði frestað og Sig­mundi Davíð yrði gef­inn kostur á því að mæta í þingið og gera grein fyrir mál­inu. Eins og greint hefur verið frá á Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, kona for­sæt­is­ráð­herra, félag á Tortóla sem heldur utan um fjöl­skyldu­arf henn­ar. Hún hefur sagt að um hennar sér­eign sé að ræða. 

„For­sæt­is­ráð­herra­hjónin eru í gegnum pen­inga­fé­lag sitt skráð á Tortóla meðal kröfu­hafa í alla íslensku bank­anna upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna,“ sagði Björn Valur meðal ann­ars. Á sama tíma og for­sæt­is­ráð­herra hefði kraf­ist þess að fá að vita hverjir kröfu­haf­arn­ir, hrægamm­arn­ir, væru, hefði hann verið einn af þeim. Þetta hefði verið á sama tíma og samið hafi verið við kröfu­haf­ana. Það væri því full­kom­lega eðli­leg krafa að fresta fund­inum og gefa Sig­mundi, og öðrum ráð­herrum einnig, mögu­leika á því að segja frá málum af þessu tagi. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, þvertók fyrir að gera nokkuð slíkt. Hann sagði að for­seti Alþingis teldi „þetta í hæsta máta mjög óvið­ur­kvæmi­legt og hafnar þess vegna algjör­lega þess­ari beiðni, vekur athygli á því að meðal ann­ars í hags­muna­skrán­ingu Alþingis er kveðið mjög skýrt á um það að upp­lýs­ingar um fjár­mál maka þing­manna eiga ekki erindi þar, og harmar þessa upp­á­komu.“

Auglýsing

 „Hér held ég að botn­inum hafi verið náð,“ sagði Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins um beiðni Björns Vals. „Hér er ekki verið að fela neitt. Ég krefst þess að hátt­virtur þing­maður biðj­ist afsök­unar á orðum sín­um.“ Páll Jóhann Páls­son, sam­flokks­maður henn­ar, sagði það dap­ur­legt að heyra Björn Val „draga umræð­una niður í svað­ið.“ Þá komu tveir ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra einnig í ræðu­stól til að gagn­rýna Björn Val, og það gerði Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins líka. Þau töldu verið að draga maka for­sæt­is­ráð­herra inn í umræður á þing­inu, sem komi Alþingi ekk­ert við. „Að fara í þennan skíta­leið­angur sem hátt­virtur þing­maður Björn Valur Gísla­son virð­ist leiða er algjör­lega sorg­legt og það sem er að gera út af við traust á Alþing­i,“ sagði Gunnar Brag­i. 

Þessu voru stjórn­ar­and­stæð­ingar ekki sam­mála, og töldu eðli­legt að ræða mál­ið. Það er ekki eins og sú umræða sem hér er vakin sé úr lausu lofti grip­in, sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður VG, hins veg­ar. Umræð­unni um fjár­mál Önnu Sig­ur­laug­ar, sem væru sann­ar­lega hennar mál, fylgdi að Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mu­dn­ar, „Það að tengja þetta mál stöðu for­sæt­is­ráð­herra og hans hags­munum og hags­muna­skrán­ingu er ákvörðun sem þau hafa tekið sjálf,“ sagði Svan­dís. Þess vegna væri mjög eðli­legt að ræða það hvort ekki ætti að gera svona ríka hags­muni, eins og væru til staðar í þessu máli, sýni­lega almenn­ingi með því að breyta hags­muna­skrán­ingum þing­manna. Bæði hún og Stein­grímur J. Sig­fús­son sam­flokks­maður hennar bentu á að á dag­skrá þings­ins í dag væri umræða um siða­reglur alþing­is­manna. 

Stein­grímur sagði að þar standi meðal ann­ars að þing­mönnum beri að greina frá öllum hags­munum sem máli skipta og varði opin­ber störf þeirra. Þá kveði siða­regl­urnar enn fremur á um að þing­menn ættu að forð­ast árekstra milli almanna­hags­muna og fjár­hags­legra hags­muna eða ann­arra hags­muna sem væru fag­leg­ir, per­sónu­legir eða tengdir fjöl­skyldu þeirra. Þá eigi þing­menn að vekja athygli á öllum hags­munum sem máli skipta. „Vakti hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra athygli á hags­munum sín­um, fjöl­skyldu­hags­munum sín­um, sem kröfu­hafi íslensku bank­anna, þegar hér voru til með­ferðar frum­vörp um stöð­ug­leika­skatt og stöð­ug­leika­fram­lög?“ spurði Stein­grím­ur. „Hefði hann ekki brotið siða­regl­urnar hefðu þær verið komnar til fram­kvæmda með því að gera það ekki?“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None