Bræður sem taldir eru hafa sprengt sig í loft upp í Brussel nafngreindir

Í gær voru birtar myndir af tveimur meintum gerendum í árásinni á flugvöllinn í Brussel. Í dag hafa tveir hryjðuverkamenn verið nafngreindir.
Í gær voru birtar myndir af tveimur meintum gerendum í árásinni á flugvöllinn í Brussel. Í dag hafa tveir hryjðuverkamenn verið nafngreindir.
Auglýsing

Belgíska sjón­varps­stöðin RTBF hefur greint frá því að tveir þeirra sem frömdu sjálfs­morðsárás á flug­vell­inum í Brus­sel í gær hafi verið bræð­urnir Khalid og Ibra­him el-Bakra­oui. Bræð­urnir eru belgískir rík­is­borg­arar og góð­kunn­ingjar lög­reglu þar í landi. Þeir voru enn fremur taldir hafa skýr tengsl við hryðju­verkin sem framin voru í París í nóv­em­ber í fyrra. Ef þeir sem frömdu voða­verkin í Brus­sel í gær eru hluti af sömu sellu og þeir sem réð­ust á París í fyrra þá mun það velta upp mjög alvar­legum spurn­ingum um frammi­stöðu lög­reglu og leyni­þjón­usta land­anna tveggja, enda voru bræð­urnir báðir eft­ir­lýstir vegna mögu­legra tengsla við hryðju­verk. The Guar­dian segir frá. 

Þá hefur verið greint frá því að árás­armað­ur­inn sem tók þátt í árásinni á flug­völl­inn í Brus­sel, en leikur enn lausum hala, sé tal­inn vera Na­jim Laachra­oui. Hann var þegar eft­ir­lýstur af lög­regl­unni í Belgíu eftir að erfða­efni hans fannst í íbúðum sem rann­sak­aðar voru vegna árásanna í París í fyrra. Eft­ir­lits­mynda­vélar náðu mynd af manni á flug­vell­inum í Brus­sel í gær­morgun sem þykir mjög líkur Laachra­oui.

Auglýsing

Tvær spreng­ing­ar, sem taldar eru hafa verið sjálfs­morðs­sprengju­árás­ir, urðu í brott­far­ar­sal Zavan­tem flug­vell­inum í Brus­sel um klukkan 8 að stað­ar­tíma í morg­un, nálægt inn­rit­un­ar­borði Amer­ican Air­lines. Stuttu síðar var þriðja sprengjan í neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi Brus­sel. Nýj­ustu fregnir herma að 31 hafi lát­ist og um 230 manns slasast í árás­unum í Brus­sel í gær. 

Annar bræðr­anna sem borin hafa verið kennsl á leigði íbúð í For­est, í suð­vestur hluta Brus­sel, sem lög­reglan réðst til inn­göngu í á þriðju­dag í síð­ustu viku, nákvæm­lega einni viku áður en hryðju­verkin í Brus­sel voru fram­in. Salah Abdeslam, einn höf­uð­paura Par­ís­ar­árásanna sem var hand­tek­inn nýver­ið, hafði dvalið í íbúð­inni. Við hús­leit fund­ust skot­vopn, fáni Íslamska rík­is­ins (IS­IS) og einn með­limur þeirrar sellu sem skipu­lagði Par­ís­ar­árás­irn­ar, Mohamed Belkaïd frá Alsír, var skot­inn til bana af leyniskyttu lög­regl­unn­ar. Ann­ar el-Bakra­oui bræðr­anna leigði einnig íbúð sem tveir árás­armann­anna sem frömdu hryðju­verkin í París hitt­ust áður en þeir hófu sína hinstu ferð í nóv­em­ber, sem leiddi til árása sem drápu 130 manns. Íbúðin var í Charleroi í Belgíu og menn­irnir tveir hétu Abdel­hamid Abaa­oud, meintur höf­uð­paur árásanna, og Bilal Had­fi, einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France völl­inn. Þá er talið að annar el-Bakroui bróð­ir­inn hafi séð Par­ís­ar­árás­ar­mönn­unum fyrir skot­færum og vopn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None