Vill að allir sem komi til landsins greiði þrjú þúsund í komugjald

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, vill að lögð verði komu­gjöld á alla sem koma til­ lands­ins, bæði ferða­menn og lands­menn. Tekj­urnar sem þetta gjald myndi skapa ætti að nota til að byggja upp inn­viði ferða­þjón­ust­unn­ar. Miðað við þann fjölda ­ferða­manna sem heim­sótti Ísland í fyrra, þegar 1.262 þús­und slíkir komu hing­að til lands, og að 450 þús­und Íslend­ingar hafi snúið aftur úr ferða­lögum erlend­is á árinu 2015 væri hægt að mynda tekjur upp á fimm millj­arða króna með því að ­leggja á þrjú þús­und króna komu­gjald. Þetta kemur fram í grein sem Gylfi ­skrif­aði í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem greint er frá í Frétta­blað­inu í dag.

Gylfi bendir á að á Íslandi hafi ýmsir oft grætt mikið á kostnað almenn­ings­eigna. Þannig sé einnig með­ ­ferða­þjón­ust­una. Verði ekk­ert að gert muni of margir ferða­menn leika inn­viði og ­nátt­úru lands­ins grátt og greinin ekki dafna til lengri tíma lit­ið. Hags­mun­ir einka­fyr­ir­tækja og þjóða fari ekki alltaf sam­an, líkt og sést hafi í  banka­hrun­inu. „Það er umhugs­un­ar­vert að ­banka­hag­kerf­inu sem hrundi hafi ekki verið búin stofn­ana­leg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lög­brot og glanna­skap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig ­merki­legt að þrátt fyrir vax­andi mik­il­vægi ferða­þjón­ustu, sem nú er orð­in ­stærsta útflutn­ings­grein­in, skuli ekki hafa verið veitt meira fjár­magni í upp­bygg­ingu inn­viða og örygg­is­mál tengd þess­ari grein[...]Þegar fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neita að leggja á komu­gjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferða­mönnum fækkar fyrir vik­ið, þá er það ekki alslæmt.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None