60 prósent landsmanna á móti frekari stóriðju

Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sýnir að skiptar skoðanir eru meðal landsmanna til orkunýtingar og verndunar.

Íslensk náttúra
Auglýsing

Í skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir verk­efn­is­stjórn 3. áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un­ar, á lands­vísu kemur fram að 60 pró­sent lands­manna eru and­víg því að virkja til að auka stór­iðju á Íslandi en 15 pró­sent eru því fylgj­and­i. 

Þá er 51 pró­sent lands­manna and­víg því að virkja og selja raf­orku til Evr­ópu um sæstreng, en 25 pró­sent eru því fylgj­andi. Mun meira fylgi er hins vegar við að virkja til að efla aðra atvinnu­starf­semi en stór­iðju á Íslandi (74 pró­sent) og til að raf­væða bíla­flota og almenn­ings­sam­göngur í land­inu (81 pró­sent)Þetta kemur fram í drögum að loka­skýrslu verk­efn­is­stjórn­un­ar­inn­ar, sem birt var í dag.


Þegar spurt var í könn­un­inni á lands­vísu hve sam­mála eða ósam­mála fólk sé því að gera eigi mið­há­lendið að þjóð­garði (sem er frið­aður m.a. fyrir virkj­un­um) segj­ast 55% vera því sam­mála, (þar af 33% mjög sam­mála), en 23% eru ósam­mála. Jafn­stór hópur tók ekki afstöðu. Mark­tækur munur var á við­horfi karla og kvenna, þar sem yfir 60 pró­sent kvenna voru sam­mála á meðan 48 pró­sent karla voru sam­mála því að gera mið­há­lendið að þjóð­garði. Á milli 51-59 pró­sent í öllum ald­urs­hópum voru sam­mála, en mis­jafnt hversu hátt hlut­fall var ósam­mála eftir ald­urs­hópum (mest and­staða hjá 60 ára og eldri og 30-44 ára, um fjórð­ungur í báðum hóp­um).

Sam­kvæmt þeirri tíma­á­ætlun sem verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar vinnur eftir mun verk­efn­is­stjórnin skila til­lögu sinni til ráð­herra hinn 1. sept­em­ber 2016, að því er segir í inn­gangi drag­anna. „Sú skýrsla sem hér lít­ur ­dags­ins ljós hefur að geyma fyrstu drög að þess­ari til­lögu, eða með öðrum orðum „drög að ­til­lögum um flokkun virkj­un­ar­kosta og afmörkun virkj­un­ar- og vernd­ar­svæða í sam­ræmi við ­flokk­un­ina“, eins og það er orðað í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011. Þessi drög verða kynnt al­menn­ingi á kynn­ing­ar­fundum víða um land í apríl 2016, auk þess sem leitað verður umsagna um þau hjá við­eig­andi stofn­un­um, stjórn­völdum ríkis og sveit­ar­fé­laga, félaga­sam­tökum og hags­muna­að­il­um.

Auglýsing

 Ætl­unin er að þessu ferli verði lokið 20. apríl 2016. Að loknum kynn­ingum og sam­ráði sam­kvæmt fram­an­skráðu mun verk­efn­is­stjórn ganga frá­ ­til­lögum sínum að vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun og aug­lýsa þær með opin­berum hætti. Í því ­ferli gefst öllum kostur á að koma athuga­semdum á fram­færi innan ákveð­ins frests. Þetta um­sagn­ar­ferli hefst 11. maí 2016 og stendur í 12 vikur til og með 3. ágúst sama ár. Eftir það mun verk­efn­is­stjórn ganga frá end­an­legum til­lögum sínum til ráð­herra og afhenda þær 1. sept­em­ber eins og fram hefur kom­ið,“ segir Stefán Gísla­son, for­maður verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hér að neðan má sjá hvernig ein­stök svæði falla í flokka, eftir nýt­ing­ar-, bið-, og vernd­ar­flokki. 

Verndarflokkur.

Verndarflokkur, óbreytt frá fyrri rammaáætlun.

Biðflokkur.

Nýtingarflokkur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None