FME um The Big Short - Mynd um hvernig á ekki að gera hlutina

big short
Auglýsing

Kvik­myndin The Big Short er kvik­mynd sem fjallar um hvern­ig eigi ekki að gera hlut­ina. Af henni má draga mik­inn lær­dóm og allir sem eru við­loð­andi fjár­mála­geir­ann ættu að gefa sér tíma til að horfa á hana. Þetta kemur fram í kvik­mynda­dómu um The Big Short sem birt­ist í Fjár­mál­um, vefrit­i Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem kom út í dag. Dóm­inn skrifar Andri Már Gunn­ars­son, ­sér­fræð­ingur í mark­aðs­grein­ingu hjá eft­ir­lit­inu. Þetta er í fyrsta sinn sem ­kvik­mynda­dómur er birtur í vefriti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Það stað­fest­ir ­Sig­urður Val­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi þess.

The Big Short er gam­an­mynd byggð á sam­nefndri met­sölu­bók hag­fræð­ings­ins Mich­ael Lew­is. Hand­rit mynd­ar­innar eru í raun þrjár sam­hang­and­i ­sögur sem fjalla allar um sama hlut­inn, fast­eigna­bóluna á mán­uð­unum og árun­um ­fyrir hrunið 2008. Myndin er einnig sann­sögu­leg eða að minnsta kosti að ein­hverju leyti byggð á alvöru fólki, fyr­ir­tækjum og atburð­um. Sög­urnar þrjár fjalla allar um menn sem sáu hvað var í vændum og tóku stöðu gegn fast­eigna­mark­að­in­um, þ.e. veðj­uðu á að mark­að­ur­inn myndi á end­anum hrynja. Mun­ur­inn á sög­unum felst því aðal­lega í pen­inga­magn­inu sem menn­irnir hafa til­ um­ráða. 

Í umfjöllum Krist­ins Hauks Guðna­sonar sagn­fræð­ings um The Big Short í Kjarn­anum fyrr á þessu ári segir að mynd­in sýni glöggt „st­urlun­ina og með­virkn­ina sem átt­i ­sér stað á þessum tíma og fyr­ir­litn­ing kvik­mynd­ar­gerð­ar­mann­ana á öllu fjár­mála­kerf­inu leynir sér ekki. Það fólk sem tók þátt í hruna­dans­inum er sýnt ­sem heimskt, hroka­fullt, hégóma­fullt og mont­ið. Engu að síður virðast að­al­per­sónur mynd­ar­innar heyja óvinn­an­legt stríð gegn kerf­inu. Myndin hef­ur súran und­ir­tón en er þó bráð­fynd­in.“

Auglýsing

Á meðal leik­ara í mynd­inni eru stór­stjörnur á borð við Brad Pitt, Ryan Gos­l­ing og Christ­ian Bale. Auk þess fer gam­an­leik­ar­inn Steve Carell með burð­ar­hlut­verk.



Svona á ekki að gera hlut­ina

Í dómi starfs­manns Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er sagt að sagan sé svo ótrú­leg að hún gæti virst vera skáld­skapur frá byrjun til enda. Það sé hún­ hins vegar ekki og leik­stjóra mynd­ar­innar tekst að koma frá­bærri bók á hvíta ­tjaldið á meist­ara­legan hátt. „Það eina sem ég kynni að setja út á við mynd­ina er hvernig fjár­mála­af­urð­irnar sem menn voru að versla með eru kynntar fyr­ir­ á­horf­end­um. Í mynd­inni er farin sú leið að þekktir ein­stak­lingar taka fyr­ir­ til­tekin hug­tök og útskýra þau með mynd­lík­ing­um. Ég verð bara að við­ur­kenna að mér þótti þær ein­fald­lega ekki nægi­lega góðar og eftir að hafa hlustað á þær var ég litlu nær um hvað var verið að reyna útskýra. Það sem varð mér til happs í þessu er að vegna ald­urs og fyrri starfa hef ég ágætis þekk­ingu á þessum ­málum en ég get vel ímyndað mér að hinn venju­legi starfs­maður á plani sem ekki býr yfir nauð­syn­legri þekk­ingu hafi verið litlu nær um hvað málið snérist.

Heilt yfir er þetta þó stór­góð kvik­mynd sem ég mæli ein­dregið með að allir þeir sem eru eitt­hvað við­loð­andi fjár­mála­geir­ann taki ­sér tíma til að horfa á. Þetta er saga sem vekur mann til umhugs­unar og marg­ur ­mætti draga af henni mik­inn lær­dóm enda fjallar hún að miklu leyti um hvernig á ekki að gera hlut­ina.“

Áhorf­and­inn ætl­aði heim að ná í heykvísl­ina

Kvik­mynda­gagn­rýnd­andi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir í nið­ur­lag­i ­dóms síns að við enda mynd­ar­innar sitji áhorf­and­inn eftir og velti því fyr­ir­ ­sér hvernig í fjár­anum þetta gat allt saman gerst. „Mað­ur­inn sem sat við hlið­ina á mér í bíó­inu hafði það á orði að hann ætl­aði að skella sér heim, ná í heykvísl­ina, taka fyrsta strætó niður á Aust­ur­völl og fara að mót­mæla. Ég veit svo sem ekki hverju nákvæm­lega, enda erfitt að ætla sér að benda á ein­hvern einn til­tek­inn söku­dólg, en mér fannst þetta þó lýsa ágæt­lega þeim til­finn­ing­um ­sem myndin kann að vekja upp hjá fólki. En þrátt fyrir að kvik­myndin sé stór­kost­leg skemmtum sem ég mæli hik­laust með sleppir hún ýmsum áhuga­verð­u­m ­at­riðum sem dýpka sög­una og gefa betri inn­sýn inn í þær aðstæður þarna vor­u ­uppi. Af þeim sökum kemst ég ekki hjá því að segja að lok­um... Þú verður að les­a ­bók­ina!“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None