Stefnt að útboðum á fyrri hluta ársins

Lokahnykkurinn í áætlun um losun hafta eru útboð til að ná niður þrýstingi á gengi krónunnar frá hengju aflandskróna.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, sagði í ræðu sinni á árs­fundi Seðla­banka Íslands í dag, að und­ir­bún­ingur útboðs vegna aflandskróna væri kom­inn vel á veg og vænta mætti dag­setn­ingar innan tíð­ar. „Und­ir­bún­ingur útboðs er nú kom­inn vel á veg og vænta má að dag­setn­ing þess og fyr­ir­komu­lag verði kynnt tím­an­lega til að það geti farið fram á fyrri hluta árs­ins. Í fram­hald­inu ætti að óbreyttu að vera hægt að fara til­tölu­lega hratt í losun hafta á inn­lenda aðila enda skapa við­skipta­af­gang­ur, gjald­eyr­is­inn­streymi og öfl­ugur gjald­eyr­is­forði kjörað­stæður til þess. Hins ­vegar er mik­il­vægt að ná far­sælli nið­ur­stöðu varð­andi aflandskrónur áður en al­menn losun fjár­magns­hafta á inn­lenda aðila á sér stað,“ sagði Már.

Í ræðu sinni kom hann víða við og sagði stöðu efna­hags­mála þessi miss­erin um margt vera góð. Innra og ytra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapnum væri gott, skuldir hefðu verið greiddar niður og að verð­bólgu hefði verið haldið í skefj­um. „Verð­bólgan hefur verið við eða undir mark­miði í heil tvö ár. Það er lengsta ­tíma­bil af því tagi síðan verð­bólgu­mark­mið var tekið upp en það á 15 ára af­mæli á páska­dag. Þetta ger­ist þrátt fyrir miklar launa­hækk­anir að und­an­förn­u ­sem við venju­legar aðstæður hefðu skilað sér í mun meiri verð­bólgu. En svo vill til að aðstæð­urnar eru langt frá því að vera venju­leg­ar. Við­skipta­kjör ­þjóð­ar­innar hafa batnað veru­lega vegna lækk­unar olíu- og ann­ars hrá­vöru­verðs og á alþjóða­vett­vangi gætir víða verð­hjöðn­un­ar­til­hneig­inga. Þetta hefur unn­ið á móti inn­lendum verð­bólgu­þrýst­ingi. Á sama tíma hefur útflutn­ingur vöru og ­þjón­ustu verið í góðum vexti ekki síst vegna mik­illar fjölg­unar erlendra ­ferða­manna. Þá juk­ust þjóð­ar­tekjur í fyrra um nær 8% að raun­gildi sam­kvæmt ný­birtum tölum Hag­stof­unnar ef horft er í gegnum slitabú föllnu bank­anna,“ sagði Már. Hann sagði enn fremur að ennþá ætti eftir að leysa úr mál­um, svo hægt sé að tala um að  fjár­málakrepp­unni sé lok­ið. „
Við erum ekki enn búin með upp­gjör fjár­málakrepp­unnar en stundin nálg­ast óðfluga,“ sagði Már í lok ræðu sinn­ar.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None