Vill að allir sem komi til landsins greiði þrjú þúsund í komugjald

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, vill að lögð verði komu­gjöld á alla sem koma til­ lands­ins, bæði ferða­menn og lands­menn. Tekj­urnar sem þetta gjald myndi skapa ætti að nota til að byggja upp inn­viði ferða­þjón­ust­unn­ar. Miðað við þann fjölda ­ferða­manna sem heim­sótti Ísland í fyrra, þegar 1.262 þús­und slíkir komu hing­að til lands, og að 450 þús­und Íslend­ingar hafi snúið aftur úr ferða­lögum erlend­is á árinu 2015 væri hægt að mynda tekjur upp á fimm millj­arða króna með því að ­leggja á þrjú þús­und króna komu­gjald. Þetta kemur fram í grein sem Gylfi ­skrif­aði í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem greint er frá í Frétta­blað­inu í dag.

Gylfi bendir á að á Íslandi hafi ýmsir oft grætt mikið á kostnað almenn­ings­eigna. Þannig sé einnig með­ ­ferða­þjón­ust­una. Verði ekk­ert að gert muni of margir ferða­menn leika inn­viði og ­nátt­úru lands­ins grátt og greinin ekki dafna til lengri tíma lit­ið. Hags­mun­ir einka­fyr­ir­tækja og þjóða fari ekki alltaf sam­an, líkt og sést hafi í  banka­hrun­inu. „Það er umhugs­un­ar­vert að ­banka­hag­kerf­inu sem hrundi hafi ekki verið búin stofn­ana­leg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lög­brot og glanna­skap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig ­merki­legt að þrátt fyrir vax­andi mik­il­vægi ferða­þjón­ustu, sem nú er orð­in ­stærsta útflutn­ings­grein­in, skuli ekki hafa verið veitt meira fjár­magni í upp­bygg­ingu inn­viða og örygg­is­mál tengd þess­ari grein[...]Þegar fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neita að leggja á komu­gjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferða­mönnum fækkar fyrir vik­ið, þá er það ekki alslæmt.“

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None