Segir skort á fjarveru Sigmundar Davíðs bitna á allri þjóðinni

Kári Stefánsson segir í opnu bréfi til forsætisráðherra: „Þú værir best geymdur annars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flórída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipulagsmálum með því að spila Matador við sjálfan þig.“

Kári
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar og ­for­svars­maður stærstu und­ir­skrifta­söfn­unar Íslands­sög­unnar, segir skort á fjar­veru Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra frá Alþingi bitna á allri þjóð­inni. Sig­mundur Davíð væri „best geymdur ann­ars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flór­ída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipu­lags­málum með því að ­spila Mata­dor við sjálfan þig.“ Hann segir enn fremur að ­for­sæt­is­ráð­herra sé í stríði við sam­starfs­flokk sinn í rík­is­stjórn­, ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn, með til­lögu sinni um bygg­ingu nýs Lands­spít­ala við Víf­il­staði í Garða­bæ, en sú til­laga er í and­stöðu við þá stefnu sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra hefur í mál­inu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í harð­orðu opnu bréfi sem Kári skrifar til Sig­mundar Dav­íðs og birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Kári og Sig­mundur Davíð hafa átt í opin­berum orða­skipt­u­m allt frá því að Kári skrif­aði grein í des­em­ber síð­ast­liðnum þar sem hann ­sagð­ist ætla að safna 100 þús­und und­ir­skriftum gegn rík­is­stjórn­inni. Sig­mund­ur Da­víð svar­aði Kára í grein þar sem hann vís­aði ítrekað til hans sem „Topp­ara“. Í byrjun febr­úar birt­ist síðan við­tal við Kára í Reykja­vík Grapevine þar sem hann ­kall­aði for­sæt­is­ráð­herra lít­inn tveggja ára offitu­sjúk­ling. Kári baðst síð­ar­ af­sök­unar á ummæl­unum með eft­ir­far­andi orð­um: Þessi ­skítur á minni ábyrgð. Þessa lotu vann for­sæt­is­ráð­herra 10-0."

Auglýsing

Rekur ýmsar sögur af Sig­mundi Davíð

Með opnu bréfi sínu í dag er ljóst að Kári er að hefja nýja lotu. Þar hrósar hann Sig­mundi Davíð fyrir inn­komu hans í stjórn­mál en segir að það hljóti að hafa verið ungum manni áfall að verða for­sæt­is­ráð­herra. Þá kom­ist hann ekki hærra upp, finn­ist hann ekki eiga skilið að vera á þeim stalli og fari að horfa nið­ur. „Þá fer manni að sund­la,“ segir Kári.

Hann rekur síðan orðróm um sam­skipti Sig­mundar Davíð og ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eft­ir­mið­dag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann dag­inn og þú hafir fall­ist á að gera það um fimm­leytið á skrif­stofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hverg­i að finna vegna þess að þú varst á leið­inni til Flór­ída og hafðir verið í bíln­um á leið­inni til Kefla­víkur þegar sím­talið átti sér stað. Hvers vegna í ósköp­unum sagð­irðu ekki Bjarna að þú værir á leið­inni í frí? Að öllum lík­indum vegna þess að þú varst með sam­visku­bit yfir því að fara. ­Bjána­skap­ur, afreks­maður eins og þú á skilið að taka sér öll þau frí sem hann þarf á að halda. Það er hins vegar ekki skyn­sam­legt að bregð­ast vopna­bróð­ur­ sínum á þennan hátt fyrir ekki meira silf­ur.

Kári gagn­rýnir Sig­mund Davíð einnig harð­lega fyrir hug­mynd­ir ­for­sæt­is­ráð­herra um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið eftir gam­alli tekn­ing­u Guð­jóns Sam­ú­els­sonar og flutn­ing á umsjón með húsa­friðun yfir í ráðu­neyti hans ­vegna áhuga for­sæt­is­ráð­herra á skipu­lagi og gömlum hús­um. Kári segir m.a. að Guð­jón Sam­ú­els­son beini „óþægi­lega mikið athygl­inni að gömlum tengsl­u­m Fram­sókn­ar­flokks­ins við evr­ópsk stjórn­mála­öfl for­tíð­ar­innar sem við vilj­u­m helst gleyma.



Kári ­nefnir síðan umkvart­anir for­sæt­is­ráð­herra gagn­vart fjöl­miðl­um, en Sig­mund­ur Da­víð hefur ítrekað ásakað fjöl­miðla um árásir og óbil­gjarna umfjöllun frá því að hann  tók við emb­ætt­i ­for­sæt­is­ráð­herra. „Þú hefur æ ofan í æ kvartað undan því að fjöl­miðlar séu ósann­gjarnir við þig og blaða­menn spyrj­i ­þig vondra spurn­inga. Þessi skoðun þín byggir á grund­vall­armis­skiln­ingi. Þeg­ar ­blaða­menn henda í þig hörðum boltum ber þér ekki að líta á það sem ósann­gjarna að­ferð til þess að meiða þig heldur tæki­færi til þess að sýna þjóð­inni að þú ­sért sterkur og fastur fyrir og vitir hvað þú sért að gera og getir tjáð þig um það þannig að það fari ekk­ert á milli mála. Það kastaði þá fyrst tólf­unum þeg­ar þú brást við þeirri gagn­rýni að þú hefðir hagað þér kjána­lega í við­tali við Gísla Mart­ein í sjón­varps­þætti með því að segja að hann hefði gert það lík­a. Gísli Mart­einn er bara lít­ill strákur sem vinnur við sjón­varp en þú ert ­for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins?

Stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn sam­starfs­flokknum

En á­stæða bréfs Kára á sem fyrr rætur að rekja til heil­brigð­is­mála, og mest­a púðrið í því fer að ræða til­lögu sem Sig­mundur Davíð kynnti fyrir viku síðan um að nýr Lands­spít­ali verði byggður við Víf­ils­staði í Garðabæ í stað þess að hann rísi við Hring­braut, líkt og nú er unnið að. Kári segir að það sem mestu máli ­skipti sé að reisa hús yfir spít­al­ann sem fyrst. „Það er akkúrat hér sem glæpur þinn ligg­ur, Sig­mund­ur. Þú lagðir fram Víf­ils­staða­til­lög­una án þess að ræða hana við heil­brigð­is­mála­ráð­herra sem fer ­með þau mál er lúta að Land­spít­al­anum eða fjár­mála­ráð­herra sem hafði yfir­um­sjón ­með smíð fjár­laga sem kveða á um fé til Hring­braut­ar­lausn­ar­inn­ar. Það er með­ öllu for­dæm­is­laust að for­sæt­is­ráð­herra í sam­steypu­stjórn gangi opin­ber­lega gegn ­mik­il­vægum ákvörð­unum fagráð­herra úr sam­starfs­flokki hans í rík­is­stjórn. Það má ­leiða að því rök að þar með sért þú geng­inn í lið með stjórn­ar­and­stöð­unni og ­sitjir beggja vegna borðs, bæði sem for­sæt­is­ráð­herra og ­stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur.



Bjarn­i Ben og Krist­ján Þór fréttu af til­lög­unni þinni með því að lesa um hana í dag­blöð­um. Til­lagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokk­urs konar stríð­yf­ir­lýs­ing gegn sam­starfs­flokki þínum í rík­is­stjórn­inni og þeim aðilum sem veita heil­brigð­is­­málum for­ystu í land­in­u. Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú tal­aðir við áður en þú hent­ir ­sprengj­unni var land­læknir sem ráð­lagði þér gegn þessu. Það er lík­legt að með­ þessu hafir þú aukið á þá erf­ið­leika sem við verðum að yfir­stíga til þess að ­húsið rísi fljótt. Hinn mögu­leik­inn er sá að menn ákveði ein­fald­lega að hunsa ­þig í þessu máli, for­sæt­is­ráð­herr­ann sjálfan, og haldi áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. Það væri býsna auð­mýkj­andi fyrir ungan for­sæt­is­ráð­herra.“

Ætti að spila Mata­dor við sjálfan sig á Flór­ída

Kári ­segir síðan að honum skilj­ist að Sig­mundur Davíð tali sjaldan við nokkurn mann, ekki einu sinni eigin þing­menn og greini­lega ekki sam­ráð­herra sína. „Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku her­bergi í Alþing­is­hús­inu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjar­vera ljóss heldur líka eitt­hvað vont sem leggst á sál­ina og sviptir hana kær­leika sem er eitt af þeim tækjum sem for­sæt­is­ráð­herra verður að nota í sínu dag­lega starfi.

Sú meinta til­hneig­ing Sig­mundar Dav­íðs að ein­angra sig hafi ­gert það að verkum að gár­ung­arnir séu farnir að segja eft­ir­far­andi brand­ara: „Á ­fyrstu tveimur árum þínum í for­sæt­is­ráð­herra­stóli kvart­aði stjórn­ar­and­stað­an oft undan fjar­veru þinni úr þing­sal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næð­ist ekki í þig. Sann­ist hér hið forn­kveðna að eng­inn veit hvað átt hef­ur ­fyrr en misst hef­ur. Nú þjá­ist nefni­lega ekki bara stjórn­ar­and­staðan og ­stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjar­veru þinni. Þú værir best geymd­ur ann­ars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flór­ída að fá útrás fyr­ir­ á­huga þinn á skipu­lags­málum með því að spila Mata­dor við sjálfan þig. Þetta er ekki ­nema svona rétt mátu­lega fyndið en segir svo­lítið um það hvers konar aug­um ­sam­fé­lagið lítur þig þessa dag­ana.

Í nið­ur­lagi bréfs­ins ráð­leggur Kári Sig­mundi Davíð að fara í sjó­sund og finn­ast gaman að vera for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None