Bræður sem taldir eru hafa sprengt sig í loft upp í Brussel nafngreindir

Í gær voru birtar myndir af tveimur meintum gerendum í árásinni á flugvöllinn í Brussel. Í dag hafa tveir hryjðuverkamenn verið nafngreindir.
Í gær voru birtar myndir af tveimur meintum gerendum í árásinni á flugvöllinn í Brussel. Í dag hafa tveir hryjðuverkamenn verið nafngreindir.
Auglýsing

Belgíska sjón­varps­stöðin RTBF hefur greint frá því að tveir þeirra sem frömdu sjálfs­morðsárás á flug­vell­inum í Brus­sel í gær hafi verið bræð­urnir Khalid og Ibra­him el-Bakra­oui. Bræð­urnir eru belgískir rík­is­borg­arar og góð­kunn­ingjar lög­reglu þar í landi. Þeir voru enn fremur taldir hafa skýr tengsl við hryðju­verkin sem framin voru í París í nóv­em­ber í fyrra. Ef þeir sem frömdu voða­verkin í Brus­sel í gær eru hluti af sömu sellu og þeir sem réð­ust á París í fyrra þá mun það velta upp mjög alvar­legum spurn­ingum um frammi­stöðu lög­reglu og leyni­þjón­usta land­anna tveggja, enda voru bræð­urnir báðir eft­ir­lýstir vegna mögu­legra tengsla við hryðju­verk. The Guar­dian segir frá. 

Þá hefur verið greint frá því að árás­armað­ur­inn sem tók þátt í árásinni á flug­völl­inn í Brus­sel, en leikur enn lausum hala, sé tal­inn vera Na­jim Laachra­oui. Hann var þegar eft­ir­lýstur af lög­regl­unni í Belgíu eftir að erfða­efni hans fannst í íbúðum sem rann­sak­aðar voru vegna árásanna í París í fyrra. Eft­ir­lits­mynda­vélar náðu mynd af manni á flug­vell­inum í Brus­sel í gær­morgun sem þykir mjög líkur Laachra­oui.

Auglýsing

Tvær spreng­ing­ar, sem taldar eru hafa verið sjálfs­morðs­sprengju­árás­ir, urðu í brott­far­ar­sal Zavan­tem flug­vell­inum í Brus­sel um klukkan 8 að stað­ar­tíma í morg­un, nálægt inn­rit­un­ar­borði Amer­ican Air­lines. Stuttu síðar var þriðja sprengjan í neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi Brus­sel. Nýj­ustu fregnir herma að 31 hafi lát­ist og um 230 manns slasast í árás­unum í Brus­sel í gær. 

Annar bræðr­anna sem borin hafa verið kennsl á leigði íbúð í For­est, í suð­vestur hluta Brus­sel, sem lög­reglan réðst til inn­göngu í á þriðju­dag í síð­ustu viku, nákvæm­lega einni viku áður en hryðju­verkin í Brus­sel voru fram­in. Salah Abdeslam, einn höf­uð­paura Par­ís­ar­árásanna sem var hand­tek­inn nýver­ið, hafði dvalið í íbúð­inni. Við hús­leit fund­ust skot­vopn, fáni Íslamska rík­is­ins (IS­IS) og einn með­limur þeirrar sellu sem skipu­lagði Par­ís­ar­árás­irn­ar, Mohamed Belkaïd frá Alsír, var skot­inn til bana af leyniskyttu lög­regl­unn­ar. Ann­ar el-Bakra­oui bræðr­anna leigði einnig íbúð sem tveir árás­armann­anna sem frömdu hryðju­verkin í París hitt­ust áður en þeir hófu sína hinstu ferð í nóv­em­ber, sem leiddi til árása sem drápu 130 manns. Íbúðin var í Charleroi í Belgíu og menn­irnir tveir hétu Abdel­hamid Abaa­oud, meintur höf­uð­paur árásanna, og Bilal Had­fi, einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France völl­inn. Þá er talið að annar el-Bakroui bróð­ir­inn hafi séð Par­ís­ar­árás­ar­mönn­unum fyrir skot­færum og vopn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None