Tíðinda að vænta af haftalosun á morgun

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri segir að tíð­inda sé að vænta af aflandskrón­u­út­boði vegna áætl­unar um losun hafta á árs­fundi Seðla­banka Ís­lands sem fer fram á morg­un. Þar sagði hann auk þess að mögu­lega verð­i fregnir af tækjum sem fyr­ir­hugað er að koma í gagnið til að draga úr vaxta­muna­við­skipt­u­m við til­teknar aðstæð­ur. Þetta kom fram á fundi vegna vaxta­á­kvörð­unar Seðla­banka Ís­lands sem hald­inn var í dag.

Þar var Már spurður um fyrri yfir­lýs­ingar sínar um að ­fyr­ir­komu­lag aflandskrón­u­út­boðs­ins yrði kynnt í mars eða apr­íl, en útboðið er hluti af áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í júní í fyrra. ­Upp­haf­lega var reiknað með að það myndi fara fram í fyrra­haust en það hef­ur ­dreg­ist, aðal­lega vegna þess að Seðla­bank­inn vildi fyrst klára nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna áður en það færi fram. Þeir voru allir sam­þykktir í des­em­ber síð­ast­liðnum og fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um stofnun félags til­ að taka við stöð­ug­leika­fram­lögum þeirra.

Már sagði að fyrri yfir­lýs­ing hans um aflandskrón­u­út­boð­ið ­stæði. „Árs­fundur Seðla­bank­ans verður á morg­un­.Ég held að það sé ágætt að ­leggja þar við hlust­ir. Kannski verður þar eitt­hvað aðeins meira kjöt á bein­unum þar,“ sagði Már.

AuglýsingHann var einnig spurður út í aðgerðir til að draga úr ­vaxta­muna­við­skipt­um, til dæmis skatt sem myndi leggj­ast á inn­flæði, og hvort ekki færi að draga til tíð­inda varð­andi slíka þró­un. Már vís­aði aftur til þess að árs­fundur bank­ans væri á morg­un.  „Kannski verða ein­hverjar frekar fregnir af þessu þar.“

Vaxta­muna­við­skipti hafa verið að aukast mjög mikið á Íslandi að und­an­förnu. Alls keyptu erlendir aðilar eignir á Ísland­i ­fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þeir keyptu auk þess hluta­bréf fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í atvinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðr­ar fjár­fest­ingar erlendra aðila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þessar töl­ur ­gefa skýrt til kynna að vaxta­muna­við­skipti eru hafin af mik­illi alvöru á ný.

Í ljósi þessa að vextir á Íslandi eru mun hærri en víða ann­ars­staðar – stýri­vextir hér eru 5,75 ­pró­sent en t.d. núll í Evr­ópu – þá eykst hættan á vaxta­muna­við­skiptum til muna ­með losun hafta.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None