Segir Vilhjálm vera „hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann“ í vandræðum með sjálfsmynd sína

Þorsteinn Sæmundsson
Auglýsing

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kall­ar Vil­hjálm Bjarna­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, „hjá­rænu­legan ­Sjálf­stæð­is­þing­mann sem er í vand­ræðum með sjálfs­mynd sína“ og segir það ­tíð­indi að Sjálf­stæð­is­þing­maður láti vinstrið „siga sér eins  og rakka vegna ein­hverrar minni­mátta­kennd­ar“. Þetta kemur fram í grein sem Þor­steinn birtir á Vísi í dag

Til­efni skrifa hans er umræða um aflandseignir eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar ­for­sæt­is­ráð­herra og þá stað­reynd að hún á kröfur í slitabú föllnu bank­anna upp á rúman hálfan millj­arð króna. Þor­steinn segir ófræg­ing­ar­menn ekki þola að ­Sig­mundur Davíð hafi alla kosti sem þá skort­ir. Hann eigi fram­sýni, kjark og dug. Nið­ur­rifið og hæl­bitin efli hins vegar Sig­mund Davíð í hverri raun. Ógæfu­fólk í póli­tík þurfi þó að gaum­gæfa fram­göngu sína. 

Vil­hjálmur var gestur í Viku­lok­unum á Rás 1 á laug­ar­dag. Þar ­sagði hann það vera mjög óþægi­leg­t ­fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að standa and­spænis mál­inu. Sig­mundur Davíð hafi ­setið beggja vegna borðs­ins í tengslum við vinnu við upp­gjör föllnu bank­anna. „Það er eins og menn skilji ekki van­hæfi og hags­muna­tengsl,“ sagði hann. Í ýmsum málum sé hangið á forms­at­riðum eins og að lög hafi ekki verið brot­in. Alltaf eigi að upp­lýsa um hags­muna­tengsl. „Auð­vitað rýrir þetta traust mitt á hinum flokknum í þessu sam­starf­i.“ 

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra hefur alla kosti sem hæl­bít­anna skortir

Þor­steini blöskr­ar um­ræðan sem nú fer fram um eignir eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra og segir hana ver­a nýjum í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu. „Í þrjú ár hafa nokkrir stjórn­mála­menn sem vor­u til í að leggja klyfjar á íslenska þjóð til fram­búðar lagt sig fram um að ófrægja for­sæt­is­ráð­herra sem leiddi flokk sinn til sig­urs á grund­velli lof­orða ­sem síðan hafa verið efnd hvert af öðru.  M.a. kom ­for­sæt­is­ráð­herra ekki bara í veg fyrir að klyfjar ófræg­ing­ar­manna yrðu lagðir á þjóð­ina heldur leystu stöð­ug­leika­samn­ingar svo vel að eftir er tek­ið.  ­Reyndar svo vel að Ísland hefur ekki staðið jafn­vel síðan á síld­ar­ár­unum upp úr miðri síð­ustu öld.[...] Ófræg­ing­ar­mönnum virð­ast sárna þessi stað­reynd kannski ­vegna þess að þeir höfðu ekki kjark og þor til að ráð­ast til atlögu við ­kröfu­hafa.  Ófræg­ing­ar­menn­irnir þola ekki að for­sæt­is­ráð­herra á alla kost­i ­sem þá skort­ir.  Hann á fram­sýni kjark og dug sem þeir eiga ekki.  Þess vegna hefur þetta ógæfu­fólk ham­ast á for­sæt­is­ráð­herra hvern dag í þrjú ár en auð­vitað án árang­urs því nið­ur­rifið og hæl­bitin efla Sig­mund Davíð í hverri raun.  Hvað tekur ófræg­ing­ar­liðið þá til bragðs?  Jú, það skrif­ar nýjan kafla í lág­kúru­um­ræðu sinni með því að beina spjótum sínum að eig­in­kon­u ­for­sæt­is­ráð­herra vegna þess að hún á eignir.  Og hvað hald­iði nema þau fái ekki í lið með sér hjá­rænu­legan Sjálf­stæð­is­þing­mann sem er í vand­ræðum með­ ­sjálfs­mynd sína.  Það eru tíð­indi að Sjálf­stæð­is­þing­maður láti vinstrið ­siga sér eins og rakka vegna ein­hverrar minni­mátta­kennd­ar.“

Ógæfu­fólk í póli­tík þarf að gaum­gæfa sig

Þor­steinn segir að end­ingu að það sé alþekkt að eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra sé vel efn­uð, það liggi fyrir að hún hafi greitt skatta á Íslandi vegna eign­anna alla tíð og að hún hafi tapað eignum vegna að­gerða eig­in­manns henn­ar. Samt gef­ist hæl­bít­arnir ekki upp. Síðan spyr hann: „Vilj­u­m við að íslensk stjórn­mála­um­ræða snú­ist um fjöl­skyldu­með­limi stjórn­mála­manna? ­Fjöl­skyldu­með­limi sem eru ekki þátt­tak­endur í stjórn­mál­u­m.  Þurfa ­stjórn­mála­menn fram­veg­ist að gera ráð fyrir því að fjöl­skyldur þeirra verð­i ­fyrir áreiti og dylgjum vegna þess að mak­inn er í póli­tík? Mitt svar er nei. Til þess að svo megi verða þarf ógæfu­fólkið í póli­tík að gaum­gæfa vel fram­göngu sína."Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None