Vill að allir sem komi til landsins greiði þrjú þúsund í komugjald

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, vill að lögð verði komu­gjöld á alla sem koma til­ lands­ins, bæði ferða­menn og lands­menn. Tekj­urnar sem þetta gjald myndi skapa ætti að nota til að byggja upp inn­viði ferða­þjón­ust­unn­ar. Miðað við þann fjölda ­ferða­manna sem heim­sótti Ísland í fyrra, þegar 1.262 þús­und slíkir komu hing­að til lands, og að 450 þús­und Íslend­ingar hafi snúið aftur úr ferða­lögum erlend­is á árinu 2015 væri hægt að mynda tekjur upp á fimm millj­arða króna með því að ­leggja á þrjú þús­und króna komu­gjald. Þetta kemur fram í grein sem Gylfi ­skrif­aði í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem greint er frá í Frétta­blað­inu í dag.

Gylfi bendir á að á Íslandi hafi ýmsir oft grætt mikið á kostnað almenn­ings­eigna. Þannig sé einnig með­ ­ferða­þjón­ust­una. Verði ekk­ert að gert muni of margir ferða­menn leika inn­viði og ­nátt­úru lands­ins grátt og greinin ekki dafna til lengri tíma lit­ið. Hags­mun­ir einka­fyr­ir­tækja og þjóða fari ekki alltaf sam­an, líkt og sést hafi í  banka­hrun­inu. „Það er umhugs­un­ar­vert að ­banka­hag­kerf­inu sem hrundi hafi ekki verið búin stofn­ana­leg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lög­brot og glanna­skap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig ­merki­legt að þrátt fyrir vax­andi mik­il­vægi ferða­þjón­ustu, sem nú er orð­in ­stærsta útflutn­ings­grein­in, skuli ekki hafa verið veitt meira fjár­magni í upp­bygg­ingu inn­viða og örygg­is­mál tengd þess­ari grein[...]Þegar fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neita að leggja á komu­gjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferða­mönnum fækkar fyrir vik­ið, þá er það ekki alslæmt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None