Þrír íslenskir ráðherrar tengdir skattaskjólum

rikisstjornarmynd2.jpg
Auglýsing

Þrír íslenskir ráð­herra og fleira áhrifa­fólk í íslenskum stjórn­málum eru á listum yfir eig­endur aflands­fé­laga í skatta­skjól­um. Þetta kemur fram í gögnum sem blaða­menn víðs­vegar um heim­inn hafa undir höndum og hafa unnið úr und­an­farna mán­uði. Opin­berað verður um hverja sé að ræða í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem fer í loftið á næstu dög­um. RÚV greinir frá. 

Þar segir að þátt­ur­inn sé unn­inn í sam­starfi við fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Reykja­vík Media, ICIJ Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna og þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung. „Þar verða birtar upp­lýs­ingar um umfangs­miklar eignir Íslend­inga í félögum í skatta­skjól­um. Meðal ann­ars ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands og fjallað um þát­töku ann­ars áhrifa­fólks í íslenskum stjórn­málum í starf­semi aflands­fé­lag­anna, sem til þessa hefur farið leynt."

Í frétt RÚV segir að upp­lýs­ing­arnar spanni 25 ára tíma­bil. Nýj­ustu dæmin séu um ein­stak­linga sem hafi stofnað aflands­fé­lög á árinu 2014.

Auglýsing
 

Í dag eru liðnar tæpar tvær vikur frá því að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, greindi frá því að hún ætti aflands­fé­lag sem héldi utan um miklar eignir henn­ar. Þær eignir nema um 1,2 millj­arði króna og eru í stýr­ingu hjá Credit Suisse bank­an­um. Skömmu síðar var einnig greint frá því að hún ætti kröfur í slitabú allra stóru bank­anna sem féllu í októ­ber 2008. Þær kröfur eru til komnar vegna þess að Anna Sig­ur­laug keypti skulda­bréf af bönk­unum fyrir hrun. Heild­ar­um­fang þeirra er 523 millj­ónir króna og miðað við væntar end­ur­heimtir úr búum bank­anna má ætla að hún fái að minnsta kosti um 120 millj­ónir króna þegar kröf­urnar verða að fullu greiddar út úr búun­um. 

Dag­inn eftir var upp­lýst að opin­berun Önnu Sig­ur­laugar kom í kjöl­far þess að Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, sem rekur fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Reykja­vík Media ehf., spurð­ist fyrir um aflandseignir for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. Sú fyr­ir­spurn var í tengslum við ofan­greinda umfjöll­un.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None