Segir Sigmund Davíð mögulega hafa framið landráð og eigi að segja af sér

Kári
Auglýsing

Kári ­Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, segir að leiða megi að því rök að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafi orðið upp­vís að land­ráð­um. Hann telur að Sig­mundur Davíð þurfi að víkja úr stól ­for­sæt­is­ráð­herra. Þjóð­ar­leið­togi sem er að semja fyrir hönd þjóðar sinnar og hefur sem ein­stak­lingur hags­muna að gæta með þeim sem hann er að semja við og ­gegn þjóð­inni sé óhæfur til þess að sinna starfi sínu og því megi leiða rök að land­ráði. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Kára sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í morgun. Kári hefur farið mik­inn und­an­farna mán­uði í skrifum á að­sendum greinum og hafa þær oftar en ekki snú­ist um for­sæt­is­ráð­herra.

Ástæða þessa er hið svo­kall­aða Wintris-­mál, sem snýst um að eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra átt­i ­miklar eignir í aflands­fé­lagi og 523 milljón króna kröfur í slitabú fölln­u ­bank­anna án þess að greina frá því. Um eign­irnar og kröf­urnar var ekki upp­lýst ­fyrr en fyrir tveimur vikum síð­an, í kjöl­far þess að hópur alþjóð­legra ­rann­sókn­ar­blaða­manna kom fyr­ir­spurn um eign­irnar á for­sæt­is­ráð­herra­hjón­in.

Í grein sinni sinni segir Kári að Sig­mundur Davíð verði að stíga upp úr stól sínum og hefja þraut­ar­göngu sem gæti endað „þar sem síst skyld­i“. Ef hann verði ekki ­neyddur til að gera það af „lúðulökum og lufsum“ sem sitja á Alþingi þá er Kári viss um að for­sæt­is­ráð­herra muni gera það af fúsum og frjálsum vilja því hann sé góður drengur sem þyki vænt um þjóð sína.

Auglýsing

Kári seg­ir rök­semdir til stuðn­ings máli sínu tví­þætt­ar: Ann­ars vegar hafi samn­ingar við ­kröfu­hafa föllnu bank­anna ein­ungis skilað 300 millj­örðum króna þeg­ar ­for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar hefðu í fyrra lofað allt að 850 millj­örð­u­m króna. „Og nú kemur í ljós, Sig­mundur Dav­íð, að þú ert í hópi kröfu­haf­anna sem bera 550 millj­örðum meira úr býtum en stefnt var að á síð­asta vori. Það er með­ öllu óásætt­an­legt að þjóðin frétti nú að mað­ur­inn sem leiddi rík­is­stjórn­ina sem ­smíð­aði í raun réttri sam­komu­lagið við kröfu­haf­ana sé einn af þeim. Það þýð­ir ekk­ert að segja að það sé konan þín en ekki þú sem eigi kröf­urn­ar. Lögin um inn­herj­a­við­skipti setja sömu reglur fyrir maka í öllum til­fellum og all­ar ­reglur um hags­muna­á­rekstra gera ráð fyrir að hags­munir maka leiði til söm­u hags­muna­á­rekstra og þínir eig­in. Það er ekki bara óásætt­an­legt að þú skul­ir hafa tekið þátt í sam­ing­unum heldur með öllu óskilj­an­legt að þú skulir hafa haldið að það væri í lagi og haldir það enn þann dag í dag. Í því end­ur­speglast ­dóm­greind­ar-skortur sem gæti endað í sögu­bók­um. Þjóð­ar­leið­togi sem er að semja ­fyrir hönd þjóðar sinnar og hefur sem ein­stak­lingur hags­muna að gæta með þeim ­sem hann er að semja við og gegn þjóð­inni er óhæfur til þess að sinna starf­i sínu og ef hann heldur því leyndu má leiða að því rök að hann hafi orðið upp­vís að land­ráð­um. Skiptir þá litlu hvers eðlis hags­mun­irnir eru sem um ræðir eða hvort hann græðir á hags­muna­á­rekstr­inum eða tap­ar.“

Hins veg­ar ­segir Kári að kröfur í föllnu bank­ana hafi gengið kaupum og sölum og þær ­upp­lýs­ingar sem for­sæt­is­ráð­herra hafi haft í mögu­legt fram­tíð­ar­verð­mæti þeirra hljóti að flokk­ast sem inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar. „Sú stað­reynd að þú bjóst að þessum ­upp­lýs­ingum á sama tíma og þú áttir kröfur í bank­ana og gast notað þær til þess að taka ákvarð­anir um að selja eða ekki gerir þig sekan um inn­herj­a­við­skipt­i. Sú ákvörðun að selja ekki er engu létt­væg­ari í þessu sam­hengi en sú að selja. Það er athygl­is­vert og óheppi­legt fyrir orðstír þinn að það verð sem kröfu­haf­ar fá fyrir sinn snúð núna er tölu­vert hærra en það sem lægst var borgað fyr­ir­ ­kröf­urnar á mark­aði. Það þarf ekki að teygja sig langt til þess að heyra sam­hljóm­ milli þessa og vand­ræða Bald­urs Guð­laugs­son­ar, fyr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem seldi hluta­bréf sín í Lands­bank­anum rétt fyrir hrun.“

Kári segir lík­legt að það séu aðilar í póli­tík og utan sem eru hon­um ó­sam­mála um þessi efni. Næsta víst sé þó að margir sjái þetta á sama hátt. „Þar af leið­andi kem­urðu til með að hrekj­ast úr emb­ætti að end­ingu þótt svo þú berj­ist gegn því með kjafti og klóm. Því ráð­legg ég þér að sýna auð­mýkt og ­lít­il­læti og segja af þér til þess að koma í veg fyrir að þjóðin þurfi að eyða þeirri orku í enn eina innri bar­átt­una sem mætti ann­ars nýta til upp­bygg­ing­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None