Stefnt að útboðum á fyrri hluta ársins

Lokahnykkurinn í áætlun um losun hafta eru útboð til að ná niður þrýstingi á gengi krónunnar frá hengju aflandskróna.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, sagði í ræðu sinni á árs­fundi Seðla­banka Íslands í dag, að und­ir­bún­ingur útboðs vegna aflandskróna væri kom­inn vel á veg og vænta mætti dag­setn­ingar innan tíð­ar. „Und­ir­bún­ingur útboðs er nú kom­inn vel á veg og vænta má að dag­setn­ing þess og fyr­ir­komu­lag verði kynnt tím­an­lega til að það geti farið fram á fyrri hluta árs­ins. Í fram­hald­inu ætti að óbreyttu að vera hægt að fara til­tölu­lega hratt í losun hafta á inn­lenda aðila enda skapa við­skipta­af­gang­ur, gjald­eyr­is­inn­streymi og öfl­ugur gjald­eyr­is­forði kjörað­stæður til þess. Hins ­vegar er mik­il­vægt að ná far­sælli nið­ur­stöðu varð­andi aflandskrónur áður en al­menn losun fjár­magns­hafta á inn­lenda aðila á sér stað,“ sagði Már.

Í ræðu sinni kom hann víða við og sagði stöðu efna­hags­mála þessi miss­erin um margt vera góð. Innra og ytra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapnum væri gott, skuldir hefðu verið greiddar niður og að verð­bólgu hefði verið haldið í skefj­um. „Verð­bólgan hefur verið við eða undir mark­miði í heil tvö ár. Það er lengsta ­tíma­bil af því tagi síðan verð­bólgu­mark­mið var tekið upp en það á 15 ára af­mæli á páska­dag. Þetta ger­ist þrátt fyrir miklar launa­hækk­anir að und­an­förn­u ­sem við venju­legar aðstæður hefðu skilað sér í mun meiri verð­bólgu. En svo vill til að aðstæð­urnar eru langt frá því að vera venju­leg­ar. Við­skipta­kjör ­þjóð­ar­innar hafa batnað veru­lega vegna lækk­unar olíu- og ann­ars hrá­vöru­verðs og á alþjóða­vett­vangi gætir víða verð­hjöðn­un­ar­til­hneig­inga. Þetta hefur unn­ið á móti inn­lendum verð­bólgu­þrýst­ingi. Á sama tíma hefur útflutn­ingur vöru og ­þjón­ustu verið í góðum vexti ekki síst vegna mik­illar fjölg­unar erlendra ­ferða­manna. Þá juk­ust þjóð­ar­tekjur í fyrra um nær 8% að raun­gildi sam­kvæmt ný­birtum tölum Hag­stof­unnar ef horft er í gegnum slitabú föllnu bank­anna,“ sagði Már. Hann sagði enn fremur að ennþá ætti eftir að leysa úr mál­um, svo hægt sé að tala um að  fjár­málakrepp­unni sé lok­ið. „
Við erum ekki enn búin með upp­gjör fjár­málakrepp­unnar en stundin nálg­ast óðfluga,“ sagði Már í lok ræðu sinn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None