Dauðastríð ríkisstjórnarinnar - Sigmundur Davíð ætlar ekkert að fara

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar falli, en hann nýtur þó afgerandi stuðnings innan þingflokks Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn eru á öðru máli, og þar gætir vaxandi ólgu og óánægju með stöðu mála.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hangir ekki aðeins á blá­þræði, heldur virð­ist aðeins krafta­verk geta bjargað lífi hennar úr þessu, þrátt fyrir að for­sæt­is­ráð­herra sýni engan vilja til að víkja. Ástæðan er veik staða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, eftir afhjúpun í Kast­ljósi RÚV í gær, þar sem félagið Wintris Inc. var í for­grunni en það er skráð á Tortóla, eins og marg hefur verið rakið að und­an­förnu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er mikil og almenn óánægja innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með stöðu Sig­mundar Dav­íðs, og ekki síst þann ímynd­ar­skaða sem hann hefði valdið þjóð­inni, með fram­göngu sinni í þætt­inum í gær. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali við mbl.is fyrr í dag að staða rík­is­stjórn­ar­innar „væri mjög þung“. 

Áhyggjur af stöðu mála

Á fundi þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrr í dag voru svipuð sjón­mið reif­uð; staðan væri afleit og þá sér­stak­lega staða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Þá ræddu þing­menn Sjálf­stæð­is­manna einnig um þær fréttir að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, hefði ákveði að flýta ferð sinn heim til Íslands. Í því fælust skila­boð, um að rík­is­stjórnin væri fall­völt. Þá væri fjar­vera Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem missti af flugi til lands­ins, ekki góð þar sem staða mála væri við­kvæm.

Mál Sig­mundar Dav­íðs er hluti af alþjóð­legri umfjöllun rann­sókn­ar­blaða­manna hjá Reykja­vík Media og ICIJ sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna um aflands­fé­lög og svo­nefnd Panama­skjöl, og hefur það fengið mikla og almenna athygli um alla heim í dag, einkum mynd­bands­brot þar sem hann reynir að ljúga sig út úr aðstæðum þegar sænski rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Sven Berg­man spyr út í Wintr­is.

Auglýsing

Heimskast­ljósið á Sig­mundi Davíð

Nær allir helstu fjöl­miðlar heims­ins, þar á meðal breska rík­is­út­varpið BBC, The Guar­dian og allir helstu fjöl­miðlar Norð­ur­land­anna, hafa fjallað um mál­efni Sig­mundar Dav­íðs og þá stað­reynd að hann og konan hans hafi geymt miklar eignir á Tortóla.

Félagið var í sam­eig­in­legri eigu Sig­mundar Dav­íðs og Önnu Sig­ur­laugar til 31. des­em­ber 2009, og lýsti kröfum í slitabú föllnu bank­anna upp á sam­tals um 500 millj­ónir króna að nafn­virð­i. 

Bjarni Benediktsson er undir pressu. Mynd/Birgir.

Ólík sýn stjórn­ar­flokk­anna

Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins fund­aði í morgun með Sig­mundi Dav­íð, og var þar fjallað um þátt­inn í gær­kvöldi og þær upp­lýs­ingar sem þar komu fram. Sig­mundur Davíð ját­aði í hádeg­is­frétta­tíma Stöðvar 2 að hafa staðið sig „öm­ur­lega“ í við­tali við Sven en hann ætl­aði að sitja áfram. Hann neit­aði með öllu að ræða við RÚV um mál­ið, sem fyrr. 

Spennan áþreif­an­leg

Þess er nú beðið að Bjarni komi til lands­ins, og er stefnt að því að hann fundi með þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins síðar í dag. Vafa­lítið mun hann eiga alvöru­þrung­inn fund með Sig­mundi Davíð um stöðu mála einnig.

Þá gæti staðan skýrst innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en hún mun ráða úrslitum um það hvort rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir reyna til þrautar að halda áfram sam­starfi, eða slíta sam­starf­inu og boða til kosn­inga innan skamms. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa lítið sagt um málið í dag, en Fram­sókn­ar­menn hafa þó gagn­rýnt fram­göngu RÚV eins og síð­ustu tvær vik­ur, og lét Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, hafa eftir sér orð um „leynig­esti RÚV“, í við­tali við Einar Þor­steins­son frétta­mann, án þess að skýra þau frek­ar. Hún gekk svo hröðum skrefum til fund­ar. Sjálf­stæð­is­menn hafa hins vegar lítið sem ekk­ert sagt um mál­ið.

Sig­mundur Davíð ítrek­aði nú skömmu eftir fjög­ur, þegar hann tók til máls í þing­inu, að hann hefði engar eignir átt í skatt­skjóli. Hann hefði ekk­ert rangt gert, og að erlendir fjöl­miðlar hefðu, sumir hverjir – „þeim til hróss“ – tekið það fram að ekk­ert benti til lög­brota.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None