Tíðinda að vænta af haftalosun á morgun

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri segir að tíð­inda sé að vænta af aflandskrón­u­út­boði vegna áætl­unar um losun hafta á árs­fundi Seðla­banka Ís­lands sem fer fram á morg­un. Þar sagði hann auk þess að mögu­lega verð­i fregnir af tækjum sem fyr­ir­hugað er að koma í gagnið til að draga úr vaxta­muna­við­skipt­u­m við til­teknar aðstæð­ur. Þetta kom fram á fundi vegna vaxta­á­kvörð­unar Seðla­banka Ís­lands sem hald­inn var í dag.

Þar var Már spurður um fyrri yfir­lýs­ingar sínar um að ­fyr­ir­komu­lag aflandskrón­u­út­boðs­ins yrði kynnt í mars eða apr­íl, en útboðið er hluti af áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í júní í fyrra. ­Upp­haf­lega var reiknað með að það myndi fara fram í fyrra­haust en það hef­ur ­dreg­ist, aðal­lega vegna þess að Seðla­bank­inn vildi fyrst klára nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna áður en það færi fram. Þeir voru allir sam­þykktir í des­em­ber síð­ast­liðnum og fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um stofnun félags til­ að taka við stöð­ug­leika­fram­lögum þeirra.

Már sagði að fyrri yfir­lýs­ing hans um aflandskrón­u­út­boð­ið ­stæði. „Árs­fundur Seðla­bank­ans verður á morg­un­.Ég held að það sé ágætt að ­leggja þar við hlust­ir. Kannski verður þar eitt­hvað aðeins meira kjöt á bein­unum þar,“ sagði Már.

AuglýsingHann var einnig spurður út í aðgerðir til að draga úr ­vaxta­muna­við­skipt­um, til dæmis skatt sem myndi leggj­ast á inn­flæði, og hvort ekki færi að draga til tíð­inda varð­andi slíka þró­un. Már vís­aði aftur til þess að árs­fundur bank­ans væri á morg­un.  „Kannski verða ein­hverjar frekar fregnir af þessu þar.“

Vaxta­muna­við­skipti hafa verið að aukast mjög mikið á Íslandi að und­an­förnu. Alls keyptu erlendir aðilar eignir á Ísland­i ­fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þeir keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðr­ar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þessar töl­ur ­gefa skýrt til kynna að vaxta­muna­við­skipti eru hafin af mik­illi alvöru á ný.

Í ljósi þessa að vextir á Íslandi eru mun hærri en víða ann­ars­staðar – stýri­vextir hér eru 5,75 ­pró­sent en t.d. núll í Evr­ópu – þá eykst hættan á vaxta­muna­við­skiptum til muna ­með losun hafta.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None