Starfsmenn Landsbankans safna undirskriftum til stuðnings bankastjóra

Steinþór Pálsson
Auglýsing

Hópur starfsmanna Landsbankans hafa hafið undirskriftasöfnun til stuðnings Steinþóri Pálssyni, bankastjóra bankans. Heimildir Kjarnans herma að söfnunin eigi rætur sínar að rekja til almennra starfsmanna hjá Landsbankanum sem vilja með þessu sýna samstöðu með bankastjóranum, en nýverið greindi fráfarandi bankaráð Landsbankans frá því að Bankasýsla ríkisins hefði farið fram á afsögn hans.

Öll spjót hafa staðið að Steinþóri undanfarna mánuði vegna Borgunarmálsins svokallaða. Það snýst um sölu á 31,2 prósent hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun í nóvember 2014 á 2,2 milljarða króna. Kaupendur voru hópur stjórnenda Borgunar og meðfjárfestar þeirra. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa farið fram bakvið luktar dyr í stað þess að söluferlið væri opið og gagnsætt. Auk þess hefur virði Borgunar margfaldast síðan að hluturinn var seldur, sérstaklega vegna þess að hlutdeild fyrirtækisins í hagnaði vegna sölu á Visa Europe hleypur á milljörðum króna.

Sögðu Bankasýslu ríkisins vilja reka Steinþór

Bankasýsla ríkisins birti nýverið ítarlegt bréf sem það sendi bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Þar hafnaði hún nær öllum röksemdarfærslum sem Landsbankinn hefur teflt fram sér til varnar í Borgunarmálinu hafnað. Þar var enn fremur sagt að svör Landsbankans við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á framgöngu hans hafi „ekki verið sannfærandi“.

Auglýsing

Í kjölfarið sendu fimm af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðust ekki ætla að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta aðalfundi bankans, sem haldinn verður 14. apríl næstkomandi. Á meðal þeirra er Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Ástæðan væri Borgunarmálið. Í yfirlýsingunni sagði m.a. að stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins hafi boðað formann bankaráðs Landsbankans á fund áður en bréf stofnunarinnar vegna Borgunarmálsins var sent til Landsbankans föstudaginn 11. mars. Á þeim fundi, sem forstjóri Bankasýslunnar hafi verið viðstaddur var þeim skilaboðum komið á framfæri að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum. Steinþór Pálsson er stefnufastur og öflugur stjórnandi; hreinn og beinn. Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka."

Steinþór sendi sjálfur frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta. Hann muni  sem fyrr starfa með hagsmuni bankans að leiðarljósi. 

Bankasýslan hefur síðar hafnað því að uppsögn Steinþórs hafi verið til skoðunar hjá henni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None